Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 48

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 48
Smásaga eftir Brendu Lowery Sárþjáð af höfuðverk og með auma fætur, hlustaði hún nieð öðru eyranu á endalausa lofræðu Betu um Niels, en reyndi jafnframt að muna, hvar í ósköpunum hún hefði getað sett skattaskýrsluna sína. í reiði sinni skellti hún allri skuldinni á Pétur, manninn sinn, sem hafði sagt svo elskulega: „Ég held bara, að þú hefðir gott af því að fara í innkaupaferð með vinkonum þínum.'' Að því ógleymdu að auðvitað þurfti hann sjálfur að fara með vinum sínum á golfvöllinn. Já, Pétur, Pétur, sem alltaf gleymdi öllum afmælisdögum og öðrum merkisdögum, gleymdi að panta borð, þegar þau fóru út, gleymdi að tala við umsjónar- kennarann hans Andrésar og sem með jöfnu millibili varð að minna á að skrifa nú móður sinni. Pétur, sem hafði lofað að póstleggja skatta- skýrsluna, en hafði skilið hana eftir á baðherberginu, þar sem hún hafði fundið hana. Guð mátti vita, hvar hún var nú niðurkomin. Það var svo langt í frá, að Pétur líktist á nokkurn hátt hinum fullkomna Níelsi, sem Beta var alltaf að lýsa. — Ó guð, hvað hún óskaði þess að Beta gæti hætt að tala um þennan mann. — Það eru smáatriðin, sagði Beta, á meðan þær sátu á kaffistofunni og biðu eftir því, að teið og kökurnar yrðu bornar fram. — Hann er svo tillitssamur. — Það er Viggó nú einnig, greip Maríanna fram í. — Hann veit, að ég elska blóm, og þó svo að stundum séu það ekki annað en fjóluvendir, þá man hann eftir því á hverjum föstudegi að koma heim með blóm. — Ég hef ofnæmi fyrir blómum, sagði Vera með sinni djúpu,sterku röddu. En Jörgen er sá traustasti og áreiðanlegasti maður, sem ég hef á ævi minni kynnst. Ef Jörgen segir: Þetta skalt þú láta mig um, þá veit ég, að ég get verið alveg róleg, það verður gert. Nú kom þögn. Nú var röðin komin að henni. Hvað get ég sagt um Pétur? hugsaði Lísa í örvæntingu, á meðan kökurnar voru réttar á milli við borðið og Beta náði að hremma eina berið. Að Pétur hendi fötunum af sér á baðherbergisgólfið, þar sem þau bíða eftir því, að ég hirði þau upp? Að Pétur haldi, að í hvert sinn, sem hann verður kvefaður, þá komi hann til með að deyja? Að Pétur missi alltaf af lestinni og segi svo, að það sé mér að kenna? Hún náði sér í tepoka og sagði dauflega: — Pétur er.... ég veit, hvar ég hef hann. — Veistu, hvar þú hefur hann? Hvað meinar þú með þvi? — Jú, það eru alltaf vissir hlutir, sem ég get verið viss um, að hann geri. Eða geri ekki. Á eftir fylgdi vandræðaleg þögn, sem ekki var rofin, fyrr en Lísa sagði snöggt: — Alveg er ég viss um, að þeir eru að tala um okkur núna. — Ég vona bara, að þeir hafi gleymt því, að við erum til, sagði Beta stillilega. — Ég vona, að þeir skemmti sér vel á golfvellinum og hugsi ekki einu sinni til okkar. Leyfum þeim nú einu sinni að slappa aðeins af. Bara, að hún hefði sett skatta- skýrsluna í póstkassann. Hugsa sér, ef hún hafði nú gleymt henni ó afgreiðsluborðinu 1 vörumarkað- inum — en hún var einmitt hrædd um, að það hefði hún gert. En hlyti þá ekki sá, sem fyndi hana, að setja hana í póst? Jú, auðvitað, eða hvað? Höfuðverkurinn var nú næstum þvi orðinn óbærilegur. ....og alltaf réttlátur, en ákveðinn við Hinrik, sagði Beta, en nú voru börnin komin á dagskrá. Ef Niels hefur lofað Hinrik einhverju, þá efnir hann það alltaf, hvað sem á dynur. VANTRÚUÐ velti Lísa því fyrir sér, hvort Andrés kynni að meta það, að enda þótt faðir hans væri uppstökkur, þegar hann átti við 48VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.