Vikan - 22.06.1978, Page 14
„Frö Slippnum i Reykjavik" 1951. Myndina gerði
Hringur með svartri merkikrlt, þegar hann var við nám i Handiðaskölanum.
—
„Sjálfsmynd" blýantsteikning frá 1952.
MARGAR KVAÐIR
FÝLGJA ATVINNU MENNSKUNNI
— Hefur einhver einn málari haft meiri
áhrif á þigen aðrir?
— Éghef núekkiorðiðvarviðþað. Það
væri þá einna helst súrrealistinn Magritt,
þótt ég sé hins vegar ekki súrrealisti. Hann
málar mikið af fínlegum myndum og and-
stæðum.
— Áttu þér einhvern eftirlætis málara?
— Já, marga. Ef ég á að nefna ein-
hverja, þá eru það bandaríkjamaðurinn
Andrew Wyeth, Magritt og margir fleiri.
— Ertu alltaf í stuði til að ntála, eða
ntálarðu bara, þegar andinn kemur yfir þig?
— Það koma auðvitað þannig dagar, að
maður er ómögulegur. Ég reyni að skipu-
leggja vinnuna og setja mér ákveðin verk-
efni fyrir. Til dæmis, þegar ég er fyrir norð-
an á sumrin, þá mála ég oft í 8 til 10 tíma á
dag.
— Hefurðu getað lifað á listinni undan-
farin ár?
— Nei, það er fyrst núna, að ég er kom-
inn á það stig, að geta lifað á henni. En það
er nú bara rétt á mörkunum.
— Hvort er skemmtilegra að vera frí-
stundamálari eða atvinnumálari?
— Þegar ég var að þessu í frístundum,
sá ég oft óskaplega eftir því að geta ekki
haldið mig að hlutunum. Hins vegar eru
margar kvaðir, sem fylgja atvinnumennsk-
unni. Maður verður að sinna kaupendum,
halda sýningar reglulega o.s.frv. Ég held
þó, að ég sé blessunarlega laus við að hugsa
um sölumennsku þegar ég er að vinna að
málverki.
— Hefurðu ekki fengið listamannalaun?
— Jú, ég hef fengið þau og verið í efri
flokki í 3 eða 4 ár. Þau eru svo sannarlega
happdrætti í dag þessi listamannalaun, því
hér eru svo margir góðir menn. Mér finnst
t.d. fáránlegt að Hörður Ágústsson, Kjart-
an Guðjónsson og fleiri langskólaðir menn
skuli ekki vera á listamannalaunum.
Annars held ég að starfslaun séu að ýmsu
leyti heppilegri. Eitt sinn fékk ég slík laun,
en þá sótti ég um þau til þess að vinna að
ákveðnu verkefni. Þeir, sem hafa skilað
góðu dagsverki, ættu frekar að vera á föst-
um launum. Starfslaunin eru heppilegri
fyrir hina yngri. í Hollandi hefur ríkið
greitt listamönnum ákveðin lágmarkslaun,
en fengið í staðinn nokkur verk á ári, eða
a.m.k. forkaupsrétt á ákveðnum fjölda
verka. Það er í rauninni veðjað á hóp
manna og á meðan þeir standa sig, halda
þeir sínum launum. Báðir aðilar geta riftað
samningum, ef þeim sýnist svo.
GAMAN AÐ
UMGANGAST MÁLVERK
— Hvað finnst þér um íslenska myndlist
í dag?
14VIKAN 25. TBL.