Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 16
Logagylltur, sterkur \ Montrachet Umráðamenn nútímalistasafnsins Tate Gallery í London eru sagðir snjallir við að ná á lágu verði listaverkum, sem síðar verða heimsfræg og rokdýr. Um það veit ég ekkert. En séu þeir jafnsnjallir í listaverkakaupum og þeir eru í vínkaupum eru þeir alveg sér á parti. Ekki veit ég, hvort Tate Gallery er Mekka nútímalista. En safnið er örugglega Mekka vínáhugamanna. Ég veit ekki um neinn stað í heiminum, sem hefur jafnmikið úrval langbestu vína heimsins á jafnfurðulega lágu verði og einmitt veitinga- húsið í Tate Gallery. íslenskir feröamenn geta fengið sér á þessum stað heimsins bestu og göfugustu vín á sama verði og þeir borga i veitingahúsum Reykjavíkur fyrir hvit rónavín og rauð hratvin. Þessi var ástæðan fyrir því, að við ætlum að koma við í Tate Gallery í hringferð okkar um matarmusterin í London. Eins og lesendum Vikunnar er kunnugt, er tema þessa gréina- flokks ferð umhverfis jörðina i fótspor Phileas Fogg, ekki að vísu á áttatíu dögum, heldur í 14 veisium á einni viku. Við höfðum ekki hugsað okkur að koma við i Bretlandi í þessari hnattferð. Við töldum breskan mat ekki nógu spenn- andi í samanburði við alls kyns útlendan mat, sem unnt er að fá í London. En einnig á þessu sviði kom Tate Gallery okkur á óvart. Eldamennskan í veitingahús- inu þar er að vísu fyrst og fremst frönsk. En þar er líka unnt að fá hefðbundna breska rétti, sem eldaðir eru eftir gömlum uppskriftum. Auðvitað létum við undan freistingunni og bættum Bretlandi á skrána. VARIST FERÐAMANNA- PÉSANA Veitingahúsið í Tate Gallery er aðeins opið í hádeginu í þrjá tíma. Það er alltaf fullsetið, svo aö menn verða að panta borð í síma, stundum með nokkurra daga fyrirvara. Matsalurinn er niðri í kjallara, vinstra megin við stigann. Hann er stór, rúmar um 120 manns, hreinlegur og vel lýstur með harðviðargólfi. Engirdúkar eru á borðum. Stór lágmynd er á langvegg. Engir þjónar eru þarna, ekki einu sinni vínþjónn. Svartklæddar stúlkur með hvítar svuntur ganga um beina. Þegar Tom Machen varð veitingastjóri í Tate Gallery árið 1971, þótti matstofan ekkert sérstök. Hann hefur á fáum árum gert hana að einni bestu matstofu og allra bestu vín- stofu í allri London. Þennan stað má taka sem dæmi um, hversu lítið er að marka tímarit og bæklinga fyrir ferðamenn. Hans er ekki getið í „What's on in London." Ekki heldur í bæklingi Nicholson's um 700 ,,bestu" veitingahús i London. Og hann er hvorki í Ronay né Michelin. Þetta hef ég marks um, að þessi blöð og bæklingar séu sumpart eitthvað annað að braska en að veita lesendum sínum heiöarlegar upplýsingar. ,,Good Food Guide" er eina bókin, sem getur Tate Gallery sem matstaöar og lætur hann njóta sannmælis. Enda er þaö eina bókin, sem ég treysti á þessu sviði. UPPSKRIFT FRA 16. ÖLD Við vorum mætt i matsalnum fjögur saman á stundinni klukkan tólf, til þess að vera viss um að geta gernýtt tímana þrjá til borðhalds. Þarna var okkur sýnd sú frábæra til- litssemi að bjóða okkur sæti í reykbannshluta salarins, svo að eiturgufur tóbaks skyldu ekki eyðileggja fyrir okkur ilman vinsins. Matargestirnir fjórir pöntuðu hver sína rétti. Ég réðist á gamalbresku réttina. I forrétt pantaði ég ,,Joan Cromwells Grand Sallet." Sá réttur er úr matreiðslubókinni ,,The Court And Kitchin of Elizabeth Crom- well," sem kom út árið 1664 og lýsir uppskriftum Joan Élizabeth, konu Olivers Crom- wells ríkisstjóra. Þetta reyndist vera salat með möndlum, rækjum, rúsinum, sýrðum gúrkum, sýrðum græn- baunum og rjómasósu, frábær matur. i millirétt fékk ég „Buttered Crab" eftir gamalli vesturenskri uppskrift, sem Good Food Guide segir, að sé besti smjör- krabbi i London. Og aðalréttur- inn var „Elizabethan Veal Kidneys Florentine" eftir uppskrift frá tímum Elísabetar Englandsdrottningar hinnar fyrri, er ríkti á sextándu öld. Þetta voru aldeilis frábær kálfa- nýru með spínati. ViLDUM HELST ALLAN LISTANN Það reyndist einfalt að velja sér þessa ágætu rétti. Hin var þrautin þyngri að velja vínin, því að viö hefðum helst viljað panta allan listann. Á endanum náðu fjórmenningarnir samkomulagi um eina heilflösku af hvítvininu Mont- rachet frá 1970 og tvær hálfflöskur af rauðvínunum Cantemerle frá 1966 og Margaux frá 1967. 16VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.