Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 39

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 39
 AGÖTHU CHRISTIE Giles steig út úr bílnum og hljóp inn. Hann tók upp símann. „Giles Reed hér.” ,,Góðan dag. Ég var rétt í þessu að fá dálitið skritið bréf. Frá konu, sem heitir Lily Kimble. Fg hef verið að reyna að muna, hver hún er. Ég hélt fyrst að hún væri gamall sjúklingur — það kom mér á villigötur. En ég held helst, að hún hafi verið starfsstúlka í húsinu ykkur. Hún hefur verið þjónustu stúlka þar, þennan tíma sem við vorum í tengslum við húsið. Ég man, að það var stúlka þar, sem hét Lily, en ég get reyndar ekki munað, hvað hún hét að eftirnafni.” Morð þér í leiðinni, ef þú vilt. Það er enginn krókur fyrir okkur.” ,,Já, það væri alveg ágætt.” ,,Ég vil helst ekki vera að tala mikið um þetta í simann,” útskýrði læknirinn, þegar þau komu. ,,Mér finnst alltaf að það sé verið að hlusta á línunni. Hérna er bréfið frá þessari konu.” Hann lagði bréfið á borðið. Það var skrifað á ódýran pappír og með óheflaðri skrift. Kæri herra! (hafði Lily Kimble skrifað). Ég yrði mjög þakklát, ef þú gæti gefið mér góð ráð í sambandi við þetta, sem ég sendi hérna með bréfinu, ég klippti þetta út úr dag- blaði. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og ég talaði um það við herra Kimble, en ég veit ekki, hvað er best að gera. Heldurðu að þetta sé í sambandi við peninga eða einhver verðlaun, því mér veitir svo hans, — svo það var ekki að undra, þótt hann hefði þessa skoðun. En dag nokkurn var hann að aka nálægt Newmarket, og kom þar að, þar sem verið var að temja hesta. Og þá kom þetta yfir hann — honum var þetta í blóð borið.” „Foreldrar bæði Walter Fane og Erskine virðast hafnir yfir allan grun,” sagði Giles alvarlega, en það vottaði fyrir brosviprum í kringum munn hans. ,,En morð eru líka oft framin af viðvaningum.” ,,Það sem mikilvægasher,” sagði ungfrú Marple, ,,er, að þeir voru hér, — á staðnum. Walter Fane var í Dillmouth. Samkvæmt því, sem Erskine sjálfur segir, þá hlýtur hann að hafa verið með Helen stuttu áður en hún dó — og hann fór ekki heim á hótelið fyrr en seint um nóttina.” , ,En hann var ekkert að draga dul á það. Hann —” Gwenda þagnaði. Ungfrú Marple horfði hvasst á hana. ,,Ég vil bara leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa verið á staðnum,” sagði ungfrú Marple. Hún leit af einu á annað. Síðan sagði hún, ,,Ég held, að ykkur ætti ekki að vera skotaskuld úr þvi, að finna heimilisfang J. J. Afflicks. Þar sem hann er eigandi Daffodil Coaches, þá ætti það að vera auðvelt.” Giles kinkaði kolli. ,,Ég ætla að finna það. Ég hlýt að finna hann i simaskránni. Hann hikaði. , .Finnst þér að við ættum að tala við hann?” Ungfrú Marple þagði um stund, en siðan sagði hún: ,,Ef þið gerið það — þá verðið þið að vera gætin. Þið munið hvað gamli garðyrkju- maðurinn sagði — Jackie Afflick er slyngur. Þið verðið — þið verðið að fara varlega...” 21. J. J. AFFLICK J. J. Afflick, Daffodil Coaches, Devon og Dorset áætlunarferðir, hafði tvö númer skráð í símaskrána. Annað var skrifstofunúmer í Exe- ter, en hitt heimanúmer í húsi hans rétt fyrir utan borgina. Þau fengu viðtal við hann næsta dag. Þegar Giles og Gwenda voru að aka af stað, kom frú Cocker hlaupandi út og veifaði til þeirra. Giles steig á hemlana og nam staðar. „Kennedy læknir er í símanum, herra.” ,,Hún var gullfalleg, hún Helen, þegar hún kom fyrst heim úr skólanum. Og lífsglöð líka. Hún vildi alls staðar vera — á dans- leikjum, og spila tennis og allt mögulegt.” ,,Það var stúlka þar, sem hét Lily. Gwenda man eftir henni, hún hnýtti einhvern tíma slaufu um hálsinn á kettinum.’ , .Gwennie hlýtur að hafa alveg frábært minni.” ,,Já, það hefur hún.” ,,Ég vildi gjarnan ræða við þig um þetta bréf, — en ekki í sima. Verðið þið heima ef ég kem núna?” ,,Við erum að leggja af stað til Exeter. Við getum komið við hjá sem ekki af peningunum, en ég vil ekki lenda i lögreglunni, eða neitt slikt. Ég hef oft verið að hugsa um kvöldið, þegar frú Halliday fór, en ég er viss um að hún fór ekki neitt, því þetta voru ekki rétt föt. Ég hélt fyrst að húsbóndinn hefði gert þetta, en nú er ég viss, af þvi ég sá þennan bil út um gluggann. Þetta var glæsibíll og ég hafði séð hann áður, en ég vil ekki gera neitt, án þess að spyrja þig fyrst, hvort það sé allt í lagi og ekki neitt í sambandi við lögregluna, því ég hef aldrei átt neitt saman við hana að sælda og maðurinn minn myndi heldur ekki vera hrifinn af því. Ég gæti komið til þin næsta fimmtudag, ef ég má, því þá er markaðsdagur og Kimble verður ekki heima. Mér þætti vænt um, ef ég má koma. Virðingarfyllst Lily Kimble. ,,Þetta var sent á gamla heimilis- fangið mitt í Dillmouth,” sagði Kennedy, ,,og ég fékk það svo sent áfram hingað. Þessi úrklippa er auglýsingin ykkar.” „Þetta er stórkostlegt,” sagði Gwenda. „Þú sérð — að þessi Lily — hún heldur ekki að faðir minn sé sekur.” 18. TBL. VIKAN39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.