Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 8

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 8
Harpo i viðtali við Vikuna Égvar oröinn frœgur áður en ég vissi af — Hvert er þitt rétta nafn, Harpo, og hvað varstu gamall, þegar þú byrjaðir í skammtanabransanum? — Hið rétta nafn mitt er Jan Svensson. Ég byrjaði sextánáraí leiklist, fór í leiklistarskóla og starfaði sem leikari til ársins 1973. Þá gerði ég fyrstu plötuna mína, Honalulu, en hún komst á toppinn í Svíþjóð. — Söngstu þá ekkert fyrr en þú gafst út þessa plötu? — Jú, ég söng i leikhúsunum og samdi lög, sem voru notuð í leikritum, en uppúr því fór mig að langa til þess að stunda sönginn eingöngu. — Semurðu öll lögin sjálfur? — Já, ég sem öll lögin og alla textana sjálfur og hef alltaf gert. — Hvað var fyrsta lagið, sem þú slóst í gegn með? — Það var Honalulu á fyrstu plötunni minni, sem gerði mig frægan í Sviþjóð. Svo kom Sajonara, en það þýðir bless á japönsku. Fyrsta lagið mitt.sem varð frægt utan Sviþjóðar, var svo Movie Star. Það var 1975. Fyrst náði það vinsældum í Hollandi, en siðan í Þýskalandi, Ástrahu og um allan heim. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig og ég var orðinn viðfrægur áður en ég vissi af. Mjög ánægður með viðtökurnar — Hefurðu alltaf sungið á ensku? — Nei, ekki alltaf. Eg hef t.d. nýlokið gerð stórrar plötur á sænsku, sem kemur á markað fyrir næstu jól. Það er plata með jólalögum fyrir börn. — Hvaða tegund tónlistar telur þú þig flytja? — Ég veitþað raunar ekki. Ég geri bara það, sem mér þykir gaman að gera. Ég var til dæmis að taka upp litla plötu í Hljóðrita í dag. Hana geri ég undir öðru nafni og hljómsveitin kallast Zeppo and Zepp Zepp. Stúdióið í Hljóðrita er alveg frábært og mjög góðir starfskrafktar þar. Ég hef hljóðritað plötur bæði í Evrópu og Bandarikjunum, og hljóðriti stenst fyllilega samanburð við þau stúdíó, sem ég hef kynnst þar. Það hefur komið til tals, að ég taki upp stóra plötu í Hljóðrita í sumar og ég vona að af því verði. — Þú notar mikið leikræna tilburði á sviðinu. Heldurðu að þú náir betur til áhorfenda með þvi móti? — Já, alveg örugglega. Ég get heldur ekki staðið eins og auli á sviðinu og sungið. Ég verð að gera eitthvað meira og það hrifur áhorf- endur, þegar ég sprella. I kvöld hefði ég gjarna viljað flytja fleiri lög, en ég gat það ekki. Ég var orðinn svo þreyttur og mér var svo heitt, að ég gat varla andað. Það er miklu erfiðara að hamast og sprella, heldur en að syngja. — Ertu ánægður með þær viðtökur, sem þú hefur fengið hér? 8 VIKAN18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.