Vikan


Vikan - 19.01.1978, Síða 22

Vikan - 19.01.1978, Síða 22
,,Ég segi svo sem ekki, að það geti ekki verið til hins betra, — jú þú færð meira útsýni, — allur þessi gróður minnkaði líka birtuna í stofunni. En þeir blómstruðu fall- ega þessi runnar. Fjólurnar hérna eru svo sem ekki mikils virði, en hinar plönturnar kosta peninga og þær eru of gamlar til að planta þeim annars staðar.” „Ö, ég veit það. En þetta verður samt miklu, miklu skemmtilegra.” „Jæja.” Foster klóraði sér í höfðinu. „Það getur vel verið.” „Svona á það að vera,” sagði Gwenda og kinkaði kolli. Skyndi- lega spurði hún: „Hver bjó hérna á undan Hengrave hjónunum? Þau höfðu ekki búið hér neitt lengi, var það?” „Eitthvað í kringum sex ár. Kunnu ekki við sig. Á undan þeim? Það voru Elworthy systurnar. Þær voru mjög trúaðar. Boða heiðingj- um trú og allt það. Það bjó einu sinni hjá þeim hérna svertingja- prestur. Þær voru fjórar systurnar og reyndar einn bróðir líka, — en hann hafði nú ekki mikið að segja á móti öllu þessu kvenfólki. Á undan þeim — látum okkur sjá, — það var frú Findeyson, — ó, já, hún var regluleg hefðarkona, það var hún. Hún átti heima hérna frá því ’ löngu áður en ég fæddist.” „Dó hún hérna?” spurði Gwenda. „Hún dó. í Egyptalandi eða einhverjum slíkum stað. En hún var flutt hingað og liggur grafin í kirkjugarðinum. Hún gróðursetti alla þessa runna þarna.” Foster hélt áfram: „Þá var ekki búið að byggja neitt af þessum nýju húsum uppi á hæðinni. Það var hálfgerður sveitabragur á öllu hér. Ekkert kvikmyndahús og ekkert af þessum nýju búðum. Eða þessi breiða gangstétt meðfram allri ströndinni.” Á rödd hans mátti heyra vanþóknun gamals manns á öllum nýjungum. „Breytingar,” sagði hann og hnussaði fyrirlitlega í honum. „Það er alltaf verið að breyta öllu.” „Ég geri nú ráð fyrir, að við verðum að sætta okkur við, að ýmislegt breytist,” sagði Gwenda. „Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá hafa flestar þessar breytingar orðið til hins betra.” „Svo segir fólk. En ég hef ekki orðið var við það.” Hann benti i átt að hávöxnu gerði á vinstri hönd. Handan þess glitti i einhverja byggingu. „Þarna var áður lítill spítali,” sagði hann. „Ágætlega staðsettur og miðsvæðis fyrir alla. Og svo fara þeir að reisa griðarstór- an nýjan spítala, mílu vegar fyrir utan borgina. Tuttugu mínútna gangur, ef þú ætlar að heimsækja einhvern — eða þrjú pens með strætisvagninum.” Hann benti aft- ur i átt að gerðinu... „Það er kvennaskóli þarna núna. Var flutt- ur hingað fyrir tíu árum. Alltaf verið að breyta öllu. Nú til dags kaupir fólk hús, býr í því í tiu eða tólf ár, og flytur svo í bur'tu. Festir hvergi rætur. Neiþetta er engum til góðs. Það er ekki hægt að rækta neitt í svona görðum, nema hugsað sé langt fram í timann.” Gwenda leit hlýlega á allt blómaskrúðið. — Þetta er hamingjusamasti dagur lífs hennar — í fimmta skipti. „Eins og frú Findeyson gerði,” sagði hún. ,0, já. Hún var eins og hún átti að vera. Hún kom hingað nýgift. Ö1 upp börnin sin og gifti þau, fylgdi manninum sínum í gröfina, var með barnabörnin hjá sér í sumarleyfun- um, og fór ekki héðan fyrr en hún var að verða áttræð.” Það var hlýja í rödd Fosters. Gwenda fór aftur inn í húsið og brosti með sjálfri sér. Hún ræddi um stund við iðnaðar- mennina og fór síðan inn i stofu og settist við skrifborðið og skrifaði nokkur bréf. Meðal þeirra bréfa, sem hún þurfti að svara, var bréf frá einhverju frændfólki Giles, sem bjó í London. Þau skrifuðu, að ef hana langaði að koma til London, þá væri henni velkomið hvenær sem væri að búa hjá þeim í húsi þeirra í Chelsea. Raymond West var vel kunnur (fremur en vinsæll) rithöfundur og Gwenda vissi, að Joan kona hans var listmálari. Það gæti verið gaman að heimsækja þau, enda þótt þeim