Vikan - 08.06.1978, Síða 15
Rúnar: Hún hefur nú stundað pianónámið af mun
meiri alvöru en hún þurfti með!
Berglind: Já, það er krafist þriggja stiga með
einsöng, en ég er komin i fimmta stig, áhuginn er svo
mikill!
— Eruð þið bæði meira fyrir klassiska tónlist?
Rúnar: Já, svona i það heila. Annars erum við bæði
mikið fyrir tónlist almennt. Það er svo til sama, hvaða
tónlist þaðer.
Berglind: Þetta er bara eðlileg þróun, eftir því, sem
maður lærir meira, þvi erfiðari viðfangsefni vill maður
glima við. Plötusafnið okkar er þó mjög blandað, það
er engin ein tegund tónlistar, sem yfirgnæfir.
Rúnar: Plötusafnið hjá okkur skiptist eiginlega i
tvennt. Annars vegar er klassiskt. háklassiskt, sem svo
aftur skiptist í hljómsveitarflutning. kórverk og
einsöng. Hins vegar er svo þetta léttara. og þar eiga
allar stefnur sinn fulltrúa, hvort sem um er að ræða
létt popp. þungt popp eða framúrstefnupopp. Ég held
við séum alveg sammála um það, að öll tónlist á rétt á
sér. ef hún er aðeins unnin af tónlistarlegu hugarfari.
Eins og i öðrum listum. eru menn að tjá sig um eitt-
hvað. i þessu tilfelli tónlistarmenn. sem tjá sig i
tónum.
Berglind: í sambandi við þessa tjáningu, þá er
ákaflega gaman að fást við flutning á ljóðatónlist, þar
Hópurinn, sem fór til Túnis árið 1972, ásamt
stjórnanda kórsins, Agli Friðlerfssyni. Berglind
stendur í öftustu röð, rótt fyrir framan stjórn-
andann (til hægri).
sem flytjandinn reynir að endurflytja upplifun
tónskáldsins á Ijóðinu og setur þá að sjálfsögðu sína
túlkun með.
„KONSERTINN VAR MESTA
ÞREKRAUNIN”
— Hvernig fór lokaprófið þitt fram, Berglind?
— Berglind: Ég tók prófið þannig, að ég söng hluta
af efnisskrá, sem ég var svo með á konsert viku síðar.
Sigriður Ella var prófdómari minn, en á konsertinum
þurfti ég að spanna yfir nokkuð margar stefnur, langt
tímabil i tónbókmenntum. Það var um að gera að
hafa lögin sem ólikust, sýna sem flestar hliðar á sér.
Ég söng t.d. ariur, lög frá rómantíska tímabilinu,
nútímalög o.s.frv., en allt i allt voru þetta tólf lög. Svo
frumflutti ég nýtt lag, sem Fjölnir Stefánsson, skóla-
stjóri Tónlistarskólans i Kópavogi.samdi sérstaklega
fyrir mig. Lagið heitir „I lystigarði” við Ijóð Snorra
Hjartarsonar. Konsertinn var eiginlega mesta
þrekraunin, þótt ég hefði fengið dóm prófdómara fyrir
hitt. Elisabet Erlingsdóttir var söngkennari minn, en
ég byrjaði upphaflega hjá henni, þegar ég var 14 ára,
áður en ég fór til Túnis. Þá átti ég að syngja einsöng
þar, og Egill sendi mig til Elisabetar, til þess að ég
kynntist rödd minni betur, og eins, svo ég kynni betur
að meðhöndla það lag, sem ég átti að flytja. Svo kom
„Lítið eitt” timabilið, og sautján ára fór ég aftur til
Elísabetar, en allt i allt hef ég verið hjá henni i sex ár,
þar af í tvö ár óskipt eftir stúdentspróf. Ég fæ seint
fullþakkað að hafa verið svo heppin með söngkenn-
ara, eins og ég var. Þetta er búin að vera sex ára
barátta, sem náði hámarki sínu á tónleikunum i fyrra-
kvöld.
— Þú hefur auðvitað verið yfir þig stoltur, Rúnar?
— Rúnar: Já, svo sannarlega! Ég snerti ekki
jörðina!! í alvöru talað, þá var þetta virkilega
skemmtilegt, enda stóð hún sig með prýði.
— Þið hafið bæði sungið með mörgum kórum?
— Berglind: Já. við vorum i Polýfonkórnum, og svo
höfum við verið i kór Langholtskirkju og Þjóðleikhús-
kórnum. Ætli ég hafi ekki sungið með flestum kórum
á suðvesturhorni landsins!
— Nú var gömul upptaka frá „Stundinni okkar” i
sjónvarpinu nýverið, og þar söngstu einsöng. Fannst
ykkur ekki gaman að sjá þetta aftur?
