Vikan - 08.06.1978, Side 47
tók hún upp byssuna og beindi henni að
honum.
Hann var næstum búinn að missa
glasið út úr höndunum og starði á hana
með galopinn munninn.
— Tengdamamma... hvað ertu að
hugsa? spurði hann hás og skelfingu
lostinn.
— Ekkert... ekki enn að minnsta
kosti, svaraði hún rólega, — fyrst þurf-
um við að tala dálitið saman. Ég skal
segja þér, að Nanna reyndi að fremja
sjálfsmorð fyrir klukkustund. Henni
mistókst, guði sé lof. Hún særði sig, en
ekki alvarlega. Ef hún væri dáin núna,
Ottó, værir þú morðingi.
Hún sá, að stórir svitadropar spruttu
fram á enni hans. Augun voru stjörf af
skelfingu og störðu á hana biðjandi.
Þetta var sú skelfing. sem hún ætlaði
að drepa hann með. Hún átti að
sprengja hann. Ofreyna veikt hjarta
hans. Hann reyndi að tala. en röddin
brást. Hann hvæsti orðin, sem voru
næsta óskiljanleg.
— Tengdamamma... þú mátt ekki...
þú getur ekki drepið mig.... þér verður
refsað... lögreglan...
Lillí hló kaldranalega.
— Refsing, endurtók hún hæðnis-
lega. — heldur þú. að ég óttist hegningu.
Ég hefi þegar hlotið ægilega refsingu. og
það er að horfa á. hvernig kvikindi eins
og þú kvelur og pinir dóttur mína. Ægi-
legri refsingu getur engin móðir hlotið
en horfa á barnið sitt kveljast. Það sem
ég geri þér núna, eru smámunir miðað
við allt. sem þú hefur á samviskunni. Þú
átt aðdeyja Ottó. Skilur þú það! Deyja!
Hún sá. hvernig æðarnar á hálsi hans
tútnuðu út, hann varð svarblár í fram-
an, og varirnar bærðust í örvæntingar-
fuilri tilraun til að segja eitthvað. Hún
beið þess. aðskelfingin yfirbugaði hann.
Hjatað þoldi varla meira nú. Hún sá það
á honum.
— Ég skal reyna að hitta þig beint í
hjartastað, Ottó, sagði hún hægt og ró-
lega, — þó að þú hafir kvalið Nönnu
miskunnarlaust. er ekki ástæða til að þú
þurfir að liða meira en nauðsynlegt er.
Ég er ekki haldin kvalalosta eins og þú.
Hún sagði þetta til að hann einbeitti
sér eingöngu að veiku hjarta sinu. Hún
sá, að hann reyndi að bera höndina upp
að brjóstinu. og andardráttur hans var
snörlandiog þungur.
— Nú tel ég upp að tiu. Ottó, sagði
hún. — en þú munt ekki heyra töluna
tiu. því að á sama augnabliki riður
skotið af. Ég held. að þú þurfir ekki að
finna neitt til.
Hún byrjaði að telja.
— Einn.... tveir... þrir.... fjórir...
Hún hætti, þegar hún sá, að hann
engdist sundur og saman og valt svo um
á sófann og lá kyrr með opinn munn og
uppglennt. skelfingu lostin augu. sem
störðu út i loftið.
Hún stóð eitt augnablik og starði á
hann. Svo gekk hún til hans og tók á
púlsinum.
Hún fann hann ekki.
Það næsta, sem hún gerði, var að
hringja á lækni. Hann kom fljótt og
staðfesti, að Ottó væri látinn. Siðan
hringdi hún á lögregluna. sem sá um, að
honum væri ekið á sjúkrahúsið til krufn-
ingar, eins og lögin mæltu fyrir. Allir
voru vingjarnlegir og sýndu samúð, og
Lillí brosti angurværu uppgerðárbrosi.
Nanna lá á einkastofu og grét,
þegar móðir hennar kom inn til hennar.
Lillí settist við rúmið og tók í hönd
hennar.
— Ég gat ekki þolað meira, mamma,
sagði hún kjökrandi, — en ég gat ekki
gert það... ó, hvaðég er lítilfjörleg mann-
eskja.
— Svona, stúlka min, sagði hún
mildilega og hughreystandi, — okkur
verður öllum eitthvað á. Það getur hent
alla að hafa ekki vald yfir kringumstæð-
um. Ég hefi oft hugleitt, að ykkur Ottó
væri fyrir bestu aðskilja.
