Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 21
HLUTI
Þaö, sem áður er komið:
Sjúklingur dr. Judds Stevens er drepinn
á götu úti, móttökustúlka Judds er drep-
in á hroðalegan hátt, og sjálfur virðist
Judd hundeltur af morðóðum náungum.
McGreavy rannsóknarlögreglumaður
trúir ekki orði af þvi, sem Judd segir, en
starfsbróðir hans, Angeli, sýnir Judd vin-
semd. Judd ræður Moody leynilögreglu-
mann sér til aðstoðar, hann leiðir of-
sækjendur Judds i gildru, en þeir sleppa.
Angeli grunar Moody um græsku og
ráðleggur Judd að vera á verði gagnvart
honum. Moody hringir I Judd, kveðst
vita, hver standi að baki öllu saman, en
hann er drepinn, áður enn hann getur
upplýst vitneskju sína. McGreavy er
grunsemdarfyllri en nokkru sinni fýrr,
og Judd gerir örvæntingarfullar tilraunir
til þess að komast að hinu sanna.
væri ekki kynvilltur, og honum skjátl-
aðist. Hann var búinn að finna morðóða
brjálæðinginn sinn, og nú myndi það
kosta hann lífið.
Hann missti meðvitund.
SEXTÁNDI KAFLI
kvalastrauma um æðamar. Hann sá allt
i fögrum litum núna, eins og höfuð hans
væri fullt af tindrandi regnbogum.
„Hver veitti yður rétt tii að segja fólki
hvernig á að elska, læknir? Þér sitjið
þarna i skrifstofu yðar eins og einhver
guð, og dæmið alla, sem ekki hugsa eins
og þér.”
Það er ekki satt. svaraði J udd einhvers
staðar í huga sinum. Hanson átti aldrei
um neitt að velja áður. Ég gaf honum
valkosti. Og hann kaus þig ekki.
„Nú er Johnny dáinn,” sagði
ljóshærði risinn, sem gnæfði yftr
honum. „Þú drapst hann Johnny minn.
Og nú ætla ég að drepa þig.”
Hann fann fyrir öðru sparki bak við
Judd hristi höfuðið ringlaður. Hann hóf að
reisa sig upp af gólfinu. Þegar hann var hálf-
staðinn upp, sparkaði Boyd í nára hans með
tánni á skó sínum, og Judd féll aftur niður á
gólf, þar sem hann engdist sundur og saman af
kvölum. „Ég hef verið að bíða eftir yður í
heimsókn,” sagði Boyd.
eyrað, og hann fór að missa meðvitund.
Einhver fjarlæegur hluti huga hans
horfði með fjarrænum áhuga á hina
hluta hans byrja að deyja. Þessi litli
einangraði hluti skynjunar i litla
heilanum hélt áfram störfum, og
skynjan hans yfirgnæfði dofnandi
hugsanirnar. Hann sakaði sjálfan sig um
það, að hafa ekki komist nær sannleik-
anum. Hann hafði haldið, að
morðinginn væri dökkur og af lat-
neskum kynþætti, en hann var
ljóshærður. Hann hafði verið
sannfærður um það, að morðinginn
Einhver fjarlægur hluti huga hans
reyndi að senda honum skilaboð, koma
til skila einhverju afskaplega mikilvægu,
en hamarslátturinn i höfðinu var slíkur
að hann gat ekki einbeitt sér að neinu
öðru. Einhvers staðar i grenndinni
heyrði hann hávært skerandi væl, eins
og frá særðu dýri. Judd opnaði augun
hægt og með erfiðismunum. Hann lá i
rúmi í framandi herbergi. Úti í horni á
herberginu grét Bruce Boyd stjórnlaust.
Judd reyndi að setjast upp. Skerandi
sársaukinn í líkama hans fyllti huga
hans af minningunni um það, sem gerst
hafði, og hann varð gripinn trylltri og
skefjalausri bræði.
Boyd snéri sér við, þegar hann heyrði
Judd hreyfa sig. Hann gekk að rúminu.
„Þetta er þér að kenna,” kjökraði hann.
„Ef þú hefðir ekki verið, þá hefði
Johnny verið öruggur hjá mér.”
Viljalaust og rekinn áfram af löngu
gleymdri, djúpt grafinni hefnigírni
teygði Judd sig eftir hálsi Boyds, og
25. TBL.VIKAN 21