— Rúnar: Mér fannst óhemju skemmtilegt að sjá
þessa upptöku! Þetta er allt annað en sjá venjulega
Ijósmyndir. Mér þótti einstaklega gaman að sjá
dömuna þarna. tíu ára gamla!
— Þú manst ekki eftir að hafa séð hana, þegar þetta
varsýnt i sjónvarpinu upphaflega?
— Nei. ekki man ég nú eftir því, þó mér finnist það
liklegt.
„KYNNTUST í ÓPERU”
— Kynntust þið kannski i gegnum sönginn?
— Berglind: Já, við kynntust fyrst árið 1975, þegar
verið var að setja upp óperuna Carmen hjá Þjóðleik-
húsinu. Ég söng þá með Þjóðleikhúskórnum en R únar
var statisti.
— Voru kynnin þá ekki rómantisk, þegar þið voru
svona umvafin leikhúslifinu?
— Rúnar: Jú, það fer ekki hjá þvi, að manni finnist
þetta rómantískt, þegar við kynnumst í svona frábærri
og skemmtilegri óperu, eins og Carmen er. Óperu, sem
byggist mikið á átökum i tilfinningalifinu.
— Nú varstu með óskalagaþátt i útvarpinu
Berglind. Hvemig kom það til?
— Berglind: Ég vann á tónlistardeildinni hjá út-
varpinu í tvö sumur, og þar kynntist ég Gunnvöru
Braga. Hún átti hugmyndina að þessum þætti, sem
var óskalagaþáttur fyrir börn, 12 ára og yngri. Hún
bað mig að taka þáttinn að mér, og ég byrjaði semsagt
með hann og sá um hann i eitt og hálft ár, eða þar um
bil.
— Vargamanaðsjá um þennan þátt?
— Berglind: Já, það var óskaplega gaman. Oft
skrifuðu mæðurnar fyrir börnin, en þau, sem voru
aðeins eldri, skrifuðu yfirleitt sjálf, og þá fékk ég oft
löng bréf með kveðjunum, þar sem mér voru veittar
allar helstu upplýsingar um fjölskyldu bamanna, vini,
hvað var að gerast i kringum þau o.s.frv. Það var
óskaplega gaman að fá svona þréf.
— Nú, svo voruð þið í „Lítið eitt" lika með þátt í
sjónvarpinu, „Kvöldstund i sjónvarpssal." Hvernig
var að vinna við það?
— Berglind: Það var líka skemmtilegur timi, en ég
var bara svo miklu yngri þá og litið framfærin. Ég
hafði eiginlega ekkert að segja í þessum þáttum. ég
söng bara min lög.
„FRAMTÍÐARÁÆTLANIR EKKI
FASTMÓTAÐAR”
— Ætlarðu ekki að halda áfram söngnámi?
— Berglind: Jú, við förum til Stokkhólms í haust.
Þar ætlar Rúnar i áframhaldandi nám i sálfræðinni,
og ég ætla að reyna að komast að í Tónlistarhá-
skólanum þar. Annars eru framtiðaráætlanir okkar
ekki fastmótaðar. utan þess, að við ætlum bæði að
reyna að læra meira. Hvort það ber svo vott um
nokkurn árangur, verður timinn að leiða i Ijós.
— Rúnar: Það er ekki nokkur vafi á þvi. að það
verður mikil upplyfting að komast út fyrir land-
steinana til búsetu. Bæði er, að nauðsynlegt er að
kynnast nýjum löndum, nýju fólki og siðum. og ekki
hvað síst að komast í menninguna i Stokkhólmi. En
tónlistarlíf þar er mjög fjölþreytilegt.
Berglind: Tónlistin er nauðsynleg fyrir okkur bæði.
Ef við höfum hana ekki, er mikils farið á mis.
— Kunnið þið eitthvað i sænskunni?
— Berglind: Já og nei! Við höfum auðvitað
dönskuna úr skólanum. og þetta verður ábyggilega
fljótt að koma.
Rúnar: Já, alla vega verður skilningurinn á lesmáli
og algengustu orðin fljót að koma. Norðurlandamálin
eru þaðskyld.
— Hvað reiknið þið með að verða lengi úti?
— Eins og við sögðum áðan. þá eru framtiðar-
áætlanir okkar ekki svo mótaðar. Það eru svo margir
þættir. sem verður að taka með i reikninginn. Þar má
t.d. nefna áhuga, efni og aðstæður. Við reiknum sem
sagt ekki með neinu. Það getur orðið eitt ár, það geta
orðið tvö ár, það geta alveg eins orðið fjögur ár eða
meira. Við vitum ekkert enn, timinn leiðir það i Ijós.
akm
23. TBL. VIKAN 15