Vikan


Vikan - 19.01.1978, Side 47

Vikan - 19.01.1978, Side 47
- Hrædd? — Hrædd við, að þú kynnir að iðrast. Hrædd um, að þér fyndist þú hafa valið rangt. Hrædd um, að þú myndir aldrei geta elskað mig, eins og ég þráði.... Rödd Ebbu var lág og hás. Lúksa tók gólfið i löngum skrefum og lagði báðar hendur á axlir hennar. — Segðu það aftur, sagði hann og andaði þungt. — Segðu það aftur Ebba. Að þú... — Að ég elska þig? Hún brosti, og varir hennar skulfu. — Lúkas, ég elska þig. Ég hefi alltaf gert það frá því við sáumst í fyrsta sinn. Ég mun ætíð elska þig. En ég veit, að... — Hefi ég verið þetta bölvað fífl, sagði hann. — Hættu að segja, en! Hættu að trúa þvaðrinu i systur þinni og mágkonu. Ebba, hvernig heldur þú, að það sé fyrir mann á minum aldri að verða yfir sig ástfanginn. Og það af stúlku, sem gæti næstum verið dóttir mín. Ég þorði ekki að tjá þér ást mína, ég var hræddur, ég stóri, sterki karlmaðurinn! Hinn voldugi stór- bóndi á Steinum, var hræddur eins og smástrákur. — Varst þú hræddur? sagði Ebba, og tárin runnu niður kinnar hennar. — En hvers vegna? Hvers vegna skyldir þú vera hræddur? — Vegna þess að ég var einmitt það sem þú hefur áður sagt, einmana og óhamingjusamur. Ég var búinn að ákveða að kvænast aldrei aftur. Ég vissi ekki ástæðuna fyrir þvi, að báðir synir mínir dóu nokkura daga gamlir, né hvers vegna Amalía var sjúk. Að vísu var móðir þeirra ekki heil heilsu, en það gat lika verið mín sök, jafnvel þó ekki sé vitað um arfgenga sjúkdóma i ættinni, svo langt sem ég hefi getað fylgt eftir. En öll þrjú. Ef sökin var mín, vildi ég ekki draga aðra með mér í ógæfuna. Ég hafði því ákveðið að vera ógiftur. En svo kynntist ég þér. Hann dró hana að sér. — Ebba, • ég hefi elskað þig frá fyrstu stund, ég mun alltaf elska þig. Skilur þú það? En ég var alltaf að hugsa um, hve ung þú værir, og að þú kannski iðraðist... Já, en nú segjum við hvort öðru sannleikann. Ég hélt, að þú hefðir játast mér til að komast að heiman, að pabbi þinn væri strangur og hálfsystkini þín væru þér mótfallin, og þú vildir losna frá þeim öllum. Ég hélt líka, að þér geðjaðist vel tilhugsunin um að verða frú á Steinum og að það hefði líka verið þess vegna, sem þú sagðir já. — Lúkas!! — Ebba, elskan mín. Svona lagað gerist oft. En, mikill heigull hefi ég verið að þora aldrei að tala af hreinskilni. Ég vonaði bara, að þú með tímanum lærðir að elska mig. — Ó, þú... Hún vafði handleggjunum um háls hans og þrýsti votum vangan- um að hans. Hún þorði að tjá honum ást sína núna. Hann hélt henni þétt að sé langa stund, svo fast, að það var næstum sárt, og þegar hann sleppti henni, voru augu hans tárvot. - — Ég er liklega fyrsti maðurinn í sögu kristninnar, sem fæ að upplifa hamingjuna sama dag og ég fæ að vita, að sonur minn er ekki mitt barn! En Ebba, hvernig eigum við að greiða úr þessu? Hvað með Júlíu? — Ég fékk hana til að lofa að þegja, sagði Ebba stillilega. — í staðinn lofaði ég að kosta hana til náms í söng. Þess vegna þarfnaðist ég arfsins eftir föður minn. Lúkas hló. — Og ég hélt, að þú værir að verða aurasjúk! Við gátum ekki einu sinni rætt um það, Ebba. Aldrei framar skal neitt fá að koma upp á milli okkar. Viltu heita mér því? Hún kinkaði þögul kolli. Nei, ekkert skyldi fá að koma upp á milli þeirra, hvað sem gerðist myndi Lúkas verða á hennar bandi, hún var sannfærð um það nú. EN ÞÖ AÐ Júlía hefði tekið við peningum og lofað að þegja, vissu þau bæði, að þar með væri málið ekki úr sögunni. Enn var síðasta orðið í þessu máli ósagt. Það varð að finna lausn á vandanum. — Eitt vil ég segja strax, sagði Lúkas. — Aldrei — aldrei munum við gefa Mattias frá okkur. Hann er þinn. Þú hefur barist fyrir lífi hans og bjargað honum úr klóm dauðans. Hans eigin móðir lyfti ekki svo mikið sem fingri honum til bjargar. Framhald í næsta blaði enskan kemur sér víöa vel í Bréfaskólanum getur þú lært ensku, bæöi ritmál og talmál, og fylgja þá snældur (kassettur) námsefninu. Einnig getur þú lært dönsku, sænsku og þýsku í rólegheitum heima hjá þér, auk frönsku, spænsku, ítölsku, rússnesku og esperanto. Þar fyrir utan býðst þér m.a. kennsla í bók - færslu og vélritun, ásamt siglingafræöi. Hún dugar þér tii prófs, sem veitir skipstjórnar - réttindi á skip allt aö 30 tonnum aö stærö. Hringdu í síma 81255 og láttu innrita þig strax. Bréfaskólinn Suóurlandsbraut 32. 105 Reykjavik Simi 812 55 3. TBL. VIKAN43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.