Vikan - 19.01.1978, Page 46
ættinni ekki til skammar. Á
Steinum hafði henni á stundum liðið
eins og öskubusku, henni hafði
fundist hún Iítil innan um allt
rikidæmið og fínheitin. Hér fann
hún aftur sjálfa sig.
Hún ætlaði að segja Lúkasi allt af
létta. Hún gat gert það núna, þegar
Júlía var farin til Stokkhólms —
eftir að hún hafði fallist á að taka
við peningunum. Hún hafði ágæt
efni núna, arfurinn var meira en
nógur til að greiða nómskostnað
Júlíu.
Já, Ebba hafði keypt hana til að
þegja, en hún hafði ekki öðlast eigin
sálarfrið. Það yrði ekki fyrr en hún
opnaði hjarta sitt fyrir manninum
sínum. Hans vegna hafði hún gert
það, sem hún hafði gert. En ekkert
réttlætti svik, það sannfærðist hún
nú um, þegar hún fann kraft
forfeðra sinna streyma um sig. Hún
hafði reynt að hlífa Lúkasi, og henni
hafði heppnast það. En Lúkas var
ekkert bam og hún ekki heldur. Þau
urðu í sameiningu að greiða úr þeim
vanda, sem hún hafði komið sér í.
Hún hafði óttast afleiðingar gerða
sinna, en hún varð að taka þeim.
það var engin undankomuleið. Hún
gat ekki lifað lengur með lyginni.
Magda hafði á réttu að standa, það
færði engum gæfu að svíkja.
ÞEGAR Lúkas kom nokkrum
dögum síðar til að sækja hana, tók
hún á móti honum á hlaðinu. Hún
leit ekki undan augnaráði hans
núna, eins og áður. Hún snéri ekki
andlitinu lengur undan. Hún horfði
á hann, og andlit hennar var fölt, en
rólegt.
— Komdu, Lúkas, sagði hún. —
Ég þarf að segja þér nokkuð.
Þau gengu saman niður að
læknum, og Ebba hélt fast í hönd
hans. Þar staðnæmdist hún og herti
enn takið um hönd hans.
— Lúk.as, ég verð að segja það.
Mattías — drengurinn — hann er
ekki sonur þinn....
HAUSTVINDURINN blés kalt
um þau. Lúkas var nófölur. Þrátt
fyrir vindkulið spratt sviti fram á
enni hans, eins og hann væri með
hita. Þetta var eins og í martröð.
Þetta gat ekki verið satt, Ebba var
ekki að segja sannleikann.
— Þú sagðir.. stundi hann upp.
Rödd hennar var yfirleitt alltaf
mild og þýð, næstum afsakandi. En
nú hljómaði hún öðruvísi. Hún
hafði fulla stjóm á sér, hafði öðlast
styrk og kraft til að takast á við
örlögin. Augu hennar lýstu að með-
aumkvun.
— Ég hefi loksins sagt þér.
sannleikann, svarði hún. — Ég
sagði, að Mattias væri ekki sonur
þinn.
Hann kom ekki upp nokkm orði.
Þetta var þá satt. Það var eins og
vindurinn yrði heitur og kæfandi,
og sólin glotti í sindrandi vatni
lækjarins.
— Hann er ekki heldur sonur
minn, hélt Ebba áfram styrkum
rómi. — Hann er ekki okkar bam,
Lúkas. Ég.... ég stal honum.
Eitt augnablik virtist röddin ætla
að bresta, en hún varð að halda
áfram. Hún varð að tala opinskátt
um allt, ekkert mátti vera ósagt
milli þeirra lengur.
— Hvað, hvað gerðirðu?
Þetta gat ekki verið satt. Þetta
ÞETTA ER
SONUR ÞINN
var ljótur draumur, eitthvað sem
Ebba fann upp á, eitthvert hugar-
fóstur hennar. Hún var ekki búin að
jafna sig eftir veikindin. Svo var
hún vanfær, það gat átt sínar
orsakir. Lúkas rétti úr sér og horfði
á konu sina.
Og þá skildi hann.
— Þú segir satt, sagði hann
þunglega. — Já, en það dugir ekki
að standa hér í kuldanum. Vindur-
inn er nístandi kaldur. Við skulum
fara upp í gestastofu, þar ónáðar
okkur enginn.
Hurðin inn í svefnherbergið var
aftur, Ebba var því fegin. Hún vildi
ekki sjá herbergið aftur, ef hún gat
verið laus við það. Það var kveikt
upp í arninum í sjálfri stofunni, það
var gert dag hvern til að komast hjá
raka. Það snarkaði notalega í
eldinum.
Hún gekk nær eldinum, en Lúkas
settist við borðið. Blóðið þaut í
æðum hans, og það hamraði og
söng í höfðinu. Hann þurfti ekki
meiri hita.
