Vikan


Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 44

Vikan - 19.01.1978, Blaðsíða 44
Ilniluriitn 2l.m;ir% 20. ji|iril N.iulirt 2l.npril 2l.nuii lAiburnrnir 22.mai 2l.júni Það er löngu orðið tímabært fyrir þig að breyta svolitið hög- um þínum. Til þess hefur þig skort dug, en nú bendir allt til þess, að vel byrji til framkvæmda. Þú dregst inn í leið- indamál, sem á eftir að angra þig um skeið. Þú endurnýjar kunningsskap við fólk, sem þú hefur ekki umgengist lengi. Mánudagur- inn verður bestur. Freistingarnar bíða þín við hvert fótmál næstu daga. Vand- inn er bara að stand- ast þær hættuleg- ustu, en falla fyrir þeim saklausustu! Stattu þig! kr.-'bhinn 22. júni 2.V júli Þú ert nokkuð vel á vegi staddur þessa dagana, en það gæti hallað undan fæti, ef þú ert ekki vel á verði. Taktu helgina rólega, vertu frekar heima við. I.jóni’l 24.júli 24.jiíú*l Vikan framundan verður hagstæð á vinnustað, og eru líkur til, að þú vaxir í áliti hjá yfirboðurum þínum, enda áttu.. það skilið. Helgin verður skemmtileg. Vegna einkennilegs misskilnings verður þú hafður fyrir rangri sök, en það leiðréttist allt saman og þú færð ágæta ástæðu til að létta þér dálitið upp um helgina. Vogarfólki er best að hafa hægt um sig og stofna ekki til mikilla framkvæmda næstu daga. Þar fyrir þarf ekki vikan að verða leiðinleg, þvert á móti. Sporótlrckinn 24.okl. !!.Vnói. Láttu ekki á þig fá, þótt sumir hristi höf- uðið yfir hugmynd- um þinum, vikan framundan er ein- mitt rétti tíminn til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Ho|(niaAurinn 24.nút. 2l.dct. Ástamálin eru ærið fy rirferðarmikil þessa vikuna, en kvenfólk- ið í þessu merki ætti að vara sig á að láta tilfinningasemina ná of sterkum tökum á sér. Slcingcilin 22. dcs. 20. jan. Þú lendir í svolitlum vandræðum með sjálfan þig næstu daga og átt erfitt með að gera upp á milli tveggja kosta, sem þér virðist hvor- ugur góður. Laugar- dagurinn er bestur. Valnsbcrinn 2l.jan. d.fchr. Föstudagurinn verð- ur merkilegasti dag- ur vikunnar. Þá ger- ist eitthvað, sem kann að skipta fram- tíðina miklu, þótt það komi ekki undir- eins í ljós. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Framundan er frem- ur tilbreytingarlaus vika, en þó alls ekki leiðinleg. Þú verður talsvert heima við, og er það vel. Helgin verður róleg og nota- leg. myndi gera allt til að sjá hann hamingjusaman. En hún sagði þetta ekki. — Já, ég veit ekki, svaraði hún í staðinn og gætti þess að vera róleg. — En Ebba hefur alltaf fengið allt, sem hún vill. Faðir hennar var ríkasti bóndinn á Ási, og hann var eftirlátur við hana. Hún er einfald- lega vön að fá allt, sem hún bendir á. — Þá er nú kominn tími til, að hún fái að læra eitthvað! Júlía fann kuldann í rödd Henriks og varð óróleg. — Ég ásaka þig ekki, hélt Henrik áfram. — Þú vissir ekki, hvað þú varst að gera. En hún notfærði sér varnarleysi þitt og stal drengnum frá þér. Syni mínum! — Bíddu aðeins! Júlía kerrti hnakkann. Henni var nóg boðið og vildi ekki sitja undir reiðilestri hans. En hann hlustaði ekki á hana. — Sonur minn! Á sonur minn að alast upp á heimili annars manns og teljast hans? Á hann að vera sonur konu, sem er svikari? Aldrei.... svo lengi sem ég lifi. — Þú þarft að fá að vita eitt enn, sagði Júlía allt í einu og fann votta fyrir samviskubiti. — Ebba lofaði að hjálpa mér um peninga. Að borga nám mitt hér, á ég við. Með því skilyrði.... — Þetta er það lítilmótlegasta, sem ég hefi heyrt. Reyndi hún að