Vikan - 22.06.1978, Síða 5
Þarna er allt fullt af krókum
og kimum, eins og ég komst best
að raun um, þegar ég leitaði að
salerni ogfór upp og niður stiga
í sívölum turni. Turn þessi er
annars frægasturfyrir, að Bretar
skutu af honum þakið, þegar
þeir bombarderuðu Kaup-
mannahöfn árið 1807.
RAFMAGN HVORKI í
MATSAL NÉ ELDHÚSI
Bogagöngin, vindutröppurnar
og matsalirnir minna á hinar
myrku miðaldir. Veitingamenn-
irnir eru ekki neitt að draga úr
þeirri tilfinningu. Þeir nota ekk-
ert rafmagn í matsölunum, þótt
þar séu ekki gluggar. í staðinn
logar þar á rúmlega 200 kerta-
stjökum.
Og þeir bæta enn um betur,
nota hvorki rafmagn né gas i
eldhúsinu. Matinn grillsteikja
þeir yfir opnum eldi, alveg eins
og forfeðurnir gerðu á miðöld-
um. Allt á semsagt að vera eins
og I gamla daga. Nema auðvitað
verðið. Það er nýtískulegt og
hátt.
Eins og annars staðar I Kaup-
mannahöfn er fjárhagslega
skynsamlegra að panta sér öl
fremur en vín með matnum.
Grænn kostar 9 krónur og gull-
inn 11 krónur.
F ÁRÁNLEG ASTA
VÍNVERÐ
ÆVISÖGUNNAR
Hins vegar er maturinn svo
góður þarna, að vínin freista.
Ráði menn ekki við þá freist-
ingu, er hægt að fá rauðvín eða
hvívín hússins á 34 krónur hálf-
flöskuna og 64 krónur heilflösk-
una. Við gerðumst þó svo djörf
að fá okkur heila flösku af Cotes
du Rhone frá árinu 1974 á 80
krónur.
Cotes du Rhone er dalurinn
og héraðið umhverfis frönsku
ána Rhone, sunnan frá borginni
Avignon norður til borgarinnar
Lyon. Þetta svæði er frægt fyrir
voldug vín og var I gamla daga í <
svipuðum metum og Búrgund
og Bordeaux.
Síaðn hefur tískan breyst. Vín
Rhone-dalsins eru vanmetin um
þessar mundir og reynast neyt-
endum því oft góð kaup. Við
vorum alténd ánægð með árang-
urinn, enda var 1974 gott vínár
á þessu svœði.
En það er líka hægt að gera
vond kaup í vínum á St. Ger-
truds Kloster. Þar kostar árgang-
urinn 1972 frá hinu fræga vín-
búi Chateau Margaux hvorki
meira né minna en 435 krónur
danskar eða um 20.000 íslensk-
ar! Sorglegast er, að Chateau
Klaustur sankti Geirþrúðar er fremur
tuttugustu aldariegt að sjá
að utan ...
Margaux þykir hafa misheppn-
ast vínræktin I Medoc-héraði.
Hef ég aldrei séð jafn fáránlegt
verð á víni.
RAUÐASTA STEIK
ÍÖLLU DANAVELDI
/ forrétt fengum við okkur
Coquilles St. Jaques á 46 krónur
og King Crab Split á 48 krónur.
Hvort tveggja var mjög gott, en
hið fyrra þó betra, því að á hið
síðara skyggðu chanterelle-
sveppir, sem við kunnum ekki
velaðmeta.
í fyrrnefnda forréttinum var
blanda af hörpuskelfiski, humar,
lauk, sveppum, soðin I hvítvíni,
skréytt sýrðum rjóma og hvítri
sósu og borin fram á hörpuskelj-
um. Hið síðara voru krabba-
klær, skornar langsum, með
chanterelle-sveppum í sósu úr
sýrðum rjóma ogsérríi.
/ aðalrétt fengum við okkur
Poularde St. Gertrud á 59 krón-
ur og Kalvemörbrad á 78 krón-
ur.
Hið fyrra var aliunghæna í
hvítu búrgundarvíni með lauk,
fennikel, gruyére-osti, þeyttum
rjóma og hrísgrjónum. Reyndist
það hinn ágætasti matur.
Steikin var þó öllu betri, raun-
ar alveg frábær. Hún var vel
rauð, og hef ég ekki séð slíkt
áður í Danmörku. Með henni
var sveppamauk, bernaise-sósa,
bökuð kartafla og grœnmetis-
salat.
í eftirrétt fengum við tertu
hússins úr marsipan, ávöxtum
og sýrðum rjóma á 21 krónu og
„sorbet" úr ananas og ísmuln-
ingi á 22 krónur. Síðan fylgdi
kaffi og koníaksglas í lítilli setu-
stofu undir áðurnefndu bóka-
safni.
HÓKUSPÖKUS
í KONÍ AKSSÖLUNNI
Einkenni/egt var, að venjulegt
þriggja stjörnu koníak kostaði
þarna 16 krónur glasið, en hið
rokdýra Martell Cordon Bleu þó
ekki nema 19 krónur. Miggrun-
aði skýringuna, þegar koníaks-
þjónninn kom ekki með flösk-
una, heldur aðeins glasið með
vökvanum I. Ég benti honum á,
að ég hefði hugarfar postulans
Tómasar, en hann gerði ekki til-
raun til að draga úr efasemdum
mínum. Þótti mér það billeg af-
greiðsla á dýrum stað.
í heild kostaði þessi veisla 424
danskar krónur eða 9.500 krón-
ur íslenskar á hvorn. Án kon-
íaksins hefði hún kostað 8.500
krónur. Og með öli í stað víns
hefði hún kostað 7.000 krónur
íslenskar.
Með þeim tilfœringum er
hœgt að mæla með klaustri
Geirþrúðar. Þá er verð veislunn-
ar komið niður í tölur, sem ekki
valda samviskubiti, því að stað-
urinn býður, auk góðs matar,
upp á verulega skemmtilegt mið-
alda-andrúmsloft, sem gaman er
að anda að sér.
Þar á ofan er til fyrirmyndar
að leyfa gestum að hefja máltíð
og Ijúka henni í hægindastólum,
þótt setið sé til borðs á milli. Slík
aðstaða er allt of sjaldgæf á veit-
ingahúsum.
(St. Gertruds Kloster, 32
Hauser Plads, sími 14 66 30)
Jónas Kristjánsson.
ínœstu viku Coq d 'Or
25. TBL.VIKAN 5
, en miðaldirnar koma I Ijós,
þegar komið er inn I
kjallara bakhússins.