Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 12
4 efast um, að kúnni, sem kemur einu sinni í viku, tali öllu meira við aðra en hárgreið slumanninn. — En þegar þú ert sjálfur i slæmu skapi? Sólveig: Hann er ákaflega sjaldan í slæmu skapi, hann má eiga það! Eirikur: Þetta er rétt, en það er mjög óþægileg tilfinning, ef skapið er að versna. Þá reynir maður einhvern veginn að finna bjartari hlið á tilverunni — maður hefur bara ekkert leyfi til að vera í vondu skapi í þessari vinnu. Fólkið kemur ekki til að borga fyrir einhver ónot. Annars kynnist maður margskonar fólki og margskonar viðhorfum, þannig að maður getur orðið mikill hfsspekingur í þessu starfi, ef maður kann að draga einhvern lærdóm af þessu. — Er vinnan á stofunni afslöppun fyrir þig, Sólveig, eða öfugt? Sólveig: Mér finnst það góð afslöppun og hvíld frá náminu að geta unnið dag og dag i hárgreiðslunni. Ég vildi ekki missa af því. Þegar maður situr og les allan liðlangan daginn, hefur maður gott af því að standa við þetta starf. Börnin mega ekki heyra nefnt að fara héðan — Hvernig finnst ykkur að vera orðnir Mosfellssveitungar? Sólveig: Það er áberandi meiri ró yfir öllu hér. Þetta er að sjálfsögðu svefnbær, eins og það er kallað, því flestir sækja sina vinnu til Reykja- Ivíkur. Eirikur: Börnin okkar mega ekki heyra það nefnt, að við förum héðan. Skólarnir eru góðir, og þeim liður mjög vel hérna. Sólveig: Það er spennandi fyrir krakka að vera hér. Fjaran er hér skammt frá, og þau eru á skiðum í brekkunni, sem liggur niður að fjörunni. Svo eru hesthúsin hér rétt hjá, og stundum fá þau að fara á bak. Hér er talsverð snerting við sveitahf, og þau kunna vel að meta það. Eiríkur: Við erum sex til sjö minútum lengur að aka hingað en í Árbæjarhverfið, það er allt og sumt. Enn sem komið er höfum við lítið farið hér á mannamót, en við höfum áhuga á því að efla Framsóknarflokkinn hér, því við höfum bæði talsverðan áhuga á pólitík, sitjum reyndar bæði flokksþing Framsóknarflokksins núna i marsmánuði. — Snéri Sólveigþér, eða....? Eirikur: Ég athugaði málin mjög gaumgæfilega og kynnti mér stefnu flokkanna og komst að þvi, að þetta var besta stefnan. Klassakvikindið hann Labbi — Nú langar mig að fræðast eitthvað um þennan mikla hund ykkar, sem gerði okkur reyndar dáhtið bylt við, þegar við komum að húsinu. Eirikur: Frændi Sólveigar á hund af Labradorkyni, og við urðum svo hrifinn af honum, að við ákváðum, að einhvern tíma skyldum við eignast shkan hund. Við biðum í rúmt ár, þangað til við fengum hann. Móðir hans heitir Tinna og er frá Miðdal i Mosfellssveit, og faðirinn er hasshundurinn Prins. Þetta er áreiðan- lega þægilegasta hundakyn, sem hægt er að fá á heimili. Það heyrist eiginlega aldrei bofs frá honum, hann er alltaf afslappaður og minnir mann oftast á þreytt gamalmenni. En hann breytist víst, þegar hann verður fullvaxinn. Sólveig: Hann stækkar svo ört, að hann virðist fara með alla orku í vöxtinn. Hann bíður eftir krökkunum, þegar þau koma úr skólanum, þannig að segja má, að þau komi ekki að tómum kofanum. Hann veit alveg, hvenær þau eru væntanleg. Eirikur: Þegar hann er búinn að borða kvöldmatinn sefur hann, þangað til krakkarnir koma heim i hádeginu. Þá fara þau með hann út í smátíma, og þá sofnar hann aftur. Æth hann sofi ekki nálægt 20 tímum á sólarhring. Sólveig: Ég segi það nú ekki... Eiríkur: Hann Labbi? Ekki minna en átján tíma! Þetta er klassakvikindi. Sólveig: Við gefum honum mest hálsæðar, sem kosta 130 krónur kílóið, einnig brauð og stöku sinnum hunda- mat úr dós. Við höfum passað okkur á því að gefa honum aðeins úr dallinum og reynum að ala hann þannig upp, að hann verði ekki sníkinn. Eirikur: Ömmurnar eru svohtið hættulegar, þær eru að lauma að honum bita og bita, en það má ekki venja hunda á shkt, því þá verður aldrei friður við matborðið. — Að lokum, Eirikur, þegar frúin er orðinn lögfræðingur, hvað ætlar þú að gera? Eiríkur: Ég get nú reyndar ekki hugsað mér að verða gamall í minu fagi, og það er m.a. þessvegna, sem ég styð Sólveigu með ráðum og dáð í hennar námi. Ætli ég svari ekki í simann á lögfræðiskrifstofunni og sæki pylsur! SJ. veitingastjóri á Hótel Loftleiöum og Einar S. Einarsson forseti SÍ. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra spjallar við Harald Blöndal, sem á saeti í varastjórn SÍ. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, að tafli við Sigfús Kristjánsson, tollvörð á Keflavíkur- flugvelli, en hann er í varastjórn Sl. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi forseta SÍ, og Högna Torfason, varaforseta SÍ. 12VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.