Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 7
Síðan þessi mynd var tekin, hefur Peter Stuveysant lagst á hliöina. nar áfjóröu bryggju annars fá snöggsteiktan humar með bráðnu smjöri, „Baked Lobster a la Hawthorne” á $15,95 og olíusteiktan humar i rjómasósu, „Lobster Newburg” á $14,95. Vin voru þarna af fjöl- mörgum tegundum, og kostuðu þau allt frá $4 upp í $33. Dýrast var Chateau d’Yquem frá Sauternes í Frakklandi, sem einu sinni var tappað á kristals- ,flöskur handa keisaranum í Rússlandi. Öll þessi verð eru án staðar- skatts, sem er 8%, og þjónustu- gjalds. Ég kaus mér skeljasúpuna, sem er hvergi betri í heimi hér að að dómi Arthurs Frommer, höfundar kunnra leiðsögubóka. Ennfremur hvítvínið Les Clos 1976, sem er Chablis Grand Cru og er frá einum af sjö bestu vínökrum Chablis héraðs í Frakklandi. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég fékk tækifæri til að smakka vin af þessum klassa og kostaði hálfflaskan $7. Á eftir súpunni valdi ég mér Hawthorne-humarinn. Annars vegar var ég ákveðinn í að fá mér heilan,ekta Nýja-Englands humar í fyrsta sinn á ævinni, úr því að ég taldi mig hafa lokið á sómasamlegan hátt brýnu skyndierindi mínu til Boston. Og hins vegar leist mér best á þessa útgáfu humarsins, því að rökrétt er að telja hráefni best, þegar eldameistarinn leyfir sér að matreiða sem minnst og hafa sósurnar sem minnstar. Með þessum snöggsteikta humri var ekkert nema bráðið smjör og spínat, fyrir utan kartöflur, matreiddar á sérstakan hátt, sem ég kunni ekki skil á og gleymdi í alsælunni að spyrja um. Skemmst er frá því að segja, að sjaldan hef ég bragðað betri mat. Ekki var ég þó verulega lipur við diskinn, þegar bleik- rauður humarinn var kominn fyrir framan mig rneð öllum hans kræklum og klóm á stærð við undirskálar. Til þess að firra vandræðum var bundin um mig voldug svunta, sem náði mér upp að hálsi. Síðan leit ég flóttalega I kringum mig og byrjaði að brjóta humarskelina með sér- stakri töng. Ekki veit ég, hvort ég fór rétt að, en hins vegar hætti ég ekki, fyrr en ég hafði klófest síðustu matarörðuna. Að loknu afreksverkinu var mér færður rakur og heitur dúkur til að hreinsa hendurnar, Þegar hér var komið sögu, var ég orðinn svo ánægður með sjálfan mig, að ég pantaði rjómaístertu hússins, „Pier 4 Ice Cream,” og reyndist hún ljómandi góð. Samtals kostaði þessi veisla $30 eða 7500 krónur á því gengi, sem gildir, þegar þetta er ritað. Það er mikið fé í sjálfu sér, en ekki miðað við gæði. Feginn vildi ég greiða slíka upphæð aftur fyrir aðra heimsókn. Ekki er tekið við pöntunum á Anthony’s Pier 4. Menn verða bara að mæta og láta skrá sig. Fá menn þá að vita, hversu lengi þeir verða að bíða eftir borði. Ég þurfti að bíða, eins og mér hafði verið sagt, í 20 mínútur. Þegar borð losnuðu, voru kölluð upp í hátalara nöfn þeirra, sem næstir voru í röðinni. Menn þurfa ekki að láta sér leiðast, þótt þeir fari ekki á barinn, meðan þeir bíða, og fái sér drykk á $2. Frammi eru nokkrar setustofur, þar sem margt skemmtilegt er að skoða, þar á meðal nokkrir tugir ljós- mynda af frægu fólki, sem sótt hefur staðinn, allt frá páfanum til poppara. (Anthony’s Pier 4, 140 Northern Avenue, sími 423- 6363. Annar frábær sjávarrétta- matstaður rétt hjá er Jimmy’s Harbour Side Restaurant, 242 Northern Avenue, sími 423- 1000. Hann er lítið eitt ódýrari og hefur einnig gott útsýni yfir höfnina. Inni í bæ eru góðir sjávarréttastaðir á borð við Union Oyster House, 41 Union Street, sími 227-2750, Dini’s Sea Grill, 94 Tremont Street, sími 227-0380 og The Half Shell, 743 Boylston Street, sími 423-5555.). Jónas Kristjánsson Síðari grein um veitingahús íBoston 18. TBL.VIKAN7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.