Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 37
Nokkur heilræði í sambandi við svefn Það er mikil gæfa að geta sofið vel án aðstoðar róandi lyfja. Bandarískur læknir gerir svefn að umtalsefni, og segir í grein, að 15-20 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af svefnleysi, en lyf og áfengisneysla leysi ekki vandann, heldurauki hann. Líkaminn er fljótur aðlaga sig lyfjum og áfengi, þannlg aö alltaf þarf stærrl og stærri skammt til njóta svefns meö hjálparmeðulum. Lækmrinn dr. Thomas Coates gefur eftirfarandi ráö I bókinni ,,How to Sleep Better": • Reyndu að endurmeta lif þitt. Reyndu að finna orsak- irnar fyrir of mikilli streitu og kviða. Ekkert er liklegra en breyttar lífsvenjur geti hjálpað þér. •• Farðu ekki með vinnuna heim - láttu heimilið vera griðastað þinn. • Stundaðu likamsæfingarv Sund, hjólreiðar, skokk, göngutúrar o.x.frv. á daginn (ekki á kvöldin rétt fyrir hátta- tíma) fylla þig eðlilegri þreytu, sem stuðlar að eölilegum svefni. • Slakaðu á fyrir háttatíma. Vertu góða stund i heitu baði og láttu hugann hvílast. Enn Elskulegar orðahnippingar Franskur maður fó.r í ,,Þér eruð í körfu á hvernig vissirðu það?" loftbelg yfir Ermar- akri," var svarið. ,,Vegna þess að svar sundið og lenti á akri á Þá sagði Frakkinn: ,,Þér yðar var á þann veg - Englandi. Flann sá eruð bókhaldari, er ekki nákvæmt, en einskis mann koma gangandi svo?" virði." og kallaði: ,,Flvar er Maðurinn svaraði með ég?" nokkurri undrun: ,,Já, Andlit fyrir Hollywood Hún heitir Isabelle Adjani, og er i dag þekktasta leikkona Frakklands. Hún eraðeins 22ja ára, en hefur þegar getið sér frægð i nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún lék eitt af aðalhlutverkunum i mvndinni „Adele H. " sem var sýnd hér i fyrra á franskri kvikmyndaviku. IsabeUe er dóttir tvrknesks bílasala og þýskrar konu. Hinn kunni kvikmyndastjórnandi, Francois Truffaut hefur sagt um hana: „Frakkland er of litið land fyrir svona óvenjulegt andlit. Isabelle er fædd fvrir Hollywood. " Það hefur einnig verið sagt um Isabelle að hún sameini eldinn í Garbo, kuldann í Marlene Dietrich og sakleysi Ingrid Bergmann. Sjálf segir hún: „Mér líður best þegar ég get falið mig iannarri persónu. " ,,Æðsta ósk min varað deyja 22 ára eins og Kameliufrúin ", segir hún, en lifslöngunin er samt fyrir hendi, og i dag segir hún: „Eg hætti að leika þritug, en fram að þeim tima legg ég mig alla fram ileiklistinni. " fremur hjálpar glas af heitri mjólk rétt fyrir háttatíma. • Slakaðu á þegar þú ert háttaður. Þar sem þú liggur á bakinu skaltu reglubundið reyna að slaka á hvegum vöðva. Bygaðu á andlits- vöðvunum, gerðu þá fyrst spennta og slakaðu síðan á. Farðu eins að með fingur, handleggi, magavööva, fótleggi, o.s frv. eða þar til þú hefur slakað vel á öllum vöðvum. • Leiddu fram rólegar hugs- arnir. Hugsaðu til dæmis um fallegan fjallalæk, suð í trjám, eða atburði úr bernsku þinm. Láttu hugsamr þínar færa þér friö og ánægjukennd. • Reyndu ekki á þig vió að falla í svefn. i stað þess að reyna að knýja líkamann til hvildar, þá skaltu reyna að hvíla likamann og hugsa um eitthvaö rólegt og fallegt. • Hljóð geta hjálpað. Það hjálpar t.d. sumu fólki að Gott ráð við offitu Eftirfarandi ráðlegging í sambandi við offitu var nýlega verðlaunuð í bandarísku blaði: ,,Kauptu barnapela og fylltu hann af vatni. i hvert sinn, sem þig langar til að borða milli mála, skaltu totta pelann. Þegar þú hefur lokið við innihaldið langar þig ekki í mat í bráð. Þannig losnaði ég við 7 pund á 35 dögum, ,pg vinn mitt stríð hægt»óg bítandi." hlusta á rigmngarhljóð af segulbandi áður en það sofnar. • Reyndu að forðast sjónvarpið ca. klukkustund áöur en þú gengur til náða i staðinn skaltu hlusta á fallega tónlist eða taka þér bók í hönd Góðar nætur! ooo J 13. TBL. VIKAN37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.