myndi sennilega finnast hún hræðilega sveitaleg. Gwendu kom i hug, að hvorki hún né Giles litu hið minnsta stórt á sig. Borðbjallan hljómaði hvellt um húsið. Þessi borðbjalla, sem hafði verið einn af dýrgripum frænku Giles, stóð nú frammi í holinu. Utan um hana var heljarmikill rammi úr svartviði. Frú Cocker virtist hafa mikið dálæti á þessum forngrip og sparaði aldeilis ekki kraftana, þegar hún sló á hana. Gwenda greip fyrir eyrun og stóð upp. Hún gekk í flýti yfir stofugólfið og upp að veggnum hinum megin, en nam svo snöggt staðar, frekar ergileg. Þetta var í þriðja skipti, sem henni varð á að gera þetta. Það var eins og hún héldi alltaf, að hún gæti gengið beint í gegnum vegginn og inn í borðstofuna við hliðina. Hún fór til baka út úr stofunni og fram í holið, meðfram stofuveggn- um og inn í borðstofuna. Það yrði óþægilegt að þurfa að fara þessa leið á veturna, því það var súgur i holinu, og einu herbergin, sem voru hituð upp, voru stofan og borðstof- an og svo tvö af svefnherbergjunum uppi* Ég get ekki séð, hugsaði Gwenda, um leið og hún settist við fallega Sheratonborðstofuborðið, sem hún hafði keypt fyrir offjár i staðinn fyrir þunga mahóniborðið, sem frænka Giles hafði átt, ég get ekki séð, að það ætti að vera neitt því til fyrirstöðu, að ég léti setja hurð á milli borðstofunnar og dagstofunnar. Ég ætla að nefna það við Sims, þegar hann kemur í dag. Herra Sims hafði umsjón með lagfæringunum á húsinu. Hann var maður á miðjum aldri, með hása rödd og einkar sannfærandi tal- anda. Hann var alltaf með litla minnisbók við höndina og tilbúinn að skrifa niður, ef skjólstæðingur- inn óskaði eftir einhverri frjárfrekri framkvæmd. Hún spurði hann álits og hann var greinilega fús til framkvæmda. „Ekkert er einfaldara, frú Reed — og svo sannarlega breyting til batnaðar, vil ég leyfa mér að fullyrða.” „Myndi þetta verða mjög dýrt?” Gwenda var orðin dálítið tortryggin á fullyrðingar og ákafa herra Sims. Það hafði orðið smávegis ágrein- ingur milli þeirra, vegna allskyns aukakostnaðar, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir i upprunalegri áætlun Sims. „Kostar sáralitið,” sagði Sims sannfærandi. Gwenda varð nú enn tortryggnari. Það var i einmitt þegar hann nefndi, að eitthvað kostaði sáralítið, að hún treysti honum minnst. „Eg veit hvað við gerum, frú Reed,” sagði Sims lokkandi. „Ég fær Taylor til að líta á þetta, þegar hann verður búinn með búnings- herbergið seinna í dag, og þá get ég sagt þér nákvæmlega, hvað þetta muni kosta. Það fer eftir þvi, hvernig veggurinn er.” Gwenda sættist á það. Hún skriíaði Joan West og þakkaði henni heimboðið, en kvaðst ekki mundu fara frá Dillmouth í bráð, þar sem hún þyrfti að hafa eftirlit með iðnaðarmönnunum. Síðan fór hún i stutta gönguferð og naut þess að anda að sér fersku sjávarloftinu. Þegar hún kom til baka, gekk hún inn um stofugluggann og sá þá Taylor, verkstjórann hjá Sims, standa boginn upp við vegginn. Hann rétti úr sér og brosti til hennar. „Við verðum ekki í neinum vandræðum með þetta, frú Reed,” sagði hann. „Það hefur einhvern tíma verið hurð hérna áður. Eihverjum hefur ekki likað það og látið setja klæðningu yfir.” Gwenda var i senn undrandi og ánægð. En hvað það er furðulegt, hugsaði hún, að mér hefur altaf fundist eins og það væri hurð þarna. Hún minntist þess, hvað hún hafði gengið ákveðið að einmitt þessum stað um hádegisbilið. Og um leið kom yfir hana einhver óróleiki. Þegar á allt var litið, þá var þetta líka meira en lítið skrítið... Hvers vegna hafði hún verið svona viss um, að það væri hurð þarna? Það voru engin merki þess utan á veggnum. Hvernig hafði hún getið sér til um — eða vitað — að það var hurð þarna? Framhald í næsta blaði. 22VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.