Hann opnaði munninn til að
spyrja, en Ebba varð á undan.
— Ekki segja neitt. Leyfðu mér
að tala, sagði hún. — Þú getur
treyst mér héðan í frá, ég dreg ekkert
undan. Ég ætla ekki að gera mig
betri en ég er, ekki fegra neitt það,
sem ég hefi gert. En nú mun ég
segja þér allt sem gerðist, allt
saman.
OG EINS OG Júlía hafði sagt
Henrik frá Mattíasi litla, sagði
Ebba Lúkasi frá barninu. En það
sem Júlía lét ósagt, sagði Ebba frá
— ekki sem afsökun, heldur til
skýringar. Að hún hefði gert það til
að gefa honum barn, friskt og
fallega skapað barn. Og að í hjarta
sínu vonáðist hún eftir fleiri börnum
fyrir hann og þau bæði.
— Þetta var vel meint, sagði hún
og var tregt um mál. — Þetta var
vel meint, Lúkas, og þó svo fráleitt.
Það er satt, sem Magda sagði,
þegar við skiptum arfinum — þvi
fylgir engin gæfa að hafa brögð í
tófli.
Lúkas reyndi að hafa stjórn á
skapi sínu, hann var rauður í andliti
og tennurnar samanbitnar. Hann
varð að halda aftur af sér til að
svara ekki skætingi. Honum fannst
hann hafður að fífli, trúgjarn og
kjánalegur. Hann hafði verið svo
hamingjusamur með Mattías, látið
sig dreyma um drenginn og framtið
hans, vonað, að hann eignaðist
systkini...
— En sú von var enn til sataðar.
Hann hélt aftur af sér, og orðin,
sem hann langaði mest til að öskra
að henni, voru ósögð. Hann leit
hægt upp og til Ebbu, í augum
hennar sá hann ást og blíðu.
— Hvers vegna gérðir þú þetta?
spurði hann að lokum þreytulega.
— Hvers vegna teystir þú mér ekki
betur en svo, að þú kaust að bera
allt ein?
— Það er misskilningur þinn, að
ég treysti þér ekki. Þú mátt ekki
halda neitt slíkt, Lúkas. Rödd
hennar var angistarleg, eins og hjá
óttaslegnu barni. — Það var af
því... Æi, ég hefi allan tímann
vitað... Þau sögðu það við mig,
þegar þú komst til að tala við pabba
um mig... þá sögðu þær það báðar,
Magda og Sigríður. Og ég skildi það
líka sjálf.
— Hvað skildir þú? Hvað sögðu
þær við þig?
— Þú sagðir það líka sjálfur!
Augnaráð Ebbu var vandræða-
legt, augun stór og dimm. Þau
stórðu og horfðu hvort á annað, og
nú var það ekki lengur spurning um
barnið og hvað Ebba hafði gert.
Hendur Lúkasar skulfu, hann stakk
þeim í vasann og kreppti hnefana.
— Hvað áttu við? sagði hann. —
Hvað hefi ég sagt? Hvað er það,
sem þú hefur talið þér trú um,
Ebba?
— Að þú vildir giftast mér, vegna
þess að þú þarfnaðist konu til að ala
þér hraust börn. Konan þín var
dáin, þú þurftir að fá konu eins og
mig, sem var vel ættuð og ung. Þú
varst einmana og Amalía veik. Þær
sögðu, að Steinar hefðu gengið i arf
í marga ættliði, og ég skildi það,
það er eins og með býlið hérna.
Lúkas, sagði Ebba og hafði nú
betra vald yfir röddinni. — Lúkas,
það er rétt. Maður má ekki svíkja
forfeður sína. Ég ætlaði að gera
það, og það er rangt. En Lúkas,
ég....
— Svo að þú fórnaðir þér þá? Af
meðaumkvun með manni, sem var
einmana með veika barnið sitt. Þú
vorkenndir mér og fékkst þig ekki
til að neita mér. Var það þannig
Ebba?
— Hreint ekki! Hún snéri sér frá
eldinum, stóð þarna bein í baki og
föl í andliti, en augun glóðu.
— Ég fórnaði mér alls ekki. Ég
vissi, að þú kvæntist mér af
hagsýnissjónarmiðum, enég....
— En þú — hvað? Talaðu
þannig, að ég skilji þig.
— Ég elska þig, svaraði Ebba og
var hnarreist og stolt. — Ég hefi
elskað þig frá fyrstu sýn, og ég hefi
elskað þig hverja stund síðan. Ég
hefi vonað, að einn dag myndir þú
líka... og þess vegna þorði ég ekki
að segja þér, að barnið okkar hefði
fæðst andvana. Ég var hrædd.
42VIKAN 3. TBL.