Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 40
STJÖRNUSPÁ llniiurinn 2l.mars 20.aiiril Athygli manna mun beinast að þér þessa dagana, og verður það þér til góðs. Þú ættir að reyna að koma á sættum milli vina þinna, sem hafa lent í alvarlegum deilum. Yiutirt L'l. ipril 2l.mai Vinur þinn þarfnast hjálpar þinnar, og ættir þú ekki að hika við að láta honum hana í té. Þú færð það launað, þótt síðar verði. Happadagur er föstudagur. 1\ihurarnir 22. mai 21. juni Þú getur óhikað fram- kvæmt það, sem þú hafðir hugsað þér. Láttu ekki uppskafn- inga setja þig út af laginu, og haltu þínu striki, hvað sem hver segir. Vertu heima á þrið j udagskvöld. hr.hhinn 22. jiini 2.1. júli Loks tekst þér að finna lausn á máli, sem hefur vafist fyrir þér nokkuð lengi. Þessi lausn verður þó ekki eins góð og þú hafðir reiknað með, en kemur samt sem áður að gagni. Það er enginn, sem getur tekið ákvarð- anir fyrir þig, og þvi verður þú að treysta eingöngu á sjálfan þig. Vertu ekki óöruggur, þetta fer allt betur en lítur út fyrir núna. I.joni'1 24.jnli 24. Ekki er óliklegt, að þú lendir í deilum við maka þinn, vegna peningamála ykkar, og verður þú að bíða lægri hlut að þessu sinni. Þú færð óvænta heimsókn konu, sem þú þekki lítið. Sporrttlrckinn 24.nkl. 'í.l.nm. Ástvinir þínir kunna að valda þér einhverj- um erfiðleikum í þessari viku, og þú tekur það mjög nærri þér. Reyndu samt að umbera undarlegheit þeirra. Happalitur er gulur. Reyndu að hafa hemil á skapsmunum þínum í þessari viku, þar sem einhver vinnu- félagi þinn reynir að gera þér lífið leitt á vinnustað. Það birtir fyrr en varir. lloj<ni;iAurinn 24. nm. 2l.dc\. Dómgreind þín verður ekki eins og best verður á kosið í þess- ari viku, og þú gerir hverja vitleysuna á fætur annarri. Þetta fer í taugarnar á þeim, sem umgangast þig mikið. Reyndu að gera eitthvert góðverk í þessari viku. Þér veitir ekki af að líta á björtu hliðar málanna, svo að þú leggist ekki í þunglyndi. Bréf færir þér góðar fréttir. Valnshcrinn 2l.jan. I*>.fchi. Þú ættir að fresta öllum ákvörðunum til betri betri tíma og kynna þér allar hliðar mála, áður en þú ræðst í framkvæmdir. Reyndu að vera raunsær. Kiskarnir 20.fcbr. 20. mars Þótt einhver sé and- snúinn ráðagerðum þinum, skaltu ekki hika við að fram- kvæma það, sem þú hafðir ætlað þér. Það borgar sig að treysta aðeins á eigin dóm- greind. Happatala er 7. hann myndi áreiðanlega gera tilraun til að ná í hana. í hvert sinn sem hringing glumdi við, ekki sjaldnar en tíu sinnum á dag, hoppaði hjarta hennar upp í hæðir vonanna. Og í hvert sinn datt það aftur niður í djúp angistarinnar. Blindi, þrjóski, heimski. Henni gekk illa að sofa um nóttina af því að hún var óvön hávaðanum frá umferðinni og miðstöðvar- hitanum í herberginu. Og meðan hún lá vakandi, reyndi hún að sannfæra sjálfa sig um, að enginn gæti búist við því af nokkurri konu, að hún sætti sig við að búa í sama húsi og morðingi. Hún færi ekki til baka, fyrr en búið væri að reka Bernhard út. Ýmsar vel rökstuddar ástæður þessu til stuðnings sveimuðu um huga hennar, um leið og hún festi svefninn. KLUKKAN hálf eitt á sunnu- daginn bauð umsjónarkennari Robin, sem virtist varla nógu gamall sjálfur til að hafa lokið skólanámi, hana velkomna. „Ah, frú Hunt, ánægjulegt að sjá yður. Robin bíður, greiddur og strokinn. Hann langaði til að taka með sér gest í dag, Michael Greig. Einhverra hluta vegna, geta foreldrar hans aldrei gefið sér tíma til að