Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 44
Munið þið Olgu Fikotovu
og Harold Conolly, sem hittust
á Olympíuleikjunum
í Melbourne
1956?
Vinstri handleggurinn á Harold Olga Fikotova hlaut gullid i
Conolly var lamadur, þegar hann var kringlukastinu i Melbourne 1956.
barn, en þótt hann væri nú styttri og Sú barátta varð henni ólikt
veikari en sá hægri, tókst honum að auðveldari en baráttan fyrir þvi að
kasta sleggjunni lengst allra á fá að giftast manninum, sem hún
Ólympiuleikunum iMelbourne. kynntist á þeim sömu leikum.
Ást þeirr.
Olga Fikotova, tékkneski kringlukastarinn,
hafði aldrei heyrt Harold Conolly nefndan
á nafn, þegar hún bókstaflega féll i fang
hans.
Það var ást við fyrstu sýn, — og
ástarævintýri Olympíuleikjanna í
Melbourne.
En það voru margar hindranir á vegi
elskendanna. Árið 1956 var ástarsamband
milli Bandarikjamanns ogaustan-
tjaldsstúlku útilokað frá pólitísku
sjónarmiði.
44 VIK.AN I BL.
þvi að skiptast á hringum fyrir augliti heimsins.
Það rigndi, þegar tékkneska
flugvélin lenti í Melbourne með
Olympíuliðið. Olga Fikotova brosti
vonglöð. Kannski boðaði það gæfu?
í Tékkóslóvakíu er það þjóðtrú, að
ef rignir, þegar komið er til nýrra
staða, boðar það gæfu. En hver
myndi höndla hamingjuna? Eftir 11
daga áttu leikarnir að hefjast. Olga
var ein af þremur kvenkringlu-
kösturum Tékka. Hún átti ekki von
á að sigra í sinni grein, en var
ákveðin i að vinna til verðlauna.
Ekki grunaði hana, að rigningin
gæti boðað annars konar hamingju
en þá, sem íþróttaafrek hennar
hugsanlega færðu henni.
Daginn eftir fór hún á æfinga-
svæðið. Án þess að vita það.var hún
á leið til fundar, sem átti eftir að
gerbreyta llfi hennar.
Á vellinum biðu hinar stúlkurnar
tvær og þjálfari þeirra, Zbynek.
Eftir klukkustundar æfingu gerði
hann hlé og sagði:
— Þér gengur vel, Olga. En þú
mátt ekki leggja of hart að þér
fyrsta daginn. Nú förum við og
fáum okkur að borða.
Olga kinkaði kolli til samþykkis:
— Ég ætla bara að ganga frá kringl-
unni.
Olgahit ti r Ha rold.
Hún hljóp að vagninum, þar sem
skápar voru fyrir íþróttatækin, og
henti kringlunni inn í hillu og þaut
svo út aftur og beint í fangið á
manni, sem var á leið inn í vagninn.
Ferðin á þeim var svo mikil, að þau
duttu um koll.
Meðan þau studdu hvort annað á
fætur aftur, sá Olga, að þvert yfir
brjóstið á treyjunni hans stóð USA.
Hún stamaði afsakandi á ensku: —
Fyrirgefðu. Þú hefur vonandi ekki
meitt þig?
— Allt í lagi með mig. Ég heiti
Harold Conolly og er sleggjukastari.
Hvað heitir þú?
Olga kynnti sig, og Conolly
spurði, hvort hún væri að fara á
æfingu.
— Nei, ég var að ljúka æfingu
núna, svaraði hún. — En ég held
áfram síðdegis. Ég æfi alltaf tvisvar
á dag. Og ég mun gera svo einnig á
morgun, þó það sé afmælisdagurinn
minn.
Hún beit sig í vörina og undraðist,
því í ósköpunum hún væri að tala
um afmælið sitt. Conolly var blá-
ókunnugur maður. En eitthvað í fari
hins myndarlega og sterklega
Bandaríkjamanns heillaði hana, hún
vildi draga samtalið á langinn.
— Ég ætla að koma og horfa á þig
æfa á morgun, sagði hann og brosti
breitt.
„Hann var aðlaðandi. ”
Þegar Olga og Zbynek gengu
saman til matsalarins spurði hann: