Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 20
Hvað liefurðu starfað lengi seni sálfræðingur?" spurði McGreavy. „í tólf ár. Hvers vegna'" MeGreavy yppti öxluni. „I>ú ert allra myndarlegasti náungi. Ég þori að veðja, að heilmargir sjúklingarnir þínir verða ástfangnir af þór." Judd varð kuldalegur til augnanna. „Ég skil ekki, hvað þessi spurning á að þýða." „Æ, láttu ekki syona, dokksi. Auðvitað gcrirðu það. Við cruni hvorugur fæddur í gær. Hommi labbar hérna inn. og finnur sér myndarlegan ungan lækni lil að gráta við öxlina á." Rödd hans var full af trúnaði. „Ætlarðu að telja mér trú um. að Hanson hafi aldrei staðið þessi þrjú ár á bekknum hjá þér?" Judd lcit á liann án þess að sýna nokkur svipbrigði. „Er þetta þinn skilningur á þvi að vera ckki fæddur i gær, foringi?" McGreavy brá ekki i brún. „Þaðgæti vel hafa komið fyrir. Og ég skal segja þér, hvað hefði lika getað komið fyrir. Þú sagðist hafa sagl Hanson, að þú vildir ekki að hann kænii aftur til þin. Hann kunni kannski ekki nógu vel við það. Hann var orðinn háður þér eftir þrjú ár. Þið rifust." AndlitJudd varð dökkt af reiði. Angeli rauf spennuna. „Gcturðu láttð þér dctta einhvern i hug, sem hataði liann, læknir? Eða einhvern, sem HANN hataði kannski?" „Ef sá maður væri til," sagði Judd, „þá myndi ég scgja ykkur það. Ég lield. að ég hafi viiað allt. sem vitað varð urn John Hanson. Hann var hamingjusamur maður. Hann hataði engan. og ég ven ekki um neinn. sem var illa við hann.” „Fint fyrir hann. Þú hlýtur að vera þrumulæknir," sagði McGreavy. „Við tökuni skrána hans meðokkur." „Nei." „Við getum féngið dómsúrskurð." „Gerið það þá. Það er ekkert i þeirri skrá. sem getur hjálpað ykkur." „Hvað sakar það þá, að við fáurn hana?” spurði Angeli. „Það gæti skaðað konu Hansons og börn. Þið eruð ekki á réllri leið. Þið komist áreiðanlega að því. að það var einhver ókunngur, sem drap Hanson.” „Ég trúi þvi ekki." hreytti McGreavy út úr sér. Angeli pakkaði regnfrakkanum aftur inn, og batt utan um hann. „Við skilum þessu, þegar það er búið að gera á þvi nokkrar athuganir enn.” „Eigið hana.” sagði Judd. McGreavy oponaði dyrnar fram á ganginn. „Við höfum samband við þig læknir." Hann gekk út. Angeli kinkaði kolli til Judd, og fylgdi McGreavy eftir. Judd stóð þarna enn, og heili hans starfaði af fullunr krafti, þegar Carol kom inn. „Er alll i lagi?” spurði hún hikandi. „Einhver drap John Hanson." ..Drap hann?” „Hann var stunginn með hnífi,” sagði Judd. „Guð minn gcrður! En hvers vegna?" „Lögreglan veit þaðekki.” „Hræðilegl!" Hún tók eftir kvölinni í augum lians. „Er eitthvað. sent ég get gert, læknir?" „Viltu loka hérna, Carol? Ég er að fara að hitta frú Hanson. Ég vil gjarna segja henni fréttirnar fyrstur." „Hafðu negar áhyggjur. Ég skal sjá um þetta allt.” sagði Carol. „Þakka þér fyrir." Og Judd fór. Hálftima siðar hafði Carol lokið við að koma öllum gögnum á sinn stað. Hún var að læsa skrifborðinu sinu þegar dyrnar að ganginunt voru opnaðar. Klukkan var rúlega sex, og búið að læsa húsinu. Carol leit upp, og maðurinn brosti og gckk i átt til hennar. ÞRIÐJI KAFLI