Vikan - 19.01.1978, Page 45
ÞETTA ER
SONUR ÞINN
hvert annað, það skipti engu máli,
hvort þau bjuggu í vinnumanna-
bústöðunum eða sjálfum herragarð-
inum. Mattías — sonur hans!
Lúkasi hlýnaði um hjartaræturnar.
Loksins hafði hann eignast það,
sem hann þráði mest í lífinu. Konu,
barn og von um fleiri börn. Fjöl-
skyldan var hans lífakkeri. Hann
ætlaði ekki að draga lengur að
komast að því, hvað hrjáði Ebbu.
Strax og hún kæmi heim frá
Mattisgarði ætlaði hann að ræða
við hana.
Það er ekki vafamál, að eitthvað
amar að, hugsaði hann, þegar hann
nokkrum tímum síðar stóð og
veifaði eftir vagninum. Ebba sat í
aftursætinu sveipuð köflóttu teppi.
Hún veifaði til hans, og þrátt fyrir
fjarlægðina sá hann, hve hún var föl
og guggin.
Vagninn ók áfram og hvarf alveg.
Þegar þau voru komin upp á
hæðina ofan við Steina, bað Ebba
r
ekilinn að staðnæmast. Hún sat
kyrr í vagninum og leit um öxl niður
yfir landareignina. Þarna var heim-
ili hennar. En henni fannst hún ekki
lengur eiga þarna heima. Hún var
einmana, rótlaus og óörugg. Hún
lifði í blekkingum og lygum og
vissan um það kvaldi hana.
Þau héldu áfram þögul. Það var
ekki, fyrr en þau voru næstum á
leiðarenda, að Jóhanna sagði: — Ég
held, að ég setjist aftur að hér
heima á Ási.
— Ég skil, sagði Ebba þreytulega
— Þú kannt ekki við þig á Steinum.
En þið Sigríður hafið aldrei átt skap
saman.
— Ég ætla ekki að vera hjá þeim.
Ég flyt til Elsbetar. Kofinn er
nógu stór, við bjuggum þar sjö hér
áður. Maður snýr heim að lokum.
— Já, sagði Ebba bara, en bætti
svo við eins og við sjálfa sig. — En
ef maður veit ekki, hvar maður á
heima. Þegar maður hefur engan
rétt til._
Jóhönnu gafst ekki tími til að
svara. Vagninn ók í hlaðið, og Jón
kom út til að taka á móti þeim.
Systkinin tóku vel á móti henni.
Vagninn frá Steinum, glaðlegur
ekillinn og fallega kápan hennar
höfðu áhrif á þá, sem alltaf hugsuðu
um veraldlega hluti. Næsta dag
fóru þau um húsin, litu í kistur og
skápa og töldu eignirnar. Þau fóru
um akra og engi, og öllu var skipt í
fjóra hluta.
Ebba sagði ekki margt. Hún tók
eftir því, hve Magda var nákvæm
við skiptin, en hún tók líka eftir því,
að eldri systir hennar gætti réttar
hennar, eins og síns eigin. Hún
hefði ekki þurft að hafa áhyggjur.
Hún fyrirvarð sig.
— Þú skiptir réttlátlega, Magda,
sagði hún.
— Rétt skal vera rétt, svaraði
Magda, og andlit hennar var
hörkulegt. — Það hefur kannski
hvarflað að manni að ná einhverju
undir sig, en slíkt hefnir sín. Það
hefur ekkert gott í för með sér að
hafa brögð í tafli.
Ebba eldroðnaði, en systirin
horfði ekki á hana. Hún hafði ekki
sagt orðin með sérstökum raddblæ,
ekki lagt neina dulda meiningu í
þau. Þetta var hennar lífsskóðun,
og hún lifði í samræmi við hana.
Ebba varð eftir inni í stóru
stofunni, þegar þau hin fóru. Hún
litaðist um. Jón myndi kannski
gera ýmsar breytingar hér núna,
Sigríður kaus ef til vill að breyta,
svo léttara yrði að hirða húsið. En
enn sem komið var stóð stóra,
hvítskúraða langborðið á sama stað
og hún mundi það, og þarna var
• stóll föður hennar við borðsendann.
Hún sá hann fyrir sér, sveran og
mikinn — þegar hún var barn hafði
hún oft óttast hann. Þungu, dökku
skáparnir með rósamálningunni
stóðu ennþá við vegginn, hlaðnir
silfri og tini. Erfðagripir, hlutir,
sem höfðu erfst mann fram af
manni. Það þótti vansæmd þeim
manni, sem ekki lét eftir sig
eitthvað til barna og barnabama.
En það voru ekki bara hlutir, sem
' erfðust....
' Ebba gekk hugsandi út gegnum
dymar og gekk alein út úr húsinu
og niður yfir túnið að læknum. Þar
snéri hún sér við og horfði upp að
bænum. Þarna stóð hann traustur
og ömggt vé sínu fólki. Þarna hafði
hann staðið í aldaraðir, heimili
Mattisbændanna.
Allt í einu fann hún eflast með
sér ró og styrk. Gamli Mats
Mattison og forfeður hans vom
kannski mestu hörkutól, en þeir
höfðu aldrei reynt að gera sig betri
en þeir vom, og þeir höfðu aldrei
farið með lygar. Hér var hennar
heimur, hún átti hér sínar rætur.
Hún varð að sýna, að hún yrði
Það er banastuð a
BANDAG
Minnsti kostnaður pr. ekinn km.
BANDAG er ífararbroddi. BANDAG erekki eftirlíkinq.
BANDAG ereina sólunaraðferðin sem innifelur full -
komna viðgeróarþjónustu fyrir sólun og það án
aukagjalds. Lengri ending á sjálfum hjólbarðanum.
Betra jafnvægi. Springa sjaldnar og kosta^
minna í viðgerðir Lengsta ending
sólaðra hjólbarða.
Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 sími 8
ó. I DL. VIK.AN 41