Vikan


Vikan - 08.06.1978, Side 25

Vikan - 08.06.1978, Side 25
Morgcm Kane ÆVINTYRIÐ UM MORGAN KANE Morqan Kane ha'kurriiir knmd ií! r mill|Ontim emtakd r Evrópu oy Q.irulitrikjunum Bok.iflokkurinn er yoóri leió með <ió veróa eitt vmsriMustíi lestriirefnió um ArtH»risk<i vestrió sem ut hefur komió til þess«i A Islensku hofst utyof.i hokfinn«i 1976 oy fást þ«*r rtlsstaóar þer sem h«*fkur oy bloó selj.ist PRENTHUSIÐ SF Barónsstiy 11 b Simi 26380 Og skyndilega vissi hann, hvað það var. Anne hlakkaði ekkert til. Eða ef svo var, þá skyggði einhver sterkari tilfinn- ing þará. Dapurleiki? Söknuður? Hann tók eftir þvi, að hann starði á hana. „Hvað — hvað verðið þið lengi i burtu?” Babbitt enn kominn til skjal- anna. Hún brosti dauflega, eins og hún vissi, hvað hann var að gera. „Ég er ekki viss,” sagði hún alvarleg. „Anthony hefur engar fastar áætlanir um það.” „Ég skil.” Hann leit niður á teppið og leið ömurlega. Hann varð að binda endi á þetta. Hann gat ekki látið Anne fara í þeirri trú að hann væri algert fifl. Senda hana burt núna. „Frú Blake . ..” hóf hann máls. / „Já?" Hann reyndi að gera sig léttan i máli. „Ég fékk þig reyndar til að koma hingað á fölskum forsendum. Þú þurftir ekkert að hitta mig aftur. Mig langaði bara — tilaðkveðja.” Þó furðulegt mætti virðast, leit út fyrir að hún slakaði betur á. „Ég veit það,” sagði hún hljóðlega. „Mig langaði lika til að kveðja.” Eitthvað í rödd henn- arsnart hann á ný. Hún var að rísa á fætur. „Judd . . ." Hún leit á hann og hélt augum hans með sínum, og hann sá það i augum hennar, sem hún hlaut að sjá í augum hans. Þar var spegilmynd af straumi, sem var svo sterkur, að hann virtist næstum likamlegur. Hann hreyfði sig nær henni, en nam staðar. Hann gat ekki látið hana flækjast inn i hættuna, sem umkringdi hann. Þegar hann mælti, hafði hann næst- um stjórn á rödd sinni. „Sendu mér kort frá Róm." Hún horfði lengi á hann. „Gættu þín, Judd." Hann kinkaði kolli. þvi hann treysti ekki röddsinni. Oghúnvarhorfin. Siminn hringdi þrisvar áður en Judd heyrði til hans. Hann svaraði. „Ert þetta þú, doksi?" Þetta var Moody. Rödd hans stökk þvi næst út úr símtólinu og var skræk af ákafa. „Ertu einn?” „Já." Það var einhver annarlegur keimur af ákafa Moody, sem Judd kom ekki fyrir sig. Varkárni? Ótti? „Doksi — manstu að ég sagði þér að ég hefði hugmynd um það, hverstæði að bæki þessu?" „Já.. .” „Ég hafði á réttu aðstanda." Judd rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Veistu. hver drap Hanson og Carol?" „Já. Ég veit hver. Og ég veit hvers vegna. Þú ert næstur, doksi." „Segðu mér —” „Ekki i síma." sagði Moody. „Við verðum að hittast einhvers staðar og tala um þetta. Komdu einn.” KOMDU EINN! „Ertu að hlusta?” spurði rödd Moody. „Já,” flýtti Judd sér að segja. Hvað var það, sem Angeli hafði sagt? Hvað sem þu gerir. læknir. ekki hitla hann einn. „Hvers vegna getum við ekki hist hér?” spurði hann til að draga tímann. „Ég held að ég sé eltur. Mér tókst að hrista þá af mér. Ég hringi frá Fimm- stjörnu kjötpökkunarfélaginu. Það er á Tuttugustu-og-þriðju götu. fyrir vestan Tiundu breiðgötu, rétt hjá höfninni." Judd fannst erfitt að trúa því, að Moody væri að lokka hann i gildru. Hann ákvað að reyna hann. „Ég kem með Angeli.” Rödd Moodys var hvöss. „Komdu ekki með neinn. Komdu einn.” Þarna var það þá. Judd hugsaði um feita litla Búddhann hinum megin á simalínunni. Sakleysis- legi vinurinn hans, sem setti upp fimm- tiu dollara á dag og allan kostnað fyrir að leiða hann til slátrunar. Judd hafði stjórn á rödd sinni. „Gott og vel," sagði hann. „Ég kem eins og skot." Hann reyndi eitt kveðjuskot. „Ertu viss um, að þú vitir hver stendur á bak við þetta, Moody?" „Pottþéttur, doksi. Hefurðu ein hvern tímann heyrt um Don Vinton?" Og Moody lagði á. Judd stóð kyrr. og reyndi að lægja til- finningaofviðrið, sem geisaði innra með honum. Hann leitaði að heimasima Angelis og hringdi þangað. Síminn hringdi fimm sinnum, og Judd varð skyndilega gripinn ofsahræðslu um að Angeli væri ekki heima. Þorði hann að fara einn að hitta Moody? Siðan heyrði hann nefmælta rödd Angeli. „Halló?” „Judd Stevens.. Moody hringdi rétt áðan.” Rödd Angelis lifnaði öll við. „Hvað ^agði hann?” Framhald í næsta blaði. Ö)S tí I M « O 1 d ! o>| O s m ;e Ö>^ :0 Hand san Mýkir, græðir og verndar hörundió. Handsan er handáburður í háum gæóaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búó. Hand Hand san san HANDCREAM l’SSSSS’ Hand san % Heildsölubirgóir: Halldór Jónsson hf. Sími 86066. 23. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.