Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 13
„Atfa-Laval mjaltir".
OKa A striga 1977.
— Já. Hins vegar var erfitt að fá eitt-
hvað að gera á þeim tíma, því skólinn út-
skrifaði svo marga nemendur um þessar
mundir. Næstu 6 eða 7 árin vann ég því við
ýmis konar störf og byrjaði ekki aftur að
mála fyrr en rétt fyrir 1960. Ég var kennari
við Myndlista- og handíðaskólann 1959 til
1962, en síðan hef ég kennt í Myndlistar-
skólanum í Reykjavík. Fyrstu einkasýning-
una hélt ég 1962 í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins.
— Hvernig dóma fékkstu þá?
— Ég fékk svona þokkalega dóma. Þá
var ég aðallega með teikningar. Síðan hef
ég að mestu verið við þetta, þótt ég hafi
fengist við kennslu að' auki, og um tíma
skreytti ég keramikmuni hjá Glit.
ANDSTÆÐUR
í TILVERUNNI
— Þú hefur aldrei farið utan til þess að
afla þér menntunar eða áhrifa. Telurðu
verk þín tengdari landi og þjóð, af þeim
sökum?
— Að vissu leyti, en náttúrlega verður
maður fyrir áhrifum af öllu, ef maður er
með opin augu. Það berast hingað sterk
áhrif með öðrum listamönnum, tímaritum
og fjölmiðlum, og ég hef ekki farið varhluta
af þeim.
— Hvað orkar helst á þig til listsköpun-
ar?
— Andstæðurnar í tilverunni. Hvernig
vélin heldur innreið sína í náttúruna og
sveitina. Sjái ég eitthvað sterkt i því sam-
spili snertir það mig. Flestir málarar leita að
einhverju, sem þeim finnst vera þess virði
að gera skil. Ég er líka blendingsmaður,
uppalinn i sveit, en siðan borgarbúi. Það
hefur sín áhrif. Ég geri alltaf dálítið af
landslagsmyndum, kannski fremur óvenju-
legum, en það eru landslagsmyndir samt.
Birta og speglanir eiga líka stóran þátt í
verkum mínum.
— Málarðu mikið eftir einskærum hug-
dettum?
— Nei, ekki mikið, en eina og eina
mynd. Týndi böggullinn er til dæmis mál-
aður eftir hugmynd.
— Hvernig varð myndin „Skuggi á skýj-
um” til?
— Hún varð til af því að ég er dálítið
flughræddur og teiknaði þess vegna alla
leiðina á flugi að norðan. Reyndar hafði ég
lengi ætlað mér að teikna útsýni úr flugvél,
því ég hafði áður notað útsýni úr bíl sem
myndefni. Ég er yfirleitt alltaf rissandi á
ferðalögum. Ef ég ferðast norður á vorum
með bíl, þá sé ég alltaf eitthvað nýtt. Land-
ið er stöðugt að breytast og nýir hlutir að
koma í ljós, mannvirki og margt fleira. Úr
slikum ferðum verða svo venjulega til eitt
eða tvö málverk.
— Málarðu þá oftast eftir teikningum?
— Já, i flestum tilfellum. Ég geri oft
margar teikningar af sama mótífi, áður en
ég byrja að mála. Ef ég teikna á ferðalög-
um, merki ég oft liti inná, til þess að auð-
velda eftirvinnuna. Það kemur líka fyrir, að
ég geri olíukrítarmyndir, sem ég mála svo
beint eftir, og þá er ég mun fljótari.
25. TBL.VIKAN 13