Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 54

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 54
— Fáðu þér aldrei meira en einu sinni á diskinn. — Drekktu ekki með matnum, en drekktu gjarna eitt glas af vökva fyrir eða eftir mat. — Borðaðu hægt og rólega og tyggðu matinn vel. Sértu einn, þá er ráð fyrir þig að horfa á sjónvarp, lesa eða hlusta á útvarp, meðan þú borðar. Maturinn gefur þér meiri fyllingu, boröir þú hann hægt. — Kauptu ekki í matinn, þegar þú ert svangur — þá er hætta á, að þú freistist til að kaupa meira af girnilegum fitandi mat en þú ætlaðir. — Sparaðu fitu og sykur í matinn, og borðaðu frekar kartöflur, grænmeti, gróft brauð, ávexti, fisk og egg. — Teldu hitaeiningarnar fyrstu dagana — þú verður fljótur að komast upp á lagið með það. — Það er áríðandi að velja millimáltíðir, sem ekki eru fit- andi. Til dæmis jógurt, hrá- salat, epli, ekki þó súrt epli, því af því verður maður enn svengri, tómata, agúrku gulrót. Af drykkjum milli máltíða getur maður einna helst valið kaffi eða te án sykurs, undanrennu, súpu- seyði. — Og að lokum — hreyfing, svo sem sund, badminton, hjólreiðar o.s.frv. gera ótrúlega mikið gagn. Sítrónur Sítróna er til margs nýt. Við getum t.d. skorið hana í tvennt og pressað safann úr öðrum helmingnum saman við glas af vatni. Þetta drekkum við án sykurs á fastandi maga, það verkar hreinsandi á innyflin. Og hinn helminginn má nota í síðasta skolvatnið, þegar við þvoum hárið. Það gefur hárinu ekstra glans. Aukakílóin landsþekktu Hinir svonefndu undra- kúrar, sem eiga að fá kílóin til að renna af manni á undra- verðum tíma, eru nú að syngja sitt síðasta. Flestir hafa uppgötvað það, að kílóin koma fljótt aftur. Staðreyndin er sú, að breyti maður ekki matar- venjum sínum getur maður ekki haldið eðlilegri þyngd, eða þeirri þyngd, sem maöur óskareftir. Margir bæta 2-3 kílóum á sig í kringum jólin eða í jóla- mánuðinum, og fyrst það hef- ir tekið það um það bjl mánuð að bæta þessum 2-3 kílóum á sig, tekur það líka um mánuð að losa sig við þau. Eiginlega getur maður verið hæst- ánægður að missa hálft kíló á viku, og það ætti ekki að vera mjög erfitt. Vilji maður aftur á móti vera duglegri og losa sig við meira en 2-3 kíló, verður þolinmæði að vera til staðar. Vilji maður t.d. missa 12 kíló, er athug- andi að reikna með ca. 8-10 mánuðum til þess arna. Hér eru nokkrar af þeim reglum, sem viðurkenndar eru af ýmsum sérfræðingum á sviði næringarfræðinnar: — Sjáðu um, að maturinn sé útbúinn svo lystilega sem unnt er. — Dreifðu matnum vel út á diskinn, svo hann sýnist rneiri en hann er. Er agúrkan orðin lin? Það getur þú lagað með því að skera af endanum og láta agúrkuna í vatnsglas í um það bil eina klukkustund. Leggir þú ismola með, gengur þetta enn betur, og agúrkan verður sem ný. ISkótískan í sumar — sandalar — bandaskór Enginn vafi er á því, að við munum í sumar koma til með að sjá marga fætur íklædda sandölum af margs konar Igerðum og þá annað hvort með kínahæl eða alveg flatir. Okkur hefði nú fundist fremur ótrúlegt, að við myndum ganga í svona skóm, eins og notaðir voru fyrir um 30 — 40 Iárum síðan. En svona er það og hefur alltaf verið, að það, sem okkur þykir fráleitt, að við munum nokkru sinni láta sjá okkur í, það erum við komin í, áður en við vitum af. Þessir sandalar fara sér- staklega vel við víð pils og stórar blússur eða peysur. Og svo eiga sokkarnir að vera niðurrúllaðir. Sumum kann að I virðast þessi tíska vægast | sagt Ijót, en ef betur er að gáð, þá fer þetta ungum stúlkum mjög vel. En við komum til með að geta notað háhælaða skó einnig, og þá til fínna brúks. Fínu skórnir eru flestir með mjæg háum hælum og mikið opnir, eiginlega bandaskór. Og á þeim flestum er ökla- j band. Litir eru áberandi mikið | pastellitir og eiginlega allir li_tir aðrir en svart og brúnt. Svo að þetta sumarið ættum við að geta fengið sitthvað við okkar hæfi, og er þegar komið úrval af sandölum i verslanir i Reykjavík. i stuttri sögu eftir Colette er sagt frá miðaldra konu, sem er að laga sig til og undirbúa 54 VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.