kaupa þig? — Já, það gerði hún, sagði Júlía þurrlega. — Tókstu á móti peningunum? — Hvað annað átti ég að gera? Þú skilur vel.... — Nei, sagði Henrik hörkulega. — Um leið og ég hefi rekið erindi mín hér í Stokkhólmi förum við að Steinum. Ég ætla að gera upp við þetta fólk. Ég skal sýna þeim, að það er ekki hægt að kaupa barn á svona einfaldan hátt. Og hún skal fá að ganga á eftir þér, að þú veitir henni fyrirgefningu fyrir það, sem þú hefur orðið að þola. Júlía brosti kuldalega. Þetta var að verða óþarflega dramatiskt. Hún var ekki viss um, að heimsóknin að Steinum yrði á þann veg, sem Henrik imyndaði sér. Hún hafði engan áhuga á að vera að athlægi. Að vísu likaði henni ekki illa, að Henrik tók þetta nærri sér. Það hlaut að merkja, að hann bar til hennar hlýjar tilfinningar. Hún fann, að aðdráttarafl hans var jafn sterkt og fyrr. Hún hafði verið ástfangin af honum og héít, að hann hefði gleymt henni, en hann var kominn aftur til hennar. Og nú knýtti þau band, mjög sterkt band. Hvað myndi Ebba segja, ef þau kæmu að Steinum? Það yrði spennandi að sjá upplitið á henni. Hún sat þarna í þeirri sælu trú, að öllu væri borgið, þar sem Júlía hafði tekið við peningunum hennar... Júlía teygði sig á tá og kyssti Henrik. — Ég kem með þér, sagði hún. — ÆTLARÐU virkilega að fara til Mattisgarðs? sagði Lúkas áhyggjufullur. — Ertu nógu hraust? Hefurðu ráðgast við lækn- inn? — Já, og hann sagði, að ég mætti fara. Ebba grúfði sig yfir hannyrð- irnar. — Ég kæri mig ekki um, að systkini mín ráði því ein, hvað í minn hlut kemur, sagði hún stilUlega. — Og auk þess verður Jóhanna með mér. — Jæja já. Þú hefur þá séð fyrir öUu. Lúkas fór sína leið, en var greinilega gramt í geði. Ebba var ekki sjálfri sér lík eftir veikindin. Það var líkast þvi, að eitthvað þjakaði hana stöðugt og yUi henni áhyggjum. Hún, sem ætti að geta verið glöð og ánægð með batann hjá þeim báðum. Ákesson sagði, að ekkert væri að Utla barninu, sem hún bæri nú undir brjósti, svo ekki þurfti hún að bera kvíðboga vegna þess. Hvað var það þá, sem gerði hana svona niðurdregna og fjar- læga? Lúkas andvarpaði þungan og beit sig í vörina. Hún gekk þögul og ráðleysisleg um húsið. Hvernig stóð á því, að henni leið svona? Hafði hann þessi áhrif á hana? Höfðu honum orðið á mistök. Hún var svo miklu yngri en hann. Iðraðist hún þess að hafa gefist honum? Já, þetta með arfinn varð hún að leysa sjálf. Hann hafði ekki tíma tU að fara, og hann gat ekki fengið sig til að trúa því, að Jón Mattison hlunnfæri hálfsystur sína. En fyrst Ebba hafði áhyggjur af þessu, þá varð hún að ráða fram úr því. Einkennilegt, að hún skyldi allt í einu fá áhuga á arfinum, fyrr hafði hún ekki nefnt hann einu orði. Lúkas gekk þungum skrefum inn á skrifstofuna sina. Það var haust. Framan við rauðmálaða bygginguna lágu guln- uð haustlaufin og feyktust tU fyrir vindinum. Brátt þyrfti að setja gluggahlerana fyrir. Það var mikið verk að undirbúa komu vetrarins. Ennþá voru nokkrar rósir í þeim beðum, þar sem skjól var mest, og börnin hlupu berfætt um í grasinu. Lúkas horfði brosandi á eftir þeim. Þess yrði ekki langt að bíða, að Karl Mattias yrði enn af þeim. Hann ætlaði ekki að loka hann inni i herragarðinum. Hann átti að fá að hlaupa frjáls um, eins og hann sjálfur. Faðir hans hafði verið frjálslyndur og komið fram með ýmsar nýjungar. Ein af þeim var, að börnin á herragarðinum ælust upp við frjálsræði og umgengjust 40 VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.