Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 47

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 47
til að spjalla við. Og enginn til að horfa á yfir kvöldverðar- borðið. Ég var sannarlega ákveðin í því að leggja alltaf á borð, þó ég væri nú orðin ein, og skála fyrir frelsinu. Og það gerði ég líka, í fyrstu. En það leið ekki á löngu, þangað til ég var farin að borða brauð með smjöri og osti, stand- andi við eldhúsborðið. Það fer að komast upp í vana, að fá sér smávegis í glas, þó að við gerum okkur grein fyrir því, að það gangi nú ekki, þó ekki væri nema vegna fjárhagsins. En í einverunni getur það verið svo notalegt að fá sér eitt og eitt vínglas. Það deyfir eirðarleysið og þá tilfinningu, að nú sé nauðsynlegt að taka sér eitthvað fyrir hendur. Svo er lagst til svefns i staðinn fyrir að velta vöngum yfir, hvort maður hafi nú breytt rétt. Flestir, einnig þeir sem eiga fraumkvæðið að skilnaðinum, ganga í gegnum timabil, þar sem þeir eru í miklum vafa, því allir eiga i rauninni erfitt með að vera einir. Og svo kemur að þvi, að rétta manneskjan skýtur upp kollinum. Fólk hittist, hugljúf tónlist hljómar, og fyrr en varir er allur góður ásetningur á bak og burt. Aftur er búið að hnýta bönd, aftur koma í ljós góðu hliðarnar á því að vera orðinn helmingur af einhverju. Ég vissi vel, að það var of stutt um liðið. Ég hafði ekki hugsað mér að lifa ein allt mitt líf, en ég hefði átt að bíða aðeins, til að átta mig á sjálfri mér. En það er hægt að sjá góðar hliðar á öllu, og ég hafði hlotið vissa reynslu úr mínu fyrra hjónabandi, þær vitleysur kem ég ekki til með að endurtaka. En að sjálfsögðu er aldrei hægt að búa með neinum, án þess að gera mistök af og til. Það þarf bara að læra að horfa fram hjá því. Þörfin fyrir aðra manneskju er svo sterk, að það er erfitt að halda fast við einlífið, þegar maður eygir annan möguleika. Þvi er hægt að segja að lokum, að „það er hægara sagt en gert,” þvi að tilfinn- ingarnar og skynsemin eiga ekki alltaf samleið. Og við verð- um bara að sætta okkur við það. SPEGLABÚÐIN Laugavsgi 15 Simi: 91-19635 Simi: 91-13333 Salerni WC fyrir sumar- bústaóinn, hjólhýsið og SAdlTETS VfSKE SANITETS VffSKE PÓSTSENDUM UM ALLT LAND: Ást í meinum Hún elskaði. Hann var heillaður. Hún þjáðisi. Hann var upp með sér. Hún brann. Hann var volgur. Ást hennar var ástriðufull. Ást hans var áhyggjulaust daður. Ástarsamband Camillu Wergeland og Johans Sebastians Wel- haven var dæmt til að misheppnast. i „Það er mitt hlutskipti í lífinu að gráta,” | sagði Camilla, dóttir Nicolais Werge- land, prests á Eiðsvelli, fyrsta eiginlega kvenréttindakona Norðmanna, sem var svo ólánsöm að fella hug til erkifjanda föður síns og bróður. Sjá grein í næsta blaði. Reumerthjónin, Anna Borg og Poul Reumert, voru hjartfólgin öllum íslend- ingum, sem létu sig leiklist einhverju varða. Poul Reumert var afburða leikari og mikill persónuleiki, og Anna Borg var einnig mjög mikils metin, en hún var þriðja og siðasta eiginkona Pouls. I næstu Viku birtist athyglisvert viðtal við eldri son þeirra, Stefán Reumert, þar sem hann minnist foreldra sinna. Stefán er nú flugvallarstarfsmaður i Danmörku, en var lengi slýrimaður á islenskum togara. Greinaflokkur um bíóin Sennilega eru Íslendingar heimsins mesta bíódelluþjóð. í Reykjavík eru nú starfandi 9 kvikmyndahús, sem rúma samtals meira en 5.200 manns, en að meðaltali fer hvert mannsbarn rúmlega 11 sinnum á ári i bíó. Fyrsta kvikmynda- húsið, Gamla Bió, hóf starfsemi fyrir læplega 72 árum, en bíómenningin hélt innreið sína i landið aðeins 11 árum eftir að fyrst var farið að sýna kvikmyndir i Paris og Berlin. í næstu Viku hefst greinaflokkur um bióin í Reykjavik, þar sem saga þeirra er rakin í myndum og máli. Anna Borg og Poul Reumert VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn í Síðumúla 12, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Þverholti ll. sími 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 530. Áskriftarverð kr. 2000 pr. mánuð, kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. Áskrift i Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. I NÆSTU ÍÍIKU 18. TBL. VIKAN47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.