Vikan


Vikan - 19.01.1978, Síða 49

Vikan - 19.01.1978, Síða 49
est og minnst deyjandi mála eru sex indíánamál i Norður-Ameríku. I Alaska eru systur tvær einu manneskjurnar, semtala eyak, þærnota það, þegar þær hittast! LENGSTA SETNINGIN____________ SETNING, SEM NÆR YFIR 1300 orð, er í sögunni Absaloam Absaloam eftir bandaríska rit- höfundinn William Faulkner. ( ,,Sögu Guðs kirkju" (útg. um 1884) eftir Sylvester Hassell frá Wilson í North-Carolina, Banda- ríkjunum, er ein setningin 3153 orð, með 86 semíkommum og 390 kommum. ORGELLEIKARI Í 81 ÁR Úthaldsbesti orgelleikari sem sögur fara af var 81 ár að stárfi, Charles Bridgeman (1779-1873) í Allra heilagra kirkju í Hertford í Englandi. Hann tók við starfi þar árið 1792og hélt því til dánardags. ÍSRAELIR SLÁ ÍSLENDINGA ÚT ísraelsmenn eru manna drýgstir við sykurát, neyslan þar árið 1974 var til jafnaðar 166 g á dag á íbúa. Þetta met tóku ísraelir af íslend- ingum sem voru leiðandi þjóð í sykurneyslu til skamms tíma, með 149 g á mann á dag að meðaltali árin 1964-66. Lægst skráð sykur- neysla er í Kína, 13,1 g á mann á dag. SÆLGÆTIÐ FER Í BRETANA Mestu sælgætisætur f heimi eru íbúar Bretlands, er neyttu til jafnaðar á viku 221 gramms af sætindum hver árið 1971. i Skotlandi fór samsvarandi tala yfir 225 g árið 1968. VERSTI BÍLSTJÓRINN Eflaust verða margir til að veita harða samkeppni um titilinn versti bílstjóri heims, en 75 ára karlmað- ur í McKinney í Texas í Banda- ríkjunum þykir mjög sigurstrang- legur. Á aðeins tuttugu mínútum náði hann, hinn 15. október 1966, að fá 10 sektarmiða, aka fjórum sinnum á öfugum vegarhelmingi, ók að auki fjórum sinnum á og varð valdur að sex öðrum um- ferðarslysum. SKYLDU ÞAU VERA ORÐIN HJÓN? Bandarísku hjónin James og Mary Grady, frá lllinois, hafa gifst hvort öðru 40 sinnum, (fyrst árið 1937), til þess að mótmæla tilvist hjónaskilnaða. Þau hafa meðal annars verið gefin saman í 25 fylkjum Bandaríkjanna, ( Kanada, Egyptalandi og Englandi, þrisvar samdægurs (16. desember 1968), tvisvar á einni klukkustund og tvisvar í sjónvarpi. BÆTUR FRÁ HINU OPINBERA Ungfrú Millident Barcley, fæddist 10. júlí 1879, skömmu eftir dauða föður síns, Williams Barcley sveitarforingja í breska hernum og átti því rétt á bótum frá hernum, þar til hún giftist. Hún dó ógift 26. október 1969 og hafði þá þegið bæturnar í 97 ár og 3 mánuði, og er þar sennilega um heimsmet að ræða. ENGINN BÍLAVINUR Fram til október 1974 hafði Dick Sheppard frá Gloucester, Engl- andi tekist að eyðileggja 1158 bíla og geri aðrir betur. HEIMILD: Heimsmetabók Guinness í íslenskri útgáfu frá Erni og Örlygi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.