Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 41
en síðan leit hann strax undan, eins og hann hefði framið einhvern glaep. Eftir hádegisverðinn fóru þau, eins og af gömlum vana, i einu búðina, sem opin var á sunnu- dögum, blaðaturn, sem seldi arðvænlegt úrval af sætindum. Er þau voru komin til baka til skólans, sagði hún stríðnislega við Robin. „Látum okkur nú sjá, hvað eru margar vikur til páska? Atta?” ,,Þú veist vel, að það er ekki, því ég bjó til dagatal handa þér. Sjö vikur og fjórir dagar, þrír á morgun. Og þá förum við niður að á, að veiða, öll þrjú. Og svo er afmæhð mitt nákvæmlega átta dögum eftir að ég kem heim. Ég fæ hjól, er það ekki?” Hún fullvissaði hann um, að svo væri.og síðan kvaddi hún hann með handabandi samkvæmt ströngum reglum skólans, í stað þess að faðma hann að sér. Þegar hann veifaði hamingju- samur til hennar, vissi hún, að hann var svo öruggur í drengjaheimi sínum, að hann hélt, að hann myndi vara til eilífðar. Og hún var ákveðin í að sjá til þess. Þar var ekkert rúm fyrir morðingja að nafni Bernard Hunt. Það var augljóst, að Bernard yrði að vera farinn fyrir páska.... og því þá ekki núna? Hún sannfærði sjálfa sig um það á leið sinni til London, að Tim hlyti að hringja um kvöldið, þó ekki væri nema til að spyrjast fyrir um Robin. Þrir og hálfur dagur. Svo sannar- lega var það nógu langur tími til að opna augu hans fyrir því, að hún hefði haft rétt fyrir sér. Þrjósku hafði hann nóga, þótt hún leyndist undir hæglátu hversdagsskapi hans, jafnvel í svo ríkum mæli, að einstöku sinnum hafði það æst hana upp og skelft hana. En alltaf hafði henni tekist að fá hann á sitt band. líklegast þar sem hann var svo upptekinn af þessari undraveröld, sem fram fór í hans eigin höfði. Það lágu engin skilaboð á síma- borðinu í forstofunni, og hún gekk inn til þess að heilsa upp á Amöndu og Guy með það á tilfinningunni, að undirstöður lífs hennar skylfu undir fótum hennar. GUY Dorkin var tíu árum eldri en kona hans og leit út fyrir að vera enn eldri. Hann var byrjaður að safna aukakílóum, og mátti sjá, að hann var farinn að stirðna, bæði líkamlega og andlega. en meðfædd góðvild hans var sem alltaf áður, hlýlegt handtak hans og ljómandi ánægjan yfir velgengni Tims, svo að Lucy vissi, að ekkert hafði breyst, henni þótti mjög vænt um hann, og hún vissi, að það var endurgoldið. Hún og Guy voru vinir, svo einfalt var það. Amanda, með ljósa hárið og ungmeyjarvöxtinn, klædd grænni silkiflík, minnti á daufan loga, eða öllu heldur blóm, hugsaði Lucy. Hún hló, þegar Amanda vafði hana örmum og kallaði upp: „Lucy, hvað hefur þú gert okkur. Komið með Picasso inn í fjölskylduna. Elskan, ég myndi dýrka þig, ef þú yrðir svo ofboðslega rík, að ég gæti fengið minkapelsinn þinn lánaðan. ’ ’ „Ég efast nú um, að ég komi nokkurn tíma til með að eignast hann, svo að þú skalt ekki reikna með því. En ég skal tala um það við frú Hakner.” Þetta kvöld varð mjög yndislegt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Amanda var í hrífandi skapi, og móðir hennar fylgdi fast á eftir. Þær hktust hvor annari svo mikið, að Lucy velti því fyrir sér, er hún sá, að Guy horfði með aðdáun á tengda- móður sína, hvort hann gerði sér grein fyrir því, að hann væri að fnyntir kr o .upum ísl. frí- merki Frim<*i jahusirt La'kjar- gotu«. simi 11HÍ4. ý:fa Breit a Uppl 1 s' a-rti erta þér ilna-rti Topp- : nn 12850 aga 14-18 <>K ‘jrrti. 50 til HO fm ^sludyrum, 40 Sunbeam Imp. sendibill arg. 1971 til sölu, þokkalegur bill. Uppl. i sima 40454 eftir kl. 18. Plymoulh Belvedere ; 1967 til solu. Tilbort. Uppl sima 4256H Chevrolet Impala arg 1969 til solu, nýskoý' Tilboð. Uppl. i síma 20.' 1 SkUlagdtu Uppl-1 Aiptur, ástai. íma 84230 eftir kl i Fiat 850 speeial árg. '71 til sölu. Rrtðir greiðsluskilmálar. nýupptekin vél i toppstandi Upp| í sima 74917. 1 I l ngur martur óskar eftir að kynnast stúlku.;,íS til 30 ára mert sa< hafa biirn í tilbort til DB ..Kinkamál ,«i fyllil: Reyndaner ólygniist Hún sýnir í hvaða blaði smáauglýsing ber mestan árangur. Hvaða ástæða önnur skyldi ráða því að smáauglýsingamagnið er alltaf mest í Dagblaðinu? Þangað leita viðskiptin, sem úrvalið er mest. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 13. TBL. VIKAN41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.