Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 42
horfa á konu sína — eftir tuttugu og fimm ár. En í hvert sinn, sem hún þurfti ekki að taka þátt í samræðunum, hugsaði hún ekki um annað en, hvort síminn myndi nú ekki hringja. Og við eitt slíkt tækifæri, hallaði Guy sér að henni og spurði: „Lucy, um hvað ertu að hugsa? Þú lítur út fyrir að vera í margra kíiómetra fjarlægð.” „Hvaða vitleysa,” neyddi hún sjálfa sig til að segja léttilega. En er hún horfði framan í andlit hans, tók hún eftir, að á bak við áhyggjufuilt bros hans, var eitthvað dapurlegt, næstum því vonleysislegt. Þetta gerðist svo snögglega, að hún hafði næstum því spurt: „Hvað er að, Guy?” en hún gat það ekki, þar sem Amanda hafði einmitt valið þetta augnablik til þess að lilkynna, að nú væri kominn tími til að halda heim á leið. Þegar þau voru farin, spurði Lucy móður sína: „Guy var svo hljóður í kvöld, fannst þér það ekki? Er eitthvað að?” „Eg er hrædd um það. Amanda er eitthvað að flögra í kring um þennan Laurie Felpham aftur. Ég vissi, að það var eitthvað á milli þeirra fyrir einu og hálfu ári. Þá fór hann og var einhvers staðar erlendis, svo að ég hélt, að þessu væri lokið. En nú er hann kominn heim og sama vitleysan byrjuð aftur. Ég er svo hrædd um, að þetta sé eitthvað alvarlegt og að hún sé að hugsa um að fara frá Guy.” „Það gæti hún aldrei gert, þú þekkir Amöndu. Hún gerir allt til þess að hafa það skemmtilegt og fjörugt. Henni finnst gaman að hneyksla fólk. En hún myndi aldrei vilja særa Guy. Hann dýrkar hana, og svo eru það líka stelpurnar, Sara og Emma. Mamma, hún gæti aldrei yfirgefið hann." „Ég veit það svei mér ekki," frú Craig velti þessu fyrir sér. „Hún væri vís til þess. Stelpurnar eru enn svo ungar, hún myndi örugglega fá umráðaréttinn yfir þeim við skilnað- inn.” Hún færði sig nær Lucy. „Þú og Tim, þið hafið haft það erfitt. En sem betur fer, kæmi aldrei neitt svona fyrir hjá ykkur, það hefur verið mér mikil huggun upp á síðkastið, Lucy mín." Lucy hallaði sér að móður sinni og kyssti hana á kinnina. Það var eins og storm- sveipur hefði farið um huga hennar og hreinsað burt alla sjálfselsku og sært stolt, og*gkarpskyggni hafði komið í staðinn. I huga hennar rúmaðist nú aðeins ein staðreynd. Hún þyrfti ekki að bíða lengur í hamslausri óþolinmæði, í húsi, sem var ekki heimili hennar, eftir því að síminn hringdi. Hún hafði fundið sína eigin lausn. Hún ætlaði að fara aftur til Tag's End og segja rólega við Tim, sem hún elskaði: „Þú þekkir mig Ég er mjög viðkvæm, ég brotna niður, verð hrædd, missi stjórn á mér. Og þú ert stundum svo blindur, grefur höfuðið niður í sandinn, og þú veist það. Allt í lagi, við eigum við vanda- mál að stríða, en okkur ætti að takast að leysa það, ef við hættum að æpa og ásaka hvort annað. Berhard getur ekki verið hér lengur en sjö vikur til viðbótar, því að Milli vonar og ótta Robin þarf að fá herbergið sitt í páskaleyfinu. Við hljótum að geta fundið upp á einhverju." Og það dásamlegasta af öllu yrði, þegar Tim myndi svara: „Astin mín. Auðvitað tekst okkur það.” Hún færði sig frá móður sinni og sagði: „Ég held ég nái lestinni klukkan tíu í fyrramálið.” LEIGUBÍLLINN skrölti eftir ísi lögðum veginum, en komst ekki með hana alveg upp að húsinu, þar sem bíl, sem hún kannaðist ekkert við, hafði verið lagt á stíginn. Og bílskúrsdyrnar voru opnar, ó- tvírætt vitni um það, að