Vikan


Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 16
Farrah Fawcett-Majors: „Þaö var ást við fyrsti Og hver er hún svo, þessi Farrah Fawcett- Majors? Hún er amerísk. Varð fræg fyrir að leika eitt aðalhlutverkið í hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um, „Charlie’s Angels”. Hún er efst á lista yfir þær sjónvarpsstjörnur, sem ungar stúlkur vilja helst líkjast. Og þar að auki er hún efst á lista yfir þær tíu, sem karlmenn vildu helst eyða kvöldstund sinni með! Andlit hennar hefur prýtt svo margar siður dagblaða og tímaríta, að hún er löngu hætt að reyna að hafa tölu á því. — Hún virðist hafa fengið allar sínar óskir uppfylltar: Hún var falleg, rík, fræg og býr í hamingjusömu hjónabandi með leikaranum Lee Majors, sem er þekktur úr sjónvarpsmyndaþáttunum „Six Million Dollar Man.” Islenskir sjónvarpsáhorfendur sáu hann nýlega í hlutverki Francis Gary Powers, flug- manns U-2 vélarinnar, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum árið 1960. En Róm var ekki byggð á einni nóttu, og eins er um frægðarferil Farrah Faw- cett-Majors. Og henni hefði aldrei tekist að brjótast til frægðar og frama án hjálp- ar David Mirisch, en hann var einnig umboðsmaður Raquel Welch, Barböru Perkins, Lindsay Wagner og Lyndu Carter, svoeinhverjir séu nefndir. „Það var I kringum 1965, að Texashá- skóli sendi mér bunka af myndum og bað mig um að vera þeim innan handar um að velja fegurðardrottningu skól- ans," segir Mirisch. „Ég var ekki lengi að finna út, hvaða stúlka átti að vinna. Andlit hennar bauð upp á eitthvað svo nýtt og ferskt. Hún var mjög óvenju- leg.” Þessi stúlka var Farrah Fawcett- Majors. „Ég sendi myndimar til baka til Tex- as, en ég gat ekki gleymt þessu andliti. Svo ég settist niður og skrifaði henni bréf. Þetta bréf var það fyrsta, en jafn- framt ekki það síðasta, sem Mirisch sendi henni, en öll enduðu þau á þessa leið: „Hvernig líst þér á þá hugmynd að flytjast til Hollywood ...?” Eftir margar bréfasendingar og mörg simtöl varð það úr, að fjölskylda Farrah Fawcett gaf henni leyfi til að fara, en ekki án þess að móðir hennar færi með henni til að fylgjast með því, að velsæm- ið sæti nú örugglega I fyrirrúmi. Þetta varð byrjunin á frægðarferli stjörnunnar, sem nú er sifellt mynduð annaðhvort á leið inn eða út úr frægustu næturklúbbum heims, eða þá í íþrótta- búningi með tennisspaða I hönd. En þegar Farrah kom fyrst til Holly- wood, var hún ákveðin i því að vera þar aðeins yfir sumarið. „Mér fannst ég ekki Myndlr af þessu Astfangna pari hafa varið vinscaK f réttaafni dagblaða og tfmartta A undanfömum mAnuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.