Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 19
þið segðuð mér, hvað þetta á ailt að þýða,” sagði hann rólega. „Það er regnfrakkinn þinn, dr. Stevens,” sagði McGreavy. „Ef hann er þín eign, viljum við fá að vita, hvernig hann hvarf úr þinni umsjá.” „Það er ekkert launungarmál. Það var úði i lofti, þegar ég fór hingað í morgun. Frakkinn minn var i hreinsun, svo ég fór í regnkápuna. Ég nota hana í veiðiferðum. Einn sjúklingur minn var ekki í neinni regnkápu. Það var komin talsverð hríð. svo ég lánaði honum kápuna,” Hann þagnaði, og varð áhyggjufullur á svip. „Hvað kom fyrir hann?” ,,Kom fyrir hvern?” spurði McGreavy. „Sjúklinginn minn — John Hanson." „Það kemur heim og saman," sagði Angeli mjúklega. „Þú hittir í mark. Ástæðan fyrir því, að John Hanson getur ekki skilað regnkápunni þinni sjálfur, er sú, að hann er dáinn.” Judd brá svolítið i brún. „Dáinn?" „Það var einhver, sem stakk hann i bakið með hníf," sagði McGreavy. Judd starði vantrúaður á hann. McGreavy tók við frakkanum af Angeli, og snéri sér við til að sýna honum langa. Ijóta rifu á bakinu. Efnið var þakið dökkleitum blettum. Judd fann til ógleði. „Hver ætli hafi viljað drepa hann?” „Við vorum að vona að þú gætir sagt okkur það, læknir,” sagði Angeli.„Hver ætti að vita það betur en sálfræðingurinn hans?" Judd hristi höfuðið hjálparvana. „Hvenær gerðist þetta?” McGreavy svaraði. „Klukkan ellefu í morgun. Á Lexington Avenue, nokkrum húslengdum héðan. Fjöldi fólks hlýtur að hafa séð hann falla niður, en öllum lá svo nrikið á að fara heim að fagna fæðingu Krists, að hann var bara látinn liggja þarna I snjónum og blæða út.” Judd kreisti borðbrúnina, og hnúar hans hvítnuðu. „Hvenær var Hanson hérna í morgun?" spurði Angeli. „Klukkan tíu." „Hvað eru tímarnir hjá þér langir, læknir?" „Fimmtíu mínútur.” Fór hann strax og tíminn var bú»- inn?" Ja, það beið annar sjúklingur.” „Fór Hanson út í gegnum mót- tökuherbergið?” , „Nei. Sjúklingar minir koma inn i gegn- um móttökuherbergið, en fara út um þessar dyr.” Hann benti á einkadyrnar, sem lágu fram á ganginn. „Þannig komast þeir hjá því að hittast.” McGreavy kinkaði kolli. „Svo Hanson var drepinn örfáum minútum eftir að hann fór héðan. Hvers vegna kom hann hingað til þin?” Judd hikaði. „Því miður get ég ekki rætt sambandmitt við sjúklinga mína.” „Einhver drap hann,” sagði McGreavy. „Þú gætir veitt aðstoð við að finna morðingja hans.” Það var dautt í pípu Judd*. Hann gaf sér góðan tíma til að kveikja aftur i henni. „Hvað er hann búinn að vera lengi hjá þér?” í þetta sinn var það Angeli. Samstarfsmenn. „Í þrjú ár,” svaraði Judd. „Við hvaða vanda átti hann að striða?” Judd hikaði. Hann sá John Hanson fyrir sér eins og hann leit út þá um morguninn; Kátan, brosandi, ákafan að nota vel nýfengið frelsi sitt. „Hann var kynvilltur.” „Þetta verður eitt draumamálið enn,” sagði McGrevy bitur. „VAR kynvilltur,” sagði Judd. „Hanson hafði fengið lækningu. Ég sagði honunr það nú í morgun, að hann þyrfti ekki lengur að koma til min. Hann var reiðubúinn til að flytja heim til fjölskyldu sinnar. Hann á — átti — konu og tvö börn." „Hommi rneð fjölskyldu?” spurði McGreavy. „Það kemuroft fyrir." „Kannski einhver hommavinurinn hans hafi ekki viljað sleppa honum. Þeir rifist. Hann misst stjórn á skapi sínu, og stungið hnifi í bakið á vini sínum.” Judd hugsaði sig um. „Það getur verið,” sagði hann hugsandi, „en ég hef ekki trú á þvi.” „Hvers vegna ekki, dr. Stevens?” spurði Angeli. „Hanson átti ekki í neinu kynvillusam- bandi í meira en ár. Mér finnst trúlegra að einhver hafi ætlað að ræna hann. Hanson var maður, sem hefði reynt að verja sig.” „Hugrakkur, giftur hommi,” sagði McGreavy þunglega. Hann tók upp vindil, og kveikti I honum. „Það er bara eitt að ránskenningunni. Veskið hans var ósnert. Það voru rúmlega hundrað dollarar I því.” Hann horfði rannsakandi á Judd. Angeli sagði: „Það væri ekki eins flókið, ef við værum að leita að hnetu.” „Ekki endilega,” andmælti Judd. Hann gekk að glugganum. „Lítið á hópinn þarna. Einn af hverjum tuttugu er, hefur verið eða mun fara á geðveikrahæli." „En ef maður er brjálaður....?” „Hann þarf ekki nauðsynlega lita út fyrir að vera það,” útskýrði Judd. „Fyrir hvert greinilegt dæmi um geðveilu, eru að minnsta kosti tíu,sem aldrei finnast.” McGreavy horfði fullur áhuga á Judd. „Þú veist heilmikið um mannlegt eðli, læknir.” „Mannlegt eðli er ekki til,” sagði Judd. „Ekki fremur en það er til nokkuð sem kallað mætti dýrslegt eðli. Reynið að finna meðaltalið á tigrísdýri og kanínu. Eða fil og íkorna.” 18. TBL. VIKAN19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.