annað hvort Tim eða Bernard var ekki heima. Á meðan hún opnaði hliðið og hraðaði sér yfir flötina, klingdu í höfðinu á henni litlar varnarbjöllur. Fjórir dagar? Það var alveg sama, hvað hún hafði verið hrædd og kvíðafull, ekkert gat afsakað það, að hún skyldi hafa skilið Tim svona lengi eftir, undir áhrifum Bernards. Er hún kom inn í forstofuna, heyrði hún raddir tveggja karlmanna innan úr setustofunni, Bernards og einhvers annars. Hún steig inn fyrir þröskuldinn og sá þar tvo menn með glös í höndum. Bera»d snéri baki í hana, en lágvaxinn, hvatlegur maður með ákveðið andlit og örmjótt yfir- vararskegg, sennilega nálægt fer- Ödýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. Husgagnadeild JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Thorex— pakkaraðhúsgögn Húsgögn, sem hver maður getur raðaö aö eigin vild og flutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaraöhúsgögn, hönnuö af Sigurði Karlssyni. Sófi, stóiar, hillur, borð, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuð eða ótituð, þér getió ráðið litnum sjálf. tugu, reis hæversklega upp, dökkblá, skýr augun lýstu strax virðingu fyrir henni, á meðan hann beið augljóslega eftir því, að Bern- •ard kynnti þau. Bernhard var ekkert að flýta sér, en kynnti þau síðan dauflega, og virtist með hugann einhvers staðar víðs fjarri.*Ó, Lucy. Svo þú ert komin aftur? Má ég kynna þig fyrir Jack Bridges? Jack, þetta er mágkona mín.” „Gaman að kynnast yður." Hann hneigði sig, samkvæmt alda - gömlum venjum. Hún svaraði ósjálfrátt, en snéri sér síðan að Bernard: „Hvar er Tim?" „I London. Hann fór með nokkrar myndir til þess að sýna í Whiteshire. Vonaði, að hann yrði kominn aftur til baka um fimmleytið. Jack, má ég bjóða aftur í glasið. Og hvert vorum við nú aftur komnir?” Þar sem henni hafði verið gefið skýrt til kynna, að nærveru hennar var ekki óskað, gekk hún upp á loft og byrjaði að taka upp úr töskunni. Hún barðist við að halda aftur af reiði sinni yfir því, hvernig Bernard hafði tekið að sér hlutverk hús- bóndans og komið fram við hana, eins og hún væri utanveltu í húsinu. Henni rétt tókst það. Það var líka svo miklu auðveldara að beita skynsemi gagnvart fyrirbærinu Bernard, þegar hún var ekki í sjón- máli við þessi lævíslegu háðslegu augu, þegar hún var ekki nálægt þessari óbilandi stjórnsemi, sem hann hafði tamið sér. Hún beið uppi, þar til hún hafði séð Jack Bridges aka frá húsinu, þá fór hún niður. Setustofan leit sóðalega út einkum að því er virtist vegna brauðmola, sem voru dreifðir út um allt gólf. Bernard sat við arininn með koníaksglas og hafði greinilega ekki ætlað sér að láta sem hann sæi hana. Hún sagði og reyndi að hafa rödd sína léttilega, þótt það tækist ekki sem skyldi: „Ég vona, að þetta sé ekki síðasta flaskan af heimatilbúna koníakinu mínu sem við skildum eftir á jólunum?” „Nei. Ég keypti hana sjálfur í morgun." Þessi staðreynd, að hann hafði átt peninga til að kaupa flöskuna, sýndi, að hann var ekki eins blásnauður og Tim hafði sagt hann vera. Þetta hressti hana svo, að hún gat spurt glaðlega: „Hver var þessi Bridges?" Bernhard sendi henni eitt af þessum augnaráðum, sem áttu að láta henni liða eins og ósvífnu og uppivöðslusömu barni. „Hann er blaðamaður. „Ó, enn einn blaðamaðurinn að reyna að ná tali af Tim^' Framhald í næsta blaði. 42VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.