Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 21

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 21
ANDLIT ÁN GRÍMU sami snjórinn hafði breytt Connecticut landslaginu í mynd, sem átti heima á jólakorti. Hann ók framhjá Westport og Danbury, og neyddi sig til að hugsa um vegina, sem hjólin þutu yfir, og undra- land vetrarins, sem var allt umhverfis hann. 1 hvert sinn, sem hugur hans snérist um John Hanson, reyndi hann að beina honum að einhverju öðru. Hann ók áfram gegnum myrkrið, sem huldi landið, og mörgum stundum síðar snéri hann loks bílnum heim á leið, tilfinn- Úngalega uppgefinn. Mike, rjóði dyravörðurinn, sem var vanur að heilsa honum brosandi, var fjarrænn og annars hugar. Venjulega rabbaði Judd við hann um ungan son hans og giftu dæturnar, en Judd var ekki i skapi til að tala þetta kvöld. Hann bað Mike um að láta senda bílinn i bíla- geymsluna. „Sjálfsagt, dr. Stevens.” Meke virtist ætla að bæta einhverju við, en hætti við það. Judd gekk inn I húsið. Ben Katz, framkvæmdastjórinn, var á leið yfir anddyrið. Hann sá Judd, veifaði honum óstyrkur og flýtti sér inn í íbúðsína. Hvað gengur að öllum i kvöld? hugsaði Judd. Eða er ég bara slæmur á taugum? Hann fór inn I lyftuna. Eddie, lyftustjórinn, kinkaði kolli. „Gott kvöld, dr. Stevens.” „Gott kvöld, Eddie.” Eddie kingdi, og leit undan óstyrkur í fasi. „Ereitthvað að?’” spurðiJudd. Eddi hristi snöggt höfuðið, og gætti þess að líta ekki i augu Judd. Guð minn almáuurug. hugsaði Judd. Epn eitt fóðrið handa bekknum mínum., Húsið var fullt af þeim. Eddie opnaði lyftudyrnar, og”judd fór út. Hann gekk i áttina að ibúð sinni. Hann heyrði lyftudyrnar ekki lokast, svo hann snéri sér við. Eddie starði á hann. Þegar Judd ætlaði að segja eit- thvað, flýtti Eddie sér að loka lyftudyr- unum. Judd gekk að ibúð sinni, opnaði oggekk inn. Það loguðu öll Ijós í íbúðinni. McGreavy var að opna skúffu í stofunni. Angeli kom út úr svefn- herberginu. Judd fann reiðina blossa upp. „Hvað eruð þið að gera í íbéðinni minni?” „Biða eftir þér, dr. Stevens," sagði McGreavy. Judd gekk til hans, og skellti aftur skúffunni. Það munaði litlu að McGreavy klemmdi sig. „Hvernig komust þið hingað inn?” „Við höfum húsleitarheimild.” sagði Angeli. Judd starði á hann furðu lostinn. „Húsleitarheimild? Fyrir mína íbúð?" „Hvernig væri að við sæjum um spurningamar, læknir,” sagði McGreavy. „Þú þarft ekki að svara þeim,” greip Angeli fram í, „fyrr en þú hefur fengið lögfræðilega aðstoð. Auk þess ber okkur að tilkynna þér, að allt, sem þú segir. getur verið notað gegn þér.” „Viltu hringja i lögræðing?” spurði McGreavy. „Ég þarf engan lögfræðing. Ég sagði ykkur, að ég hefði lánað John Hanson regnfrakkann minn I morgun, og ég sá hann ekki aftur, fyrr en þið komuð með hann á skrifstofu mína síðdegis í dag. Ég hefði ekki getað drepið hann. Ég var hjá sjúklingum i allan dag. Ungrú Roberts getur staðvest það." McGreavy og Angeli litu snöggt hvor áannan. „Hvert fórstu, þegar þú fórst af skrifstofunni I dag?” spurði Angeli. „Að hitta frú Hanson.” „Við vitum það,” sagði McGreavy. „Eftir það.” Judd hikaði. „Ég ók um.” „Hvert?” „ÉgóktilConnecticut .” „Hvar namstu staðar til að borða?" spurði McGreavy. „Ég borðaði hvergi. Ég var ekki svangur.” „Þannig að enginn sá þig?” Judd hugsaði sig andartak um. „Ég býstekkivið því." „Stansaðirðu einhvers staðar til að fá bensín?” sagði Angeli. „Nei,” sagði Judd. „Ég gerði það ekki. Hverju skiptir, hvað ég gerði I kvöld? Hanson var drepinn I morgun.” „Fórstu aftur á skrifstofuna eftir að þú fórst þaðan í dag?” rödd McGreavys var hlutlaus. „Nei,” sagði Judd. „Hvers vegna?” „Það var brotist þar inn.” „Hvað? Hvergerði það?” „Við vitum það ekki." sagði McGreavy. „Mig langar að biðja þig um að koma með okkur þangað og líta i kringum þig. Þú getur sagt okkur hvort eitlhvað vantar.” „Auðvitað,” sagði