koma og heimsækja hann á foreldradaginn. Hafið þér nokkuð á móti þvi?” Lucy kyngdi vonbrigðunum yfir þvi að fá ekki að hafa Robin út af fyrir sig. „Að sjálfsögðu ekki. Hvernig gengur Robin annars?” „Mjög vel. En það væri ánægju- legt, ef hann vildi fullkomna það að vinna betur að verkefnum í þeim fögum, sem honum finnst kannski ekki alveg nógu skemmtileg. Hann hefur hæfileika til þess að gera nákvæmlega nóg til þess að rétt ná prófunum. Ef til vill getið þér talað um þetta við hann?” „Ég skal reyna mitt besta,” lofaði hún. „Ágætt.” Hann hafði komið auga á fleiri foreldra, er voru á leið að skrifstofu hans, og hann brosti á þann veg, að henni skildist, að nú væri hennar viðtalstíma lokið. „Þér munuð finna hann í setustofunni. Venjulega er börnunum skilað aftur klukkan hálffimm.” Sú sjón, sem við henni blasti, Robin geislandi af tilhlökkun með vel greitt, glampandi, dökkt hárið, freknurnar á nefinu og hjartanlegt brosið, sem var svo breitt, að það virtist ná eyrnanna á milli, hafði sömu áhrif á hana og þegar sólin brýst fram úr skýjunum. „Pabba þótti leiðinlegt að geta ekki komið. Hann hefur svo voða- lega mikið að gera.” „Ég veit það,” sagði hann glaðlega. „Hann sendi mér teikningu af Dormy, og einn Milli vonar og ótta strákurinn hér í skólanum sýndi mér grein um hann í einu dagblaði. Þetta er frábært, finnst þér það ekki?" Hann teygði höndina aftur fyrir sig og dró fram rólegan og ákaflega snyrtilegan, litinn strák. „Þetta er Michael. Er ekki allt í lagi, að hann komi með okkur að borða?” „ Auðvitað er það í lagi.” Tilgerðarleg og ofurlítið fýlu- leg rödd svaraði henni. „Þetta er mjög elskulegt af ykkur. Ég býst við, að við förum á The Lamb?” Hún leit spyrjandi á Robin. „Við erum vön því, en við getum farið eitthvert annað, efþið viljið." „Nei, við förum þangað,” svaraði Robin. „Maturinn er svo góður, og á sunnudögum láta þeir mann fá tvöfaldan ísskammt í eftirrétt.” Hann horfði á móður sína, kvíða- fullur á svip. „Þú mundir eftir að panta, var það ekki? Það verður að panta á heimsóknardögum.” Þegar hún svaraði því játandi, ljómaði kringluleitt andlit hans af tilhlökkun. Með einhvers konar heims- borgaralegri lítilsvirðingu litaðist Michael um á matstaðnum, sem var þéttsetinn foreldrum, sem höfðu boðið litlum sonum sínum út að borða, braut síðan í sundur munnþurrkuna og þáði kurteislega appelsín. Lucy, sem fannst stillileg framkoma drengsins óeðlileg, spurði: „Hvar átt þú heima Michael?” Robin greip fram í, „Michael á tvö heimili, tvo feður, tvær mæður og tvær sundlaugar. Og hann fær tvöfalt fleiri afmælisgjafir og jólagjafir en aðrir.” Ljósbrún augu Michaels virtust ekki horfa á neitt sérstakt, þegar hann sagði, og rödd hans hljómaði hæversklega, eins og þegar einhver þakkar fyrir hrós. „Foreldrar mínir eru skilin, þau hafa bæði gift sig aftur.” Robin masaði áfram: „Pabbi hans númer eitt á Bentley, en sá númer tvö á Range Rover. Raunverulega mamma hans á Austin Mini. En hvað á nú aftur hin mamma þín?” „Louise ekur um á Jaguar.” „Mér finnst hann ofsalega hepp- inn, mamma. Fjórir bílar!” „Já, hann er það.” Lucy svaraði, eins og búist var við af henni. Hún brosti til Michael, og eitt andartak hélt hún, að hann myndi endur- gjalda henni brosið, en hann gerði það ekki. Einu svipbrigðin, sem komu fram á stilltu, en hálf hjálparvana andliti hans, var ákall um hjálp í flöktan d augnaráði hans, 40VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.