Mary Hanson var eins og brúða — lítil, falleg og fagurlega sköpuð. Að þvi er virtist var hún mjúk og hjálparvana Suðurrikjakona, en hið innra var hún óhemja.gerð úr stáli. Judd hitti hana lyrsi viku cflir að hann lékk ntann hennar lil meðferðar. Hún barðist á móti þvi á fullkomlega móðursjúkan hátt, og Judd bað hana unt að tala við sig. „Hvers vegna hefurðu svona ntikið á móti því, að maðurinn þinn njóti sálfræðilegrar aðstoðar?” „Ég kæri mig ekki um. að vinir minir geti sagt að ég hafi gifst brjálæðingi,” sagði hún við Judd. „Segðu honum að gefa mér eftir skilnað, og þá getur hann gert hvern andskotann, sem hann kann að kæra sig um." Judd skýrði það út fyrir henni, að skilnaður á þessu stigi ntálsins myndi geta eyðilagt John algerlega. „Það er ekkert eftir til að eyðileggja,” æpti Mary. „Heldurðu að ég hefði gifst honum, ef ég hefði vitað að hann er homnti? Hann er kona." „Það er éitthvað til af konunni i hverjum manni,” sagði Judd. „Rétt eins og það er karlmaður í hverri konu. Og i tilfelli mannsins þíns eru mjög erfið sál- fræðileg vandarnál að sigrast á. En hann reynir, frú Hanson. Mér finnst þú skulda honum og börnunum það, að hjálpa honum.” Hann rökræddi við hana i rúma þrjá tima, og loks hafði hún með semingi samþykkt að fresta skilnaðinum. Næstu mánuðina fór hún að fá áhuga á striðinu, sem John stóð i. og siðar tók hún þátt i þvi. Judd hafði það fyrir reglu. að taka aldrci hjón til lækninga. en Mary bað hann um að leyfa sér að vera sjúkl- ingur lians, og hann komst að því, að það borgaði sig. Þegar hún lók að skilja sjálfa sig og hvernig hún hafði brugðisl sem eiginkona. urðu framfarir Johan furðulega hraðar. Og nú var Judd hér til að segja henni, að maður hennar hafi verið drepinn. Hún leit á hann, og gal ekki skilið, þaö, sem hann sagði henni, gat ekki trúað öðru en að það væri einhver óhugnan- legur brandari. Og siðan rann upp fyrir henni Ijós. „Hann kemur aldrei aftur til mín!" veinaði hún. „Hann kcmur aldrei aftur til min!” Hún hóf að rifa föt sin af sálarkvöl, rétt eins og sært dýr. Sex ára gamlir tvíburarnir komu inn. Og þá hófst æðið fyrir alvöru. Judd tóksl að róa börnin og hann fór með þau lieim til nágrannahjóna. Hann gaf frú Hanson róandi lyf, og hringdi á heimilislækninn. Þegar hann var viss um að hann gæti ekki gcrt meira, fór hann. Hann settist inn i bilinn sinn og ók stefnulaust um i þungum þönkum. Hanson hafði barist í gegnum helviti.ogþegarhann hafði loks srgrað.... Þetta var svo lilgangslaus dauðdagi. Gœti einhver kynvillingur hafa ráðist á hann? Einhver fyrrverandi elskhugi, sem fann til vonbrigða yfir að Hanson hafi yfirgefið hann? Það var auðvitað mögulegl, en Judd trúði þvi ekki. McGreavn hafði sagt, að Hanson hafi verið drepinn skammt frá skrifstofu Judd. Ef morðinginn hefði verið kynvill- ingur og fullur haturs, þá hefði hann ált stefnumót við Hanson á einhverjum rólegum stað. annaðhvort til að reyna að telja hann á að koma aftur til sín, eða til að hella yfir hann ásökunum áður en hann dræpi liann. Hann hafðiekki rekið i hann hnif á fjölfarinni gölu, og flúið siöan. Hann sá simaklefa