Vikan


Vikan - 22.06.1978, Page 26

Vikan - 22.06.1978, Page 26
VIKU Spakmæli vikunnar. • Tíska er svo óþolandi fyrirbrigði að við verðum að breyta henni á sex mánaða fresti. • Bölvaðu ekki veðrinu. Jlestir gætu ekki bvrjað samrœður nema það breyttist við og við. • Það var gaman á útborgunardögum hér áðurfyrr. Þá gastu keypt eitthvað nýtt, en nú fara peningarnir bara í afborgun af því, sem þú ert þegar búinn að eignast! Smátt, en fróðlegt Flóðhesturinn fæðir af- kvæmi sín í vatni og læra þau að synda áður en þau læra að ganga. • Skjaldbökur geta lifað í alltað 150 ár. • í fyrstu símaskránni, sem gefin var út, voru aðeins fimmtíu nöfn. Hún var gefin út í borginni New Haven í Bandaríkjunum árið 1878. Fyrsta bókin, sem vitað er til að rithöfundur hafi samið á ritvél, var „Ævintýri Tom Sawyer” og var enginn annar er Mark Twain þar að verki. Þetta gerðist árið 1875 og rit- vélategundin var Remington. Mark Twain vildi halda þessu leyndu, því hann nennti ekki að svara allskonar fyrirspurnum um þetta nýja furðutæki. Ford vill aftur f Hvítahúsið Gerald Ford, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er nú 64 ára gamall, en seg- ir heilsu sína og líkams- styrk svo góðan, að hon- um finnist hann ekki eldri en fertugur. Hann vinnur nú að endur- minningum sínum, og þar kemur fram, að hann saknar Hvíta húss- ins. Vinir hans hafa ráð- lagt honum að nýta tím- ann vel fram að næstu forsetakosningum og bjóða sig þá fram gegn Jimmy Carter. Ford fer á fætur kl. 6 á hverjum morgni, tekur 500 metra sundsprett og leikur síðan golf í hálf- tíma. Þvínæst sest hann niður við að skrifa bók- ina sem minnst er á hér að framan. Hann segir, að Henry Kissinger sé besti utanríkisráðherra sem Bandaríkjamenn hafi átt, og hann muni bjóða honum þá stöðu aftur, ef hann sigrar Jimmy Carter í næstu forsetakosningum. Stærsti hundur í heimi vaktar hótel í London Ef þig langar til að sjá stærsta hund í heimi, þá skaltu bregða þér til Englands og kíkja inn á hótel í útjaðri London (því miður nefnir heim- Brynbank Appollo og eigandi hans frú Iris Bates. • Fallhlífina fann upp franskur maður, Louis Lenormand, árið 1783. Þá hafði hann fallhlif- ina í huga sem björg- unartæki fyrir fólk, sem þyrfti að bjarga sér úr brennandi háhýsum. Árið 1797 notaði Frakkinn Jaques Garnerin fallhlíf til að komast frá loftbelg í 3000 feta hæð. • Listamaðurinn Leon ardo da Vinci fann upp skærin. ild okkar ekki nafnið á hótelinu). Hótelstjórinn heitir Iris Bates, og hún segir, að hundurinn bíti aldrei óvelkomna gesti, hann einfaldlega sest of- an á þá, og þá geta þeir sig ekki hreyft, því vin- urinn er 155 kíló og fullreistur er hann 2 m og13 sm. Þessi garpur heitir Brynbank Appollo, en gengur oftast undir gælunafninu Dominic. Hann er af kyninu, „Stóri Dani”, og eigandi hans segir, að hann hafi orðið svona stór vegna þess, að þegar hann var hvolpur, hafði hann ekk- ert fyrir stafni nema éta og sofa. „Við neyðumst til að spara við hann matinn og hann lætur sér nægja tvö og hálft kíló af kjöti og pund af hundakexi á dag, en reynir að sjálf- sögðu að verða sér úti um aukabita hvenær sem tækifæri gefst, nema hvað hann lítur aldrei við skinku.” Hundurinn getur að sjálfsögðu skotið gestum hótelsins skelk í bringu við fyrstu sýn, en það er heldur ekki tekið út með sældinni, ef honum líkar vel við einhvern gest- anna. Vinarhót hans eru býsna klossuð svo ekki sé meira sagt. 26 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.