Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 45
Lífið í hjónabandinu er
ekki bara dans á rósum.
En lífið eftir skilnaðinn
getur sannarlega verið
erfitt líka, ekkert síður
hjá þeim, sem áttu frum-
kvæðið að skilnaðinum og
þráðu ekkert heitar en að
eignast „sitt eigið líf.”
Eftirfarandi grein á ef-
laust erindi til margra,
sem ef til vill hafa staðið í
sömu sporum og þau, sem
hér segja frá.
alltof fljótt eftir skilnaðinn,
þannig að þær fá ekki tíma til að
átta sig. Og þær eru ekki einar
um það. Það er þvert á móti
mjög algengt, að þeir, sem hafa
nýskilið við maka sinn þola bók-
staflega ekki einveruna. Það
væri ekki réttlátt að segja, að
þeir taki þann fyrsta, sem
býðst, en þeir láta að minnsta
kosti til leiðast alltof auðveld-
lega. Þeir þarfnast, bæði andlega
og líkamlega... að vera
helmingur af pari aftur. Og svo
eru til nokkrir, sem gera það
hreinlega af hagkvæmnisástæð-
um. Það er ekki ætlunin að vera
með neina kynfordóma hér, en
það er staðreynd, að karlmenn,
sem eru vanir því, að dekrað sé
við þá innan heimilisveggjanna,
geta hreinlega ekki fellt sig við
þá tilhugsun að eiga að fara að
elda og sjá um sig sjálfir. Það er
svo auðvelt að flytja inn til nýju
vinkonunnar og láta hana sjá
um það, en eru þeir þá ekki
komnir í sama gamla farið aftur?
— Ég sé það núna, að ég hefði
átt að flytja inn í eigin íbúð,
þegar ég fór frá konunni minni,
segir sá fertugi, til þess að reyna
að átta mig. En það lá bara svo
beint við að flytja inn til
vinkonu minnar, sem ég hafði
þekkt talsvert lengi. Hún leysti
líka mörg vandamál fyrir mig,
en þess þurfti ég einmitt með, og
þar að auki þótti mér mjög vænt
um hana.
SÁLIN FLYTUR EKKI
MEÐ
Og sá fertugi heldur áfram:
— Þaðermikill munuráþví,
að þekkja einhverja persónu og
vera ef til vill í föstu sambandi
við hana og á því að búa með
henni. Og stundum flytur annar
aðilinn beint inn í íbúð fyrir-
rennara síns og fær einhvern
veginn engu að ráða. Við
skiljum líka mikið eftir á gamla
staðnum. í byrjun halda kannski
flestir að þeir hafi aðeins skilið
eftir áþreifanlega hluti. En síðan
rennur það smám saman upp
fyrir þeim, að það varð eitthvað
fleira eftir, nefnilega hluti af
sálinni, ef við getum leyft okkur
að vera svo hátíðleg .
Með því að flytja beint frá
einum til annars, þá fær fólk
engan tíma til þess að finna til
þessarar hræðilegu einmana-
kenndar, sem svo margir hafa
talað um. En eftir margra ára
hjónaband er það í rauninni
óeðlilegt að kynnast ekki þessu
erfiða tímabili einsemdarinnar
síðan skildi hún og var búin að
búa ein í nokkur ár. Nú er hún
tæplega fertug og búin að hitta
mann, sem er nýfluttur frá
konunni sinni — heim til
hennar. — „Mér þykir mjög
vænt um hann, og ég held, að
honum þyki líka vænt um mig,”
segir hún. „En í hreinskilni sagt,
þá finnst mér stundum, að það
eina, sem ég geti gert, sé að
gefast upp. Ég fæ nefnilega
þessa hræðilegu tilfinningu, að
það sé eins og við séum bara
saman um stundarsakir. Að
hann hafi ekki hugsað sér að
sleppa fyrri konunni Að hann
viti einfaldlega ekki, hvað hann
vilji. Og þá verð ég ósanngjörn
og heimta að fá allt á hreint.”
AFTURÍSAMA
FARINU
Þessar manneskjur hafa eitt
sameiginlegt. Þær hafa allar gert
sömu vitleysuna. Þær hafa
kastað sér út í fast samband
fyrst eftir skilnaðinn. Því ég vil
halda því fram, að maður búi
ekki með manneskju í áraraðir,
og skilji síðan við hana, án þess
að verða fyrir sársauka og óþæg-
indum. Og manni getur þótt
vænt um nýja lífsförunautinn,
en samt sem áður hefur maður
átt svo margt sameiginlegt með
sínum fyrsta.
Þess vegna ætti hver og einn
að ganga í gegnum þetta tímabil
einsemdarinnar, áður en hann
fer að hugsa út í það að fara að
búa með einhverjum aftur. Það
liggur við, að það ætti að þvinga
fólk til þess að taka sér þetta hlé,
og ég tala af reynslu, það hefur
beinlínis háð mínu nýja sam-
bandi, að ég skyldi ekki bíða
aðeins og reyna að átta mig á
stöðu minni, áður en ég flutti
inn til vinkonu minnar.
AÐ FLYTJA SAMAN OF
FLJÓTT
Það er ekki eins mikill munur
á viðbrögðum fólks, eins og við
höldum. Og þó svo að eftir-
farandi frásögn sé ekki frá
vinkonu þess fertuga, heldur
annarri konu í næstum því alveg
sömu sporum og hún er I, þá má
alveg líta þannig á, að svo sé.
Hún segir:
— Ég hef ekki trú á því, að
samband okkar muni vara mjög
lengi til viðbótar, því við gerðum
þau mistök að flytja saman allt
of fljótt eftir að við kynntumst.
Ég hafði búið ein í nokkur ár
eftir skilnaðinn og hafði
eiginlega komið mér mjög vel
fyrir. Þó hafði mér liðið mjög
illa í byrjun, það viðurkenni ég
fúslega. En ég komst í gegnum
það og var búin að finna mér
aftur eins konar fótfestu í lífinu.
Ég var búin að innrétta íbúð,
hafði góða vinnu og átti marga
vini og kunningja, sem ég fór út
að skemmta mér með. Ég
hugsaði að sjálfsögðu um það,
að ef til vill fyndi ég einhvern
tíma einhvern, sem ég gæti
hugsað mér að búa með. En
þessi hugsun stjórnaði alls ekki
lífi mínu og gerðum. Ég var
alltaf að upgötva eitthvað nýtt
sem hægt var að gera og gleðjast -
yfir.