Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 9

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 9
Ég geri bara það.sem mér þykir gaman að gera...mér hafði verið sagt að Islendingar væru sein- teknir.... ég er aldrei taugaóstyrkur...það þýðir ekki að bjóða mér annað en kók eða ávaxtasafa. Eftir þriggja ára ládeyðu í hljómleikahaldi erlendra skemmtikrafta hérlendis kom Harpo. Það var ætlunin að hann dustaði rykið af þessari grein í bransanum, en því miður komu alltof fáir til að hlusta á hann í Sigtúni. Hann var samt góður, alveg þrælgóður, meira að segja. Ekki er þó meiningin að ræða um þá tónlist, sem hann flutti, eða gagnrýna hann. Okkur tókst að króa hann af úti i horni, eftir að hann hafði lokið söng sínum, og fer stutt rabb við hann hér á eftir. — Ég er mjög ánægður með vjiðtökurnar. Mér datt ekki í hug , að nokkur hér kannaðist við lögin mín. Mér hafði líka verið sagt, að Islend- ingar væru seinteknir og það væri erfitt að fá þá til að klappa og syngja með. En raunin varð allt önnur. Það sungu allir og klöppuðu af mikilli innlifun og það kom mér sannarlega á óvart. — Notarðu alltaf sömu hljómsveit- ina til undirleiks? — Það má segja það. Engar stór- breytingar hafa orðið á þessari hljóm- sveit, sem hefur verið með mér síðan 1975, og samstarfið hefur verið mjög gott. Þetta eru allt topp menn á sínu sviði í Svíþjóð. Ég hugsa ekkert um frægðina. Hver er uppáhldssöngvarinn þinn? — Bob Dylan. Hann var að byrja, þegar ég fékk fyrst áhuga á tónlist. — Þú varst nýlega á ferðalagi um Evrópu, ekki satt? — Jú, ég var í Þýskalandi í fjóra daga og síðan í Danmörku, Finnlandi ^g Svíþjóð, áður en ég kom hingað. — Hefurðu ferðast mikið til þess að halda tónleika? — Ég hef ferðast um alla Evrópu til þess og einnig gert marga sjónvarps- þætti, aðallega í Þýskalandi. — Ertu taugaóstyrkur áður en þú kemur fram á hljómleikum? — Nei, ég er aldrei taugaóstyrkur og stæði ekki í þessu, ef ég væri það. Stundum líður mér samt illa eftir hljómleika, ef mér finnst eitthvað hafa farið úrskeiðis. — Hvert er ferðinni heitið, þegar þú ferð héðan? — Ég fer til Svíþjóðar. Þar á ég kappreiðahesta, sem ég nota í kerru- kappreiðum, og ætla að æfa þá fyrir keppni. Einnig geri ég ráð fyrir að taka upp nokkrar litlar plötur. Síðan er ferðinni heitið til Þýskalands og fleiri Evrópulanda, þar sem ég mun gera sjónvarpsþætti. Svo þarf ég líka að semja ný lög og texta. Það tekur sinn tíma. — Ertu ánægður með þá frægð, sem þú hefur þegar hlotið, eða ertu bara rétt að byrja? — Ég hugsa ekkert um frægðina. Ég hef gaman af þessu og það er mest um vert. Þegar öðrum líkar það vel, sem ég er að gera, er það auðvitað ennþá skemmtilegra og það skapar mér peninga. Það verður allt mun auðveldara, þegar peningar og • frægð eru komin í spilið. Ef ég væri eingöngu að leita að frægð, hefði ég 18. TBL.VIKAN9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.