á horninu fram - undan. og skyndilega mundi hann, að hann hafði lofað að snæða kvöldverð nicð Peter Hadley og Norah. konu hans. Þau voru bestu vinir hans, en hann var ekki i skapi til að hitta neinn. Hann lagði bílnum við gangstéttina, fór inn í símaklefann og hringdi til Hadleyanna. Það var Norah, sem svaraði i simann. „Þú ert orðinn of seinn! Hvað ertu?" „Norah.” sagði Judd, „Ég er hræddur um, aðég komiekki í kvöld." „Þú verður," skrækti hún. „Það situr hér kynæsandi Ijóshærð kona, sem vill ólm kynnast þér." „Hún getur kynnst mér einhvern limann seinna," sagði Judd. „Ég er hreinlega ekki fær um það. Berðu fram afsökunarbeiðni mina.” „Læknar!” fnæsti Norah. „Andartak, og ég næ í einkavininn." Peter kom i simann. „Er eitthvað að, Judd.” Judd hikaði .„Þetta var erfiður dagur. Pete. Ég skal segja þér fá honum á morgun.” „Þú ert að missa af dýrðlegum skandi- navískum kræsingum. Og ég á við fallegum." „Ég hitli hana seinna,” lofaði Judd. Hann heyrði hratt hvísl, og Norah kom aftur í símann. „Hún verður hér i mat á jóladag, Judd. Kemurðu?" Hann hikaði. „Við getum lalað um það siðar, Norah. Mér þykir leitt að hafa ekki getað komið i kvöld." Hann lagði á. Hann óskaði þess með sjálfum sér, að hann gæti fundið einhverja kusteislega aðferð til að binda enda á giftingargrillur Norah. Judd giftist á síðasta námsári sinu. Elizabet var félagsfræðingur, hlýleg. björt og kát, og þau höfðu bæði verið ung og ástfangin og full af áætlunum um að breyta heiminum fyrir börnin. sem þau ætluðu að eignast saman. Og á fyrstu jólunum þeirra fórust Elizabeth og ófætt barn þeirra i bilslysi. Judd sökkti sér gersamlega niður i starf sitt. og með timanum var hann orðinn einn fremsti sálfræðingur landsins. En hann þoldi enn ekki að ve'ra með öðru fólki. sem hélt jólin hátiðleg. Einhvcm veginn fannst honurn sá timi tilheyra Elizabeth og barninu, og hann sagði sjálfum sér það. að þetta væri röng hugsun. Hann ýtti upp dyrum simaklefans. Hann lók eftir stúlku fyrir utan, sem beið eftir því að komast að. Hún var ung og falleg, klædd i þrönga peysu, stuti pils og skærlila regnkápu. Hann gekk úl úr símaklefanum... M'sakaðu," sagði hann. Hún brosti til hans hlýju brosi. „Þetta er alll i lagi." Það var angurvær svipur á andliti hennar. Hann hafði séð þcnnan svip áður. Einmanaleiki, scm reyndi að rjúfa múrinn, sem hann hafði óafvitað byggt. Ef Judd vissi. að hann hefði cillhvað það til að bera, sem konur löðuðust á. þá var það grafið djúpl i undirviiutid hans. Hann hafði aldrei gert sér grein fyrir ástæðunni. Honum fannst það meira galli en kostur, að kvensjúklingar hans yrðu ástfangnar af honum, Það gerði honum oft erfitt fyrir. Hann gekk framhjá stúlkunni og kinkaði vingjarnlega til hennar kolli. Hann fann, að hún stóð þarna í rigning- unni og horfði á eftir honurn meðan hann fór inn i bilinn sinn og ók burt. Hann beygði inn á East River Drive og stefndi á átt til Merrilt Parkway. Einum og hálfum tima síðar var hann staddur á Connecticut Turnpike. Snj- órinn i New York var skítugt krap, en 20 VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.