— Nei, mamma. nei. nei... ég get ekki
án hans verið. Ottó er mér allt. Stundum
held ég, að ég sé I álögum. Mamma, það
er skelfilegt. en ég elska hann. Heldur þú
ekki. aðOttóelski mig jafn heitt?
Nanna horfði á móður sína gegnum
tárin.
— Hann gerði það. stúlka mín,
svaraði Lilli hægt, — það er nokkuð,
sem ég neyðist til að segja þér. Þegar
læknirinn hringdi og sagði mér, hvað þú
hefðir gert. hafði ég upp á Ottó og sagði
honum það.
Hún hikaði aðeins og strauk Nönnu
blíðlega yfir hárið.
— Það var meira en hans sjúka
hjarta þoldi, hélt hún áfram stilltum
rómi. — hann brotnaði alveg saman og
dó. Læknirinn gat ekki hjálpað honum.
Nanna horfði á hana. og smám saman
rann sannleikurinn upp fyrir henni.
— Ottó er dáinn, sagði hún. og rödd-
in varblæbrigðalaus.
— Já. vina mín, ansaði Lillí, — við
vissum. að hann var veill fyrir hjarta.
Það hlaut að koma að þessu fyrr en
siðar.
Nanna lokaði augunum.
— Ég var honum þá einhvers virði.
hvislaði hún.
— Já. sagði móðir hennar, —
manstu. hvað pabbi sagði stundum?
Nanna kinkaði kolli.
— Aðeins hið glataða átt þú til eilífð-
ar. hvislaði hún. — Ottó er minn núna.
Engin getur tekið hann frá mér. Engin.
Lilli þerraði tárin, sem runnu niður
kinnar Nönnu og andvarpaði léttar.
Tárin sögðu henni að hún hefði gert rétt.
Það eina. sem gat gefið dóttur hennar
frið og von um hamingjusamt lif.
— ENDIR.
í NÆSTU WIKU
Kristín Bjarnadóttir
leikkona
Kristín Bjarnadóttir, sem leikur eitt af
stærstu hlutverkunum í hinu nýja
leikriti Jökuls Jakobssonar, „Sonur
skóarans og dóttir bakarans." hefur nú
þreytt frumraun sina í islensku leikhúsi.
Hún hlaut menntun sína í Óðinsvéum i
Danmörku og hefur siðan starfað i
dönskum leikhúsum í fjögur ár. Auðvitað
dreymdi hana alltaf um að koma heim
og nota sitt eigið móðurmál á sviði, og
draumurinn rættist, þegar henni var
boðið hlutverk I áðurnefndu leikriti.
Viðtal við Kristínu birtist í næstu Viku.
Sjötugir Víkingar
Víkingar hafa lengi talist til hinna stóru
í íþróttaheiminum. enda byggja þeir á
gömlum og traustum grunni. Margir
kunnir íþróttamenn hafa slegið Ijóma á
nafn félagsins, en innan vébanda þess er
lika að finna marga, sem innt hafa fórn-
fúst starf af höndum. án þess að hljóta
frægðarorð fyrir. Fulltrúar beggja hópa
áttu saman glaðan dag til að minnast
sjötugsafmælis félagsins á þessu ári. og
Bjamleifur Bjarnleifsson tók nokkrar
myndir í því hófi, sem birtast munu i
næsta blaði.
George og Marta
Washington
í ameriskum sögubókum má lesa, að
fyrstu forsetahjón Bandaríkjanna hafi i
fjörutíu ár verið hamingjusamlega gift
og að heimili þeirra hafi verið
ameriskum fjölskyldum til fyrirmyndar.
Þetta er efalaust sannleikanum sam-
kvæmt, en þó eru brestir i hinni
fullkomnu mynd. Washington — sem
nefndun- var „faðir þjóðarinnar" —
eignaðist aldrei börn. Marta átti aftur á
móti tvö börn frá fyrra hjónabandi —
item þrjú hundruð þræla og 100.000
dollara i gulli. Það er grein um þau í
næsta blaði.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdótlir. Blaðamenn:
Aðalsteinn, Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Hrafnhildur
Sveinsdótlir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson.
Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i
Síðumúla 12, auglýsingar. afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. simi 27022.
Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 530. Áskriftárverð kr. 2000 pr,
mánuð, kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 11.300 fyrir 26
blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. gjalddagar: Nóvember,
febrúar, mai. ágúst. Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega.
23. TBL. VIKAN 47