Vikan


Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 25

Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 25
ANDLIT ÁN GRÍMU svefnherbergi. Mennirnir tveir fóru inn. Það var enginn þar. N ick leitaði i skáp- unum en Rocky fór aftur inn i stofuna. Þeir höfðu hægann á, þvi þeir vissu, að Judd faldi sig í ibúðinni algerlega varnar- laus. Það var allt að því yfirveguð ánægja í rólegum hreyfingum þeirra, rétt eins og þeir nytu andartakanna fyrir aftökuna. Nick reyndi næstu dyr. Þær voru læstar. Hann skaut lásinn upp og fór inn. Þetta var vinnuherbergið. Tómt. Þeir brostu hvor til annars og gengu að síðustu læstu dyrunum. Þegar þeir fóru framhjá sjónvarpsskerminum, greip Rocky í handlegg bróður síns. Á skerm- inum sáu þeir þrjá menn hraða sér inn t anddyrið. Tveir þeirra voru I hvítum sjúkraliðajökkum og óku sjúkrakörfu á milli sín. Sá þriðji var með læknistösku. „Hver djöfullinn!” „Slappaðu af, Rocky. Það er einhver veikur. Það hljóta að vera að minnsta kosti hundrað íbúðir hérna.” Þeir horfðu sem heillaðir á sjónvarps- skerminn á meðan sjúkraliðarnir tveir renndu körfunni inn í lyftuna. Hópurinn hvarf þar inn, og lyftudyrnar lokuðust. „Gefum þeim nokkrar mínútur.” Þetta var Nick. „Þetta gæti verið ein- hvers konar slys. Það þýðir, að þá gætu komið löggur.” „Djöfuls óheppni!" „Engar áhyggjur. Stevens kemst ekki fet.” Dyrnar að íbúðinni voru rifnar upp, og læknirinn og sjúkraliðamir tveir birt- ust og ýttu körfunni á undan sér. Morðingjarnir tveir voru snöggir að stinga byssunum i frakkavasa sína. Læknirinn gekk að bræðrunum. „Er hann látinn?” „Hver?” „Sjálfsmorðinginn. Er hann látinn eða lifandi?” Morðingjarnir tveir litu ringlaðir hvor á annan. „Þið eruð í vitlausri íbúð." Læknirinn ruddist framhjá morðingj- unum tveim, og reyndi svefnherbergis- dyrnar. „Þær eru læstar. Hjálpið mér við að brjóta þær niður." Bræðurnir tveir horfðu hjálparvana á lækninn og sjúkraliðana brjóta upp dyrnar með öxlunum. Læknirinn gekk inn í svefnherbergið. „Komið með körf- una.” Hann gekk að rúmstokknum þeim megin, sem Judd lá. „Er allt í lagi með þig?” Judd leit upp og reyndi að sjá hann. „Sjúkrahús,” umlaði Judd. „Þúertáleiðinni.” Morðingjarnir tveir horfðu vonsvikn- ir á sjúkraliðana aka körfunni inn i svefnherbergið, leggja Judd I hana og vefja um hann teppum. „Komum,” sagði Rocky. Læknirinn horfði á mennina tvo fara. Siðan snéri hann sér að Judd, sem lá föl- ur og tekinn á börunum. „Er allt í lagi með þig, Judd?" Rödd hans var mjög áhyggjufull. Judd reyndi að brosa, en tókst það ekki. „Fínt,” sagði hann. Hann gat varla greint sína eigin rödd. „Takk, Pete.” Peter leit á vin sinn, og kinkaði svo kolli til sjúkraliðanna. „Förum þá!" ÁTJÁNDl KAFLI. Sjúkrastofan var önnur, en hjúkrun- arkonan var sú sama. Ekkert nema vandlæting. Hún sat við rúmið hans, og var það fyrsta, sem Judd sá, þegar hann lauk uppaugunum. „Jæja. Við erum vöknuð,” sagði hún tilgerðarlega. „Dr. Harris langar til að tala við þig. Ég skal segja honum, að þú sért vaknaður.” Hún gekk keik út úr her- berginu. Judd settist upp, og hreyfði sig var- færnislega. Viðbrögðin voru svolitið sein í handleggjum og fótieggjum en ósködd- uð. Hann reyndi að beina sjóninni að stól hinuni megin í herberginu, og beitti öðru auganu I einu. Sjón hans var svolit- ið óskýr. „Vantar þig læknisráð?" Hann leit upp. Dr. Seymour Harris var kominn inn. „Jæja,” sagði Harris glaðlega. „þú ert að verða fastur viðskiptavinur hjá okk- ur. Veistu hvað hann er kominn upp í. reikningurinn fyrir að tjasla þér saman? Við verðutjt að fara að gefa þér afslátt. Hvernig svafstu, Judd?” Hann settist á rúmstokkinn. „Eins og ungbarn. Hvað gáfuð þið mér?” „Sodium luminol sprautu." „Hvaðer klukkan?” „Hádegi." „Guð minn góður," sagði Judd. „Ég verð að komast burt héðan.” Dr. Harris tók spjald af klemmutöfl- unni, sem hann var með. „Hvað langar þig til að rabba um fyrst? Heilahristing- inn þinn? Sárin? Marblettina?” „Mér líðurágætlega.” Læknirinn lagði frá sér kortið. Rödd hans varð alvörugefin. „Judd, líkami þinn hefur þurft að þola margt. Meira en þú gerir þér grein fyrir. Ef þú hefur ein- hvern skynsemisvott þá heldurðu þig i rúminu og hvilir þig i fáeina daga. Síðan tekurðu þér mánaðarfrí.” „Takk, Seymour,” sagði Judd. „Þú átt við takk, en — nei, takk.” „Það er nokkuð, sem ég þarf að gera.” Dr. Harris andvarpaði. „Veistu, hverjir eru verstu sjúklingar I heimi? Læknar.” Hann breytti um umræðuefni og viðurkenndi ósigur sinn. „Peter var hér i alla nptt. Hann hefur hringt hingað á klukkutíma fresti. Hann hefuráhyggj- ur af þér. Hann heldur, að það hafi ein- hver reynt að drepa þig í gærkveldi.” „Þú veist. hvernig læknar eru — með alltof frjótt imyndunarafl.” Framhald í næsta blaöi. Labbakútarnír EFTIR Bud Blake 25. TBL. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.