Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 50
fyrir löngu, hefði komið til hennar
og faðmað hana hjartanlega að sér
og talað um, ef — þá og ég vildi óska
— þú hefðir ekki — ó, bara...
Beta var nú byrjuð að tala um
sjúkdóma — .... svo góður við mig,
alltaf þegar ég er veik. Húsið, það
var eins og Ajax-stormsveipur hefði
farið um það, þegar ég kom heim.
Lísa sá í anda þungbúið andlit
Pétur, þegar hún hafði haft in-
flúensu. Hún reyndi að rifja upp,
hve oft hann hafði komið inn í svefn-
herbergið og spurt: Líður þér ekki
eitthvað betur núna? En það átti að
þýða: Heldurðu ekki, að þú sért nú
nógu frísk til að fara á fætur núna,
það er allt komið i vitleysu.
HÖGGIN inni í höfðinu á henni
virtust alltaf verða þyngri og
þyngri, og hún ýmyndaði sér, hvað
vinkonur hennar myndu segja, ef
hún skyndilega lýsti því yfir, að
Pétur væri í rauninni eigingjörn
skepna.
En hann var skepnan hennar, og
þá hlyti hún að geta fundið eitthvað
ákvætt til að segja um hann — hún
varð að reyna að rifja eitthvað upp.
Nú, það voru að sjálfsögðu allir
þeir hlutir, sem hann ekki gerði. Svo
sem að slá hana, það hafði hann
aldrei gert, hann skipti sér ekkert af
öðrum konum, og hann hafði aldrei
svikið út úr fyrirtækinu peninga.
Nei, en hann gat þá lika verið góður,
og elskulegur, þegar hann var
meðhöndlaður eins og greifi, ekki
satt?
Nú byrjuðu þær að oflofa
karlmennsku manna sinna, í þeirri
fullvissu, að sterkara kynið bæri
nafn sitt með réttu. Rauðsokkurnar
voru bara afbrýðisamar. Níels
myndi aldrei leyfa henni Betu sinni
að koma heim alein í lest um miðja
nótt, og það var bókstaflega engin
leið að sannfæra hann um, að það
væri talsvert ótrúlegt, að að henni
steðjuðu sömu hættur og þær, sem
ógnuðu ungum stúlkum. Og hvorki
Veru né Maríönnu datt í hug að taka
mikilvægar ákvarðanir, án þess að
spyrja eiginmenn sína ráða.
,,Þú verður að ráða fram úr þessu
sjálf, elskan” var eftirlætis setn-
ingin hans Péturs. „Þú veist miklu
meira um þetta en ég.” En hún sá í
gegnum hrós hans. Það sem hann
meinti var: „Ég nenni alveg
ómögulega að blanda mér neitt í
þetta.”
En hann hlaut að hafa einhverja
pínulitla góða hlið. Einhvern
agnarsmáan góðan eiginleika? Hún
b>-aut heilann ákaft um það.
Að sjálfsögðu gæti hún aldrei
hugsað sér að skipta á honum og
Níelsi, Jörgen eða Viggó, en ef
einhver þeirra vildi skipta um fætur
við hana, þá myndi hún þiggja það
með þökkum.
Pétur hafði tekið eftir því um leið,
að nýju skórnir voru of þröngir á
hana. „Þú ert með of stóra fætur í
þá, hjartað mitt,” hafði hann sagt.
Og hún þekkti þennan söng mjög
vel. Kjólarnir hennar hlupu aldrei.
0, nei. „Þú hefur fitnað svolítið,”
var sú skýring, sem hann kom með.
Og ef hún þá mótmælti og sagði, að
hún hefði verið megrunarkúr í viku,
þá sagði hann bara: „Geturðu ekki
reynt að ná aukakílóunum af
mjöðmunum á þér, en ekki úr and-
litinu? Þessi tillitslausi gaur.
ÞEGAR Pétur birtist í hinum
enda kaffistofunnar, var það fyrsta,
sem henni datt í hug, að nú hefði
eitthvað komið fyrir börnin. En
þegar hún sá, að hann brosti,
þóttist hún strax vita, að hann
ætlaði að biðja hana að gera eitt-
hvað.
BíUyklarnir? Jú, þeir voru í
töskunni hennar, þótt hún hefði
ákveðið að skilja bílinn eftir heima.
Núna, þegar þeir voru búnir að spila
golf, vildu þeir örugglega keyra yfir
á „Galandi hanann.” Pétur var svo
stoltur af nýja bílnum, svo að nú
ætlaði hann sjálfsagt að sýna þeim
hann.
Þegar hann kom að borðinu
þeirra, sendi hún honum svolítið
þvingað bros.
— Heyrðu, Lísa, sagði hann.
Maðurinn, sem ætlar að gera við
fataskápana, ætlar að koma núna á
eftir, og þú hefur miklu meira vit á
því en ég. Þess vegna kom ég hingað
ognáðiíþig.
— En bíllinn stendur heima.
— Það eru til....leigubílar. Hann
hafði ætlað að segja strætisvagnar,
og hún myndi líka fara heim með
strætisvagni. Þessi hræsnari.
— Mér þykir það leiðinlegt, ef ég
hef eyðilagt samræðurnar, sagði
hann og sendi hinum eitt af sínum
ómótstæðilegu brosum. Svo lagði
hann peninga á borðið, til að borga
hennar hluta af veitingunum, ogýtti
henni síðan út á götu. Strætis-
vagninn var að keyra að stoppi-
stöðinni.
— Nú, jæja, úr því hann er hér,
þá.... Heyrðu, láttu mig halda á
bögglunum þínum. Henni fannst
finna augnaráð Betu, Maríönnu
og Veru á þeim út um gluggann á
kaffistofunni. Á leiðinni heim sagði
hún ekki margt, Hún var að reyna
að sannfæra sjálfa sig um, að það
væri ekki Pétri að kenna, að hann
var, eins og hann var.
ÞEGAR þau komu heim, týndi
hún upp af gólfinu alls konar dót,
sem hann hafði stráð um stofuna,
sparkaði af sér skónum og lét sig
falla niður í stól. Allt í einu mundi
hún... — Hvenær ætlaði hann að
koma?
— Hver? spurði Pétur.
— Hann, sem ætlar að gera við
fataskápana?
Pétur glotti. — Hann. Hann ætlar
ekkert að koma.
— En hvað i ósköpunum....?
Hann kom sér makindalega fyrir í
stólnum og krumpaði teppið með
fótunum. — Ég gat mér þess til, að
um fimmleytið værir þú líklega búin
kerlingunum. Og svo varst þú líka í
þessum... þessum vonlausu skóm.
Það sem ég er að reyna að segja, er,
að... þú hefur nú farið í svona
skemmtiferð áður — höfuðverkja-
töflurnar liggja á skrifborðinu... Þú
gleymdir skattaskýrslunni, en ég
setti hana í póst, og... varstu að
segja eitthvað, vina mín?
— Ég sagði bara, að ég myndi ekki
vilja skipta á þér og nokkrum í
öllum heiminum. Hún tók
höndunum utan um aðeins of þykka
ístruna og þrýsti andlitinu að
brjósti hans. Svo nærgætinn
hugsunarsamur og — skatta-
skýrslan — hann hafði munað eftir
þvi smáatriði. Og hvaða máli skiptu
svo sem smáatriði? Maðurinn
hennar vissi alltaf, hvenær hún
þurfti hans með, og þá var hann til
staðar.
Endir
50VIKAN 13. TBL.