Judd. „Hver tilkynnti þetta?” „Næturvörðurinn,” sagði Aneli. „Geymirðu eitthvað verðmæll I skrif- stofunni, læknir? Peninga? Lyf? Eitt- hvaðí þááttitia?” „Smápeninga,” sagði Judd. „Engin vanabindandi lyf. Þar er ekkert til að stela.” „Einmitt," sagði McGreavy. „Förum þá.” Eddie leit afsakandi lil Judds i lyftunni. Judd leit i augu hans og kinkaði kolli til merkis um það, að hann skildi. Lögreglan gal þó varla grunað hann um að brjótast inn í eigin skrifstofu, hugsaði Judd. Það var eins og McGreavy væri staðráðinn i að hanka hann á einhverju vegna félaga hans, sem dó. En það voru fimm ár síðan. Gæti McGreavy hafa verið að brjóta um það heilann öll þessi ár að kenna lækninum um það? Bíða eftir tækifæri til að ná honum? Skammi frá innganginum var ómerktur lögreglubill. Þeir settust inn i hann og óku þegjandi. Þegar þeir komu að skrifstofubygg- ingunni lók Judd eftir því, að Begelow, vörðurinn, horfði einkennilega á hann. þegar hann skráði sig í skrána i and- dyrinu. Eða var hann katinski að ímynda sér það? Þeir fóru með lyftunni upp á fimni- tándu hæð og gengu eftir ganginum að skrifstofu Judds. Einkennisklæddur lögregluþjónn stóð við dyrnar. Hann kinkaði kolli til McGreavy og steig lil hliðar. Judd ætlaði að taka upp lykilinn sinn. „Það er ólæst,” sagði Angeli. Hann opnaði, og þeir fóru inn. Judd gekk fyrstur. Í móttökuherberginu var allt á rúi og stúi. Allar skúffur höfðu verið dregnar úr skrifborðinu, og skjölum stráð yfir gólfið. Judd starði vantrúaður á þetta og fannsl hann hafa verið persónulega svívirtur. „Að hverju heldurðu að þeir hafi verið að leita, læknir?” spurði McGreavy. „Ég hef enga hugmynd um það’’ sagði Judd. Hann gekk að innri dyrunum og opnaði þær, og McGreavy fylgdi fast á hæla honum. 1 skrifstofu hans hafði tveim enda- borðum verið hvolft, brotinn lampi lá á gólfinu og Fieldsteppið var gegnvott af blóði. í fjarlægasta horninu var likami Carol Roberts. óhugananlega útbreiddur. Hún var nakin. Hendur hennar höfðu verið bundnar aflur fyrir bak með píanó- strengjum, og sýru hafði verið hellt á andlit hennar, brjóst og á milli fóta hennar. Fingurnir á hægri hendi voru brotnir. Andlit hennar var barið og bólgið. Vasaklút hafði verið troðið i munn hennar. Lögreglumennirnir tveir horfðu á Judd, þar sem liann starði á líkið. „Þú ert fölur,” sagði Angeli. „Sestu." Judd hristi höfuðið, og dró djúpt andanri nokkrum sinnum. Þegar hann gat loks mælt, litraði rödd lians af reiði. „Hver — hvergetur hafa gert þetia?” „Það ætlar þú að segja okkur. dr. Stevens," sagði McGeavy. Judd leit á hann. „Það hefði enginn getað vilja gera Carol þetta. Hún gerði aldrei neinum neitt. ” „Ég held, að það sé kominn tínii til, að þú skiptir um lag," sagði McGreavy. „Enginn vildi meiða Hanson, en hann fékk hníf i bakið. Enginn vildi gera Carol néjtt, en það var hellt yfir hana sýru og hún pyntuð til bana." Rödd hans varð hörð. „Og þú stendur þarna og segir mér, að það hafi enginn viljað gera þeim neitt. Hver andskotinti er að þér — ertu heyrnalaus, mállaus og blindur? Stúlkan vann fyrir þig í fjögur ár. Þú ert sálfræðingur. Ertu að segja mér. að þú vitir ekki cða að þér standi á sama um einkalif hennar?" „Auðvitað var mér ekki sama," sagði Judd stirðlega. „Hún átti kærasta. sem hún ætlaði að giftast — ” „En hann gæti ekki hafa gert þetta. Hann er góður drengur. og hann elskaði Carol.” „Ég sagði ykkur það. Þegar ég fór héðan tii að hitta frú Hanson. Ég bað Carol um að loka skrifstofunni.” Rödd lians brast, og hann kingdi og dró djúpt að sér andann. „Átlirðu að hitta fleiri sjúklinga i dag?" „Nei." „Heldurðu, að það gæti brjálæðingur hafa gert þetta?" spurði Angeli. „Það hlýtur að vera — en jafnvel brjálæðingur þarf að hafa einhverja ástæðu.” „Það held ég," sagði McGreavy. Framhald í næsta blaði. 18. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.