Vikan


Vikan - 08.06.1978, Side 35

Vikan - 08.06.1978, Side 35
AUSTURBÆJARBÍÓ HAFIMARBÍÓ rrJeg hefi ætíð elskað i i big" | Fögur og hrífandi litmynd. j Sýnd kl. 6 og 9. j Hótel (asablanca j Gamanmynd meS S MAItX-hræðrum. ! Sýnd kl. 4. ! Sími 1384. 2 »—*• «.—^—■»—»■—«.—•»—•«—4 Fyrsta auglýsing Austurbœjarfoíós. með pompi og pragt, en ásamt Austurbœjarbíói fékk Trípolí- bíó þrívíddarmyndir til sýninga. Var kapphlaup á milli bíóanna tveggja um þessa nýju tækni, en svo fór, að þau urðu jafn- fljót og sýndu fyrstu þrívíddar- myndirnar sama kvöldið. í A usturbæjarbíói var sýnd myndin Vaxmyndasafnið. Bíó- gestir urðu að nota sérstök gleraugu, sem gerð voru fyrir þrívíddarsýningar. Þessi nýung var þó skammlíf og aðeins sýndar tvær aðrar myndir af þessari gerð í Austurbæjarbíói. Austurbæjarbíó varð strax vinsælt til hljómleikahalds og hefur ætíð verið. Tónlistarfélag Reykjavíkur hefur t.d. verið nær eingöngu með tónleika sína þar og fjölmargt listafólk hefur komið þar við. Síðasta áratug hefur Leikfélag Reykja- víkur einnig starfað í húsinu. Fyrst Húsbyggingasjóður leik- félagsins, en síðar hefur hluti af rekstri leikhússins færst þangað. Sifurtunglið, skemmtistaður með opinbera dansleiki, starfaði í húsnæði bíósins í tuttugu ár samfleytt. Árið 1975 tók bíóið það húspláss til eigin nota og innréttaði þar veislusalinn Snorrabæ, sem þykir ákaflega vistlegur og hentugur fyrir einkasamkvæmi. Haustið 1977 voru gerðar breytingar á anddyri hússins. Var það stækkað um þriðjung og er sú breyting mjög til batn- aðar. 'Roy Rogers er einn frægasti kúreki allra tima. Austurbæjarbió hefur sýnt fjölmargar myndir með honum og var þá oft mikill hasar við bíóiö. ■sýningar uröufljótt vinsœlar StoJ'nancli: HaJ'narbió h.J'. Opnaö: 2b. des. 1948. Eigandi: Jón Ra)>narsson. Fjöldi sœta: 313. Tœkjabúnaöur: De Vray sýninf’avétar. Erl. vidskiptaj'yrirtœki: American Inter- national Pictures. Brul Production of> Jjöldi smáj'yrirtœkja. Vinsælustu myndir: Táknmál ástarinn ar. ..Litlle Big Man" og Chaplin-mynd- ir. Fjöldi mynda árlega: U.þ.b. 30. Fjöldi starfsfólks: 14. Á annart jóladag 1948 tók til starfa nýtt bió í Reykjavík, hið sjötta í röðinni, og nefndist það Hafnarbió. Til sýninga var fenginn skáli á horni Skúlagötu og Barónsstígs. Skálinn var lag- færður til muna og sett í hann 468 sæti. Helmingur þeirra var nýr, en hin fengin úr Eyjabíói I Vestmannaeyjum, sem þá hafði nýlega hætt starfsemi. Sýninga- vélar voru einnig keyptar frá Eyjabíoi. Vour þær aðeinsfjög- urra ára gamlar og tiltölulega lítið notaðar. Bíóiö þótti vist- legt og hljómur þar góður. Hlutafélagið Hafnarbíó stóö fyrir rekstrinum, en í stjórn þess voru til að byrja með: Stefán A. Pálsson, sem var framkvæmdastjóri, Guðmund- ur Halldórsson, verslunarstjóri og Lúðvík Þorgeirsson, kaup- maður. Fyrsti sýningarstjóri var Óskar Steinþósson og gegn- ir hann því starfi ennþá. Fyrst voru eingöngu sýndar enskar mvndir í Hafnarbíói, en fljótlega komu þangað líka myndir frá Danmörku. Að- sóknin var ákaflega misjöfn, en jókst gfurlega þegar amerískar myndir urðu vinsælar. Jón Ragnarsson keypti Hafn- arbíó af h/utafélaginu I. júlí 1968. Lét hann breyta húsa- kynnum þess talsvert, m.a. klæða salinn að innan og lag- færa forstofuna. Einnig lagði hann talsvert á sig við að ná betri samböndum við dreifing- arfyrirtæki erlendis. Sýningar- tíma var breytt fljótlega eftir það og daglegum sýningum fjölgað úr þremur í fimm. Urðu kvöldsýningar kl. 11 fljótt mjög vinsœlar og eru enn. I Hafnarbíói var á sínum tima sýnd ein umdeildasta mynd, sem sýnd hefur verið hérlendis. Það var Táknmál ástarinnar, en um hana var rifist í blöðum I tvo mánuði. Hafnarbíó hefur á undanförnum árum sýnt flestar af lengri mvndum Charl- es Chaplin, enda eru þær eitt af aðalsmerkjum kvikmynda- hússins. Systurfyrirtæki Hafn- arbíós er Regnboginn, sem sagt verður frá síðar. (Næst: Stjörnubíó og Laugar- ásbíó). Á.Á.S. KLIPPIÐ!! 23. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.