Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 22
Míg dreymdi ÞRÍR DRAUMAR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig drauma, sem mig hefur nýlega dreymt. 1. Mér fannst ég vera niðri við sjó með pabba og mömmu. Varð mér litið út á sjóinn og sá þá kött í öldunum, og var hann alveg að drukkna. Við horfðum á hann í svolitla stund, og þá ætlaði pabbi að bjarga kettinum. Hann stakk sér út í (þetta var nokkurs konar strönd), og þá sá ég hund úti 1 sjónum lxka, og var hann beint á móti kettinum. Svo fannst mér hundurinn ætla að drekkja pabba, og fannst mér honum takast það. Ég grét og grét og fannst allt í einu, að mamma væri dáin líka (þau em bæði á lxfi). Síðan fannst mér ég setjast á bekk, og sat mamma á honum. Ég var ennþá grátandi og sagði við hana: , ,Og ert þú ekki líka dáin?” Þá svaraði hún: ,,Ekki alveg.” og fannst mér sem hún meinti, að það væri stutt í það. I draumnum fannst mér hún vera svolítið gul í framan, og var hún í brúnum sparikjól. 2. I morgun dreymdi mig, að ég væri heima hjá fyrrverandi vinkonu minni, sem við skulum kalla X. Við vomm i sólbaði, og fannst mér við vera að tala eitthvað um flugurnar. Við fómm inn í húsið, og fannst mér mamma hennar, Y, vera að koma inn úr dyrunum með þvott. Fannst mér hún hafa verið að taka hann af snúmnum. Við, X. og ég, ætluðum að fara þar út, en þá sagði Y. okkur að passa okkur á einni stórri flugu, sem væri úti á húsveggnum, því hún væri stórhættuleg og gæti stungið fólk til bana. Við löbbuðum út og sáum alveg heljarstóra broddflugu á veggnum, stutt frá snúmnum. Ég varð alveg dauðhrædd, fannst sem hún gæti drepið okkur, og flýttum við okkur inn, svo hún gæti ekki séð okkur. Flugan var svört með mjög stóran brodd framan á sér, svipaðan og nál. 3. Mér fannst ég vera að greiða mér. Var ég að flétta á mig tvær fléttur, sem náðu niður fyrir mitti. Var ég mjög hissa á, að hárið á mér væri orðið svona sítt, eins og það var einu sinni. Fannst mér maður að nafni X. vera þarna, og var ég að hugsa, hvað ég væri orðin hávaxin miðað við hann (hann er miklu hærri en ég í rauninni, þar sem ég er frekar lítil). Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þakklæti. Ein berdreymin. Allir þessir draumar eru þér fyrir góðu. Fyrsti draumurinn boðar þér mikla gleði, sem þú átt i vændum. Þú færð gesti, sem þurfa aðstoðar föður þíns við, og mun honum takast dyggilega að veita hana, en þó er hætt við, að hann veröi fyrir einhverju tapi í við- skiptum vegna þess. Móðir þín verður aö berjast til að ná árangri í einhverju, sem hún hefur hug á, en hún á von á auknum auöæfum og fær miklar gleðifréttir innan skamms, sem snerta hana beinlínis. Sjórinn í draumnum er mikið hamingjutákn. Draumur nr. tvö boðar þér mikinn árangur í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Þín bíöur mikil gæfa í viðskiptamálum, og muntu öðlast hugrekki til að sigrast á öllum erfiðleikum, sem að þér kunna að steöja. Síðasti draumurinn boðar þér, aö öll vandamál og áhyggjur, sem þú hefur haft, veröa úr sögunni, þar sem þú munt nú koma í framkvæmd aö leysa úr þeim málum á eigin veg. Mjög gott og náið samþand tekst með þér og C, — en ósagt skal látið, hvort aöeins er þarna um vináttu að ræða, eða eitthvaö alvarlegra. GAMALT ÁSTARBRÉF RIFJAÐ UPP Um daginn dreymdi mig draum, sem mig langar að biðja þig að ráða. Hann er svona: Mér fannst, að ég og mamma værum niðri í forstofu að sauma út. Ég lá á maganum í stiganum, en mamma sat í tröppu. Við vorum með súkkulaðikúlur og borðuðum. Þá var hringt á dyrabjöllunni, og mamma fór til dyra. Var þá stelpa að spyrja eftir mér (S), og fór ég til dyra. Lokaði ég dyrunúm á eftir mér, og settumst við á handriðið. Sá ég þá bíl keyra hægt niður götuna. Strákur, sem ég þekki, á þennan bíl 0). Þá sagði S. að hún væri með J., en hann hefði beðið hana að segja þetta. Svona byrjaði hún: ,,Þú sendirj. einu sinni bréf, sem í stóð, að þú elskaðir hann út af lífinu (mikið rétt). Hann segist sjá mikið eftir því, hvernig hann tók því og bað mig að biðja þig að fyrirgefa sér. ’ ’ Ég sagðist skyldi fyrirgefa honum. Þá hættum við að tala um J. Þá sagði S. og benti: „Sérðu stelpunaþarna, E, I hinu húsinu.” Ég leit þangað og sá E. (Ég þekki hana vel), þar sem hún var að gera hreint, með kúst á lofti. Datt S. þá í hug, að við heimsæktum E. Missti hún kjarkinn, en ég dreif hana. Við þurftum að spyrja einhverja konu um leyfi til að fá að fara inn í húsið, en þetta var í rauninni taugadeild. Konan sagði, að við mættum fara inn, og gengum við inn án þess að banka. Komum við þá inn í herbergi, þar sem var fullt af fólki, sem er skylt mér. Ég heilsaði mjög kurteislega, og gengum við S. inn í næsta herbergi, sem er eiginlega bara kompa. Þar voru tvær stelpur að teygja á milli sín garn. Við skriðum undir og héldum beint áfram, en önnur stelpan benti okkur á dyr, sem við ættum að fara um. Voru það litlar trédyr. Opnuðum við dyrnar, og var þá E. að þvo og önnur stelpa. Heilsuðu þær, og fórum við að kjafta um heima og geima, aðallega þó um stráka. Annan draum dreymdi mig, sem var svona: Mér fannst sem skólastjórinn í skólanum stæði úti á miðri götu og talaði þar um, að reka ætti hina og þessa úr skólanum, og nefndi hann einhver nöfn, sem ég man ekki. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu, a.m.k. á fyrri draumnum. Anna Síðari draumurinn er of óljós til að nokkuð sé hægt aö lesa úr honum, en fyrri draumurinn boðar þér fyrst og fremst gott tækifæri til frama, sem þú munt fá innan skamms. Þú færö miklar gleöifréttir, sem sennilegast koma langt aö, og einnig mun heilsa þín verða mjög góð. S. verður fyrir einhverju tapi, sem kemur illa viö hana, sennilega á hún eftir að lenda í ástarævintýri, sem hana mun iðra. Þú færð gott tækifæri til að velja milli góðra tilboða. E. ætti að varast að blanda sér í persónuleg málefni ann- arra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.