Vikan - 22.06.1978, Side 6
Hjálpaðu mér,
greyið mitt
gráa!
sem eyðir flösu í
raun og veru.
íslenskar leiðbeiningar
á flöskunni.
Crisan flösusjampó
fæst í apótekum,
snyrtivöruverslunum og
flestum matvöru-
verslunum.
HALLDÓR JÓNSSON HF.
Dugguvogi 8
¥
POSTDRIM
Alltof feit
Kæri Póstur.
Mig langar að biðja þig um
að svara nokkrum spurningum,
sem eru mjög mik'Uvœgar fyrir
mig, svo ég vona að þín ein-
læga og sadda vinkona Helga
sé búin að fá nógu mörg bréf í
dag. Ég vil biðja þig Póstur
kær að birta svör við þessum
spurningum, því ég get ekki
verið svona eins og ég er.
Þannig er mál með vexti, að ég
er alveg hroðalega feit. Ég er
25 kg þyngri en ég á að vera.
Éger 77 kg en á að vera 52 kg
skv. hæð. Mér líkar mjög illa
við fituna, og einnig er mér illa
við það, þegar fólk hefur
áhyggjur af mér. Mörgum
fnnst svo agalegt hvað ég er
feit ogað ég, svona myndarleg,
skuli vera svona. Þetta fer
mjög I taugarnar á mér, þess
vegna leita ég ráða hjá þér,
hvernig ég eigi að ná þessum
25 kg af mér, án þess að þurfa
að halda mér við, og ftna um
þau aftur. Línan er tilgangs-
laus, svo þú verður að vísa mér
á einhverja lœknishjálp, þar
sem ég get losnað við þessi 25
kg og fá þau ekki aftur. Ég vil
biðja þig að fyrirgefa frekjuna,
en þetta er mjög mikilvægt
fyrir mig. Svo þetta venjulega:
Hverjar eru happatölur, happa-
litur og dagur þeirra, sem eru
fæddir 22.6.? Hvaða merki fer
best við krabba (kvk)? Hvernig
eiga vogin og hrúturinn saman,
og hvað lestu úr þessu hrafna-
sparki? Fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Einn bolti.
Ég hef nú ekki mikla trú á að þú
hafir mikinn viljastyrk, ef þér
finnst Línan ekki duga, því þeim
sem hafa viljann, og hafa farið
i Línuna hefur yfirleitt gengið
mjög vel. En þú skalt umfram
allt leita til læknis hið fyrsta, og
hann getur þá gefið þér tilvísun
á góðan lækni í efnaskiptasjúk-
dómum í Reykjavík, þvi það má
vel vera að þetta sé ekki ofát hjá
þér. Hins vegar máttu búast við
að þurfa að fara á sér mataræði,
meðan þú ert að losna við þetta,
og mér finnst líklegt að þú komir
til með að þurfa að halda því
áfram. Happatölur þeirra, sem
eru fæddir 22.6. eru 2 og 4,
happadagur er mánudagur og
happalitur er silfurhvítt. Annar
krabbi, bogmaður eða fiskar eiga
best við krabbastelpuna. Þú
verður að segja mér hvort er
kvk. vogin eða hrúturinn til að
ég geti séð hvernig þessi merki
eiga saman. Skriftin ber með sér
að þú sért draumlynd og svolítið
skáldleg innst inni.
Virðulegi Pósturl!
Ég þakka þér allt gott, sem
hefur komið í Vikunni, þú lífg-
ar heilmikið upp á blessunina!
En hvað ég ætlaði að segja
.... Já, ég hef vandamál, eins
og festir aðrir í þessum heimi,
ef ekki allir. Ef einhver hefði
sagt við mig fyrir viku: „Þú átt
eftir að leita til Póstsins", þá
hefði ég haldið þann sama kol-
ruglaðan. En hér er ég og
vandamálið er þetta: Ég var
með strák um helgina, sem ég
hef verið, ja, hrifn af (svo ekki
sé meira sagt) í lengri tíma, þú
skilur, við vorum alveg saman
(höjðum samfarir ... má svona
Ijótt orð koma í Vikunni?!!) og
ástin blossaði upp hjá grey
mér. En nú held ég að hann
haf bara engan áhuga á mér.
Já, ég veit að það eru fleiri
fiskar í sjónum, en ég er bara
búin að vera hrifn af grey
stráknum svo lengi, að mér
fnnst eins og hann sé eini
þorskurinn!! Þú heldur kannski
að þetta sé platbréf, en ég er
nú svona gerð, að breiða yfir
Mig langar að líkjast
karlmönnum
Fullkomni Póstur og háttvirta ruslafata
Þannig er málum háttað hjá mér, að ég fnn mikla til-
hneigingu til að líkjast karlmönnum, sem mest, þó ég sé að-
eins 16 ára. Mig langar samt ekki að láta breyta mér í karl-
mann, og ég haga mér ekki mikið sem karlmaður. Þetta er
bara svona innri þörf. Samt gœti ég aldrei hugsað mér að
vera með kvenmanni og er alveg með karlmönnum ef út í
það fer. En ég reyni að líkjast karlmönnum sem mest í
klæðaburði og útliti. Ég umgengst karlmenn nokkuð, sem
eru með öðrum karlmönnum (hommar), og lít á það sem
mjög sjálfsagðan hlut því þetta eru mínir kunningjar. Mig
langar til að heyra þitt álit á mér, því égget ekki rætt þetta
við mína nánustu, því þeir halda að mér finnist bara smart
að láta svona. Ég læt samt lítið á þessu bera.
Virðingarfyllst,
H.
Póstinum virðist þetta nú ekki vera neitt gífurlegt vandamál,
þar sem ekki virðist um kynferðislega brenglun að ræða hjá
þér. Ef þetta er þér hins vegar til byrði, mundi ég ráðleggja þér
að leita þér sálfræðilegrar aðstoðar, og því fyrr, því betra.
6VIKAN 25. TBL.