Vikan


Vikan - 08.06.1978, Síða 40

Vikan - 08.06.1978, Síða 40
að númer tuttugu og sjö stæði autt. Hann sagði, að það hlyti að vera við sitt hæfi, þvi að hann væri nákvæmlega jafn gamall, og svo tók hann það.” ,.H vilík ástæða fyrir að leigja búð!" „Þetta er ekki verri ástæða en hver önnur. En þú skalt ekki láta gamanyrði min eða hans villa um fyrir þér. Steve er slunginn verslunarmaður, og honum gengur vel. Ég ætla að fara úr þessuni fötum.” Donna fór í gallabuxur og peysu, og þær voru rétt sestar niður með kaffi- krúsir, þegar dyrabjallan hringdi. „Áttu von á einhverjum?” spurði Maggic. Svipur Donnu var varkár, en hún hristi höfuðið. Maggie fór niður, og hún var ekki fyrr búin að Ijúka upp eri karlmannsrödd sagði: „Ég hélt. að þetta værir þú. Ég sá þig þarna i glugganum.” „Stcve!” Hún brosti, fyrst dauflega. en síðan af mikilli ánægju. „Ég skil ekki. hvernig þú þekktir mig. Ég þekkti þig ekki. og þú hel'ur ekkert breyst.” Það var satt. Þó að hann hefði þrosk- ast, þá voru persónutöfrar Steve. reglu- legir andlitsdrættir hans og heilbrigður sólbruninn. sem hann hafði alltaf. ná- kvæmlega eins og hún minntist þeirra. Kimnisglampinn var cnn i ljósbrúnum augunum. og hendur hans gripu þétt- ingsfast um axlir hennar. Stcve sagði: „Þú hefur breyst. Þú ert • eymdarleg. Maggie." „Þakka þér kærlega!" „Það var ekkert." Hann beygði sig og kyssti hana létt á kinnina. Bláa nœlan Maggie sagði: „Komdu og fáðu þér kaffi. Svart. þvi við eigum enga mjólk." Hún fann greinilega fyrir manninum. sem gekk á eftir henni upp og elti hana inn í stofuna. Blá augu Donnu Ijómuðu af kæti, þegar hún leit af Maggie á Steve og aftur til baka. „Þú varst ekkert að sóa tímanum." sagði hún við Steve. „Auðvitað ekki. Maggie hefur ekki komið hingað mánuðum saman, og ég hef því ekkert efni á að sóa tímanum. þegar hún kemur aftur á básinn.” Maggie var ekki fyrr búin að rétta honum könnu fulla af kaffi en Steve spurði Donnu strangur á svip: „Er ekk- ert, sem þú þarft að gera? Nærvera þin ersvolítið þrúgandi.” „Ja-hérna!" sagði Donna, án nokkurr- ar beiskju. „Má ég ekki einu sinni Ijúka við kaffið mitt? En fyrst þú minntist á það. þá hef ég reyndar nokkuð að gera. Ég þarf að fara í bað og sofa svo i nokkra tima, þannig að þið eigið staðinn, elsk- urnar minar. Skemmtið ykkur vel. Og Steve...." „Já?" „Maggie þarfnast upplyftingar. Ross erfarinn...” „Donna!” Maggie greip hvasst frammi. og systir hennar yppti öxlum og fór uppá loft. Maggie hneig niður i stól, og Steve settist lika niður, krosslagði langa legg- ina og horfði á hana með óduldum áhuga. „Var þetta satt?” spurði hann loks. „Ég hef ekkert að gera núna i kvöld, vegna þess að ég er nýkomin og hef eng- an tima haft til að hringja i neinn." Ekki fyllilega allur sannleikurinn, en bjargaði stolti hennar. „Ekki það. Hitt. Um að Rossséfarinn frá þér." Mikið var hræðilegt að heyra það sagt, jafnvel þó það væri ekki satt. „Það, sem Donna var að segja þér,” útskýrði Maggie önug, „var, að Ross væri farinn til Amsterdam. Þaðer bara stutl ferð." „Svo?" Steve horfði rannsakandi á hana, en leit svo undan. „Þú hefðir átt að leyfa henni að Ijúka máli sinu. Ég fékk ranga hugmynd." „Algjörlega ranga hugmynd." „Ég biðst afsökunar," sagði Steve. „Byrjum upp á nýtt. Hvernig list þér á nýja Alan Ayckbourn leikritið og mat á eftir?" „Þetta voru miklar framfarir. Já, þakka þér fyrir." „Ég vona þá, að ég geti fengið sæti.” „Áttu við, að þú bjóðir konu I leikhús- ið, án þess að vera viss um, að þú getir fengið sæti? Hvílikt kæruleysi!” „Ég veit um ýmsa spotta til að toga í." „Þvi trúi ég." „Ég sæki þig klukkan hálfátta. Takk fyrir kaffið. Ég verð að fara núna. Ég á von á manneskju." Maggie horfði á eftir Steve ganga til dyra. Fætur hans gerðu ekkert hljóð á teppinu. Smellur i lásnum niðri gaf henni til kynna, að hann væri farinn. Hún stóð upp og leit út og ávitaði sjálfa sig fyrir að vilja horfa á hann og hæddi sjálfa sig fyrir að gera það, þvi hún sá rauðan sportbil aka upp að dyr- um forngripaverslunarinnar. Grönn. ljóshærð stúlka kom út og vafði löngum handleggjunum um hálsinn á Steve og kyssti hann ákaflega heitum kossi. Hann tók utan um hana, og þau fóru saman inn i búðina. „Þetta kalla ég að hafa margar i tak- inu,” tautaði Maggie við sjálfa sig og hló svo. Hún var gift kona, sem hafði þegið kæruleysislegt og óhugsað boð um að eyða kvöldinu með gömlum vini og ekk- ert annað. Hún var þess fullviss, að það væri ekkert annað. þvi hún þekkti sjálfa sig, og einu sinni hafði hún þekkt Steve mjög vel. Hann hefur ekki breytt um skap- gerð, hugsaði hún. Engu að siður hafði boð hans ekki verið algerlega óhugsað. Hann kom þangað I þeim tilgangi að bjóða henni út, ef hún hefði ekkert ann- að að gera, og Donna vissi það. Hún setti kaffikrúsirnar i vaskinn og fór upp til að búa um sig, áður en hún færi út. Donna var búin að tina upp dótið, sem kötturinn hafði velt um koll, en her- bergið leit samt illa út, og á rúmið og gólfið var staflað upp ýmsum munum. Þetta var nú einum of langt gengið, hugsaði Maggie, að nota herbergið hennar sem ruslakompu. „Ég lagði fram lök og svoleiðis." Syst- ir hennar kom út úr baðherberginu. Það sem sást af húð hennar, var eins og ung- barnahúð, og augu hennar voru syfju- leg. „Hvaðætlarðu aðgera?" Framhald í næsta blaði. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Húsgögn fyrir fólk á öllum aldri Verð mjög hagstætt Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 40 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.