Vikan


Vikan - 19.01.1978, Page 48

Vikan - 19.01.1978, Page 48
Nei, maðurinn á myndinni er ekki með neitt skraut eða gervi, heldur sínar eiginlegu neglur, sem hann hefur safnað á síöustu fimmtán árum. Maðurinn heitir Murari Aditya og á heima í Kalkútta. Hann er talinn hafa lengstu neglur í heimi, en samanlögð lengd naglanna á vinstri hönd hans er 179,07 sm. Ekki vitum við, hvernig aumingja maðurinn fer að því að varðveita þessa dýrgripi, og varla er vinstri höndin honum til mikils gagns. Lengsta nögl, sem mælst hefur á einum fingri manns, var 58,4 sm löng og hafði vaxið í 11 ár. Eigandi hennar er Romesh Sharma frá Delhi. SKEGGIÐ VARÐ SAFNGRIPUR En fólk hefur safnað fleiru en nöglum. T.d. er ekki vitaö til, að nokkur maður hafi síðara hár en Swami Pandarasannadhi, yfir- maður Thiruvadu Thurai klaust- ursins á Indlandi. Hár hans mældist 7,93 m á lengd árið 1949. Lengsta skegg veraldar átti hins vegar Hans N. Langseth (fæddur 1846 í Noregi), en það mældist 5,33 m við dauða hans árið 1927. Hafði hann þá dvalist 15 ár í Bandaríkjunum. Skeggið varvarð- veitt og gefið Smithsonian Insti- tition í Washington áriö 1967. Lengsta yfirskegg, sem sögur fara af, átti Masuriya Din (f. 1908), hindúaprestur í Partabharh-héraði í Uttar Pradesh, Indlandi. Á árunum 1949 til 1962 óx það í að veröa 2,59 m endanna á milli. LENGSTI DRAUMURINN Draumsvefn einkennist af hröð- um augnhreygingum, og er hann nefndur REM-fasi svefns. REM- fasinn er við venjulegar aöstæður um það bil 20 mínútna langur að meðaltali. Við sálarfræöideild Háskólans í lllinois í Bandaríkjun- um mældist REM-fasi Bill Carsk- adon 2 klukkustundir og 23 mínútur, 15. febrúar 1967, eftirað svefn hans hafði verið truflaður um tíma, og er það lengsti REM-fasi, sem sögur fara af. Það hefði ekki verið amalegt fyrir draumráðanda Vikunnar að kom- ast í færi við slíkan draum! ÁFENGISMAGN Sterkasta alkóhólblanda, sem fæst við eimun, er 95,6% etanól (miðað við rúmtak). Einna sterk- asta áfengiö, sem selt er til neyslu, er „Everclear," 95% etanól selt í 31 bandarísku fylki til blöndunar í heimagerða líkjöra o.þ.h. Sterk- asta áfengið, sem selt er í ÁTVR, mun vera bandarískur viskílíkjör, Southern Comfort, 50% (100° proof), en af innlendri framleiðslu er mestur áfengisstyrkur (45%) í tindavodka og hvannarrótar- brennivíni. AFKASTAMIKLIR RIT- HÖFUNDAR___________________ Mestur sagnafjöldi, sem nokkur rithöfundur hefur skrifað, er 904. Það met á Kathleen Lindsay (frú Mary Faulkner) (1903-1973) í Somerset West, Höföanýlendu í Suður-Afríku. Hún notaði sex höfundarnöfn, þar af tvö karl- mannsnöfn. Enski rithöfundurinn Enid Mary Blyton (1898-1968) skrifaði alls 600 sögur handa börnum og unglingum, margar stuttar, þar af 59 á árinu 1955. Hún á þýðingarmet á tungumál, en bækur hennar hafa verið þýddar á 128 tungur. SÁLMUR Á KORTÉRI Bandarísk kona, frú Francis (Fanny) Jane Van Alstyne (fædd Crosby) (1820-1915) er afkasta- mesta sálmaskáld sem vitað er um, en hún orti 8500 sálma, þótt hún væri blind frá því hún var sex vikna gömul. Sagt er, að hún hafi verið stundarfjórðung með sálm- inn. LENGSTA KVIKMYNDIN Lengsta kvikmynd, sem nokk- urn tíma hefur verið gerð, er eftir Andy Warhol (f. í Cleveland, Ohio í Bandaríkjunum, 1931), 24ra BINNI GAMLI OG PINNI! Lífseigasta teiknimyndasería ( blöðum er Binni og Pinni, sem fyrst komu fram ( ,,New York Journal" 12. des. 1897, teiknaðir af Rudolph Dirks, og hafa haldið velli síðan, nú teiknaðir af Joe Musial. Annars eru Stína og Stjáni útbreiddust, og birtist sú mynda- saga nú ( 1600 blöðum í 50 löndum. stunda mynd. Myndin seldist ekki, og varð enginn hissa á því nema framleiðandinn, en síðan var hún stytt niður í 90 mínútur og sett á markað undir nafninu Ástir Únd- ínu. HIMNASVÍTA Á HÁLFA MILLJÓN___________________ Dýrasta gistihúsnæði heims mun vera Himnasvítan (The Celestial Suite) á ' níundu hæð Astroworld Hotel Houston ( Texas, þar sem leigan er 480 þúsund krónur fyrir daginn. Samanborið við þetta er hálfgerð- ur niðursetningsbragur á að hýrast í forsetasvítunni ( Waldorf Astoria í New York fyrir rúmlega 150 þúsund krónur á dag. MET í MÁLÆÐI Tim Harty frá Coon Rapids í Minnesota masaði stanslaust (144 klukkustundir og 4 mínútur 27. janúartil 2. febrúar 1975. Kvenna- met í kjaftagangi á hinsvegar frú Mary E. Davis. Frúin byrjaði ( útvarpsstöð ( Buffalo, New York 2. september 1958 og hætti ekki fyrr en í Tulsa, Oklahoma 110 klst:30 mín. og 5 sek.-seinna hinn 7. september. SJALDGÆFASTA Um þaö keppa 20 tungumál, sem enginn getur lengur notað ( samtölum við annað fólk, af þvf að aðeins er einn maður enn á Iffi, sem kann þau. Meðal þessara

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.