Vikan - 19.01.1978, Síða 21
enn voru menn að vinna við ýmsar
lagfæringar á húsinu. Gwenda
þóttist þess reynar fullviss, að þeir
inyndu ekki fara fyrr en hún væri
flutt inn.
Breytingunum á eldhúsinu var
lokið og nýja baðherbergið var
næstum tilbúið. Gwenda ætlaði að
biða með allar frekari lagfæringar
fyrst um sinn. Hún þurfti að fá tíma
til að kynnast þessu nýja heimili
sínu betur til þess að geta ákveðið
hvaða liti hún vildi hafa í
svefnherbergjunum. Húsinu var
líka í rauninni ágætlega haldið við
og það var engin ástæða til að flana
að neinu.
í eldhúsinu var kona tekin til
starfa, frú Cocker að nafni. 1 fyrstu
misskildi hún alþýðlegan vingjarn-
leika Gwendu, en strax og Gwenda
skildi til hvers hún ætlaðist, þá lét
hún ágætlega að stjóm.
Einmitt þennan morgun lagði frú
Cocker morgunverðarbakkann ó
hné Gwendu, um leið og hún settist
upp.
„Þegar enginn karlmaður er í
húsinu,” sagði frú Cocker með
festu, ,,vill frúin fá morgunverðinn í
rúmið.” Og Gwenda beygði sig fyrir
þessari, að þvi er virtist sjálfsögðu,
ensku hefð.
„Hrærð i dag”, sagði frú Cocker
og átti við eggin. „Þú varst
eitthvað að minnast á að þú vildir fá
reyktan fisk, en ég þóttist vita að
þú myndir ekki vilja borða hann hér
í svefnherberginu. Hann lyktar svo.
Þú færð hann með heitri sósu og
ristuðu brauði í kvöld.”
„0, þakka þér fyrir, frú Cocker.”
Frú Cocker brosti náðarsamlega
og gekk í átt til dyra.
Gwenda var ekki farin að sofa í
stóra hjónaherberginu. Það gat
beðið þangað til Giles kæmi. Hún
hafði í staðinn valið herbergið við
enda gangsins. Hringlaga herbergið
með bogadregna glugganum. Þar
kunni hún vel við sig og var ánægð.
Hún leit nú í kringum sig og
sagði með mikilli tilfinningu: Ö,
þetta er dásamlegt herbergi.”
Frú Cocker leit í kringum sig og
virtist vera á sama máli.
„Þetta er reglulega snoturt
herbergi, frú, þótt það sé lítið. Þar
eð það eru rimlar fyrir glugganum,
lítur út fyrir að þetta hafi einhvem
tíma verið bamaherbergi.”
„Eg Eafði nú ekki hugsað út í
það. Kannski það sé rétt.”
„0 jæja, við sjáum nú til,” sagði
frú Cocker um leið og hún fór og
rödd hennar gaf ýmislegt í skyn.
Hún hefði eins getað sagt: Við
sjáum nú til, þegar eiginmaðurinn
er fluttur inn. Hver veit nema það
eigi eftir að verða þörf fyrir
bamaherbergi.
Gwenda roðnaði. Hún leit í
kringum sig. Bamaherbergi? Jú,
MORÐIJR
GLEYMSKU
GRAFIÐ
þetta gæti orðið skemmtilegt
barnaherbergi. Hún velti því fyrir
sér, hvernig hún myndi hafa það.
Stórt dúkkuhús þarna upp við
vegginn. Og lágir skápar, fullir af
leikföngum. Fjörlegur eldur í amin-
um og há rimlagrind i kring, þar
sem hægt væri að þurrka litlar
flíkur. En ekki þessi ömurlegi
gulbrúni veggur. Nei, skemmtilegt
veggfóður færi betur. Eitthvað
skært og glaðlegt. Litlir vendir af
sóleyjum og kornblómum... Já,
það væri indælt. Það hlaut að vera
hægt að finna veggfóður, sem væri
með slíkum myndum. Hún var
meira að segja viss um, að hún hafði
séð það einhvers staðar.
Það þurfti ekki mikið af húsgögn-
um í þetta herbergi. Það vom tveir
innbyggðir skápar, en annar þeirra,
sem var úti í horni, var læstur og
lykillinn týndur. Hún varð að muna
að biðja mennina að opna hann,
áður en þeir fæm. Hinn skápurinn
var ekki nógu stór til þess að hún
gæti geymt öll fötin sin i honum.
Með hverjum deginum sem leið festi
hún betur rætur í Hillside.
Allt í einu heyrði hún einhvem
ræskja sig og hósta lítils háttar
fyrir utan opinn gluggann, svo hún
flýtti sér að ljúka við morgunverð-
inn. Garðyrkjumaðurinn, Foster,
efndi nú ekki alltaf það sem hann
lofaði, en var greinilega mættur í
dag, eins og hann hafði sagt.
Gwenda þvoði sér og klæddi sig.
Hún fór í ullarpils og peysu og flýtti
sér út í garðinn. Foster var að vinna
fyrir utan stofugluggann. Það
fyrsta, sem Gwenda hafði beðið
hann að gera, var að leggja stíg
niður í gegnum steinbeðið fyrir utan
gluggann. Foster hafði þráast við
og ekki viljað færa til mnnana og
blómin, en Gwenda hafði setið fast
við sinn keip, og á endanum varð
hann fullur áhuga á þessu nýja
verki.
Það hlakkaði í honum, þegar
hann heOsaði henni.
„Það lítur út fyrir, að þú ætlir að
rifja upp liðinn tíma, ungfrú.”
(Hann fékkst ekki ofan af því að
kalla hana ungfrú.)
„Liðinn tíma? Hvernig þá?”
Foster sló skóflunni sinni í
jörðina.
„Ég kom beint niður á gömlu
þrepin — sjáðu, þarna hafa þau
verið, — alveg eins og þú vildir hafa
þau núna. Einhver hefur plantað
mnnum yfir þau og þakið þau
alveg.”
„Það var heimskulega gert,”
sagði Gwenda. „Það er miklu
skemmtilegra að geta séð niður á
grasflötina og út á sjóinn úr
stofuglugganum. ”
Foster hafði nú ekki miklar
skoðanir á þessu með útsýnið, en
hann tautaði þó eitthvað til
samþykkis.
PENNI HINNA
VANDLÁTU
CROSS penninn hefur sannað
yfirburði sína um allan heim.
Stórglæsilegur penni sem fæst
í 12 eða 14 karata gulli, silfri,
krómi og með 12 eða 14 karata
gullhúð.
CROSS penni erlífstíðareign.
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2, sími 13271
3. TBL. VIKAN 21