Vikan


Vikan - 22.06.1978, Side 27

Vikan - 22.06.1978, Side 27
cn N\feV- 'VWJ'4 „Eg kem eftir andartak!" Atrifli úr myndinni „Vopnaður og stórhættulegur". Bófinn ræflir vifl grimuklædda kúrekaskúrka. Rússar gera kúrekamynd Sovétmenn eru byrj- aðir að framleiða kúr- ekamyndir og nýlega var frumsýnd þar myndin „Vopnaður og stór- hættulegur”. Leikstjór- inn, Vladimir Vain- sjtoik, sem hefur gert myndir eftir bókum Jul- es Verne og Robert Louis Stevensson, ferð- aðist til Brasilíu, Mexíkó og Bandaríkjanna til að kynna sér sem best um- hverfi Villta vestursins, en myndina tók hann í Rúmeníu, Tékkósló- vakíu og suðurhluta Sovétríkjanna. Margt í myndinni kemur Vest- urlandabúa skringilega fyrir sjónir, en í aðal- atriðum er söguþráður- inn sá sami og í venjuleg- um kúrekamyndum: Hópur skúrka ræðst á póstvagn, svindlari kemst yfir olíuauðugt landsvæði, söngkona reynist hafa hjarta úr gulli o.s.frv. En það er önnur ný kvikmynd sem fólk í Sovétríkjunum hópast til að sjá og heitir sú „Rómantík á skrifstof- unni”. Þetta er gaman- mynd laus við siðferði- legan prédikunartón. í nokkrum atriðum er grinast með hversdags- leg vandamál fólks, eins vandræði sem hljótast af yfirfullum strætisvögn- — Ég vil gjarnan kvænast þér, en prestur- inn vill bara ekki gefa leyfi tilþess. — Nú, hvernig stendur á því? — Það gæti staðið í einhverju sambandi við konuna mína. .. — Ég hef heyrt, læknir, að freknur hverfi, ef ég borða agúrkur. — Undir vissum kringumstæðum, já... — Hvaða? — Að freknurnar séu á agúrkunum! Það var komið kvöld og farið að dimma. Hann stöðvaði bílinn úti á víðavangi og sótti vatn á vatnskassann. Afgang- inum skvetti hann út fyrir vegkantinn. Þá reis upp fokreiður maður og lét formæling- arnar dynja á bílstjóran- um. — Talaðu ekki svona Ijótt, það er dama með mér í bílnum, sagði bíl- stjórinn. Þá svaraði hinn: — Það eru nú fleiri með dömur með sér! Heimsmeí í mótorhjólastökki 18 ára enskur piltur, Eddie Kidd að nafni, setti nýlega nýtt heims- met í mótorhjólastökki. Honum tókst að stökkva yfir fjórtán tveggja hæða strætisvagna, sem stóðu í röð á flugvelli í London. Hann komst í 150 km hraða í aðkeyrsl- unni, sveif 60 metra vegalengd, og lenti síðan mjúklega. Þar með hafði hann sett nýtt heimsmet, sem hann hefur verið að glima við undanfarin tvö ár. Fyrrum heimsmeist- ara tókst að svífa yfir þrettán strætisvagna. Eddie Kidd hefur mikla æfingu í hverskon- ar glannaskap, og hefur reyndar atvinnu af því að koma fram í kvik- myndum sem tvífari leikara, sem eiga að sýna hetjuskap á hvíta tjaldinu. um; gert er grín að skrif- stofudömum sem eyða stórum hluta dagsins við að snyrta sig, og grínast er með aðdáun þá sem heimamenn sýna Rúss- um, sem koma með smá- gjafirfráútlöndum. GÓÐAR FRÉTTIR Hann: „Ég er búinn að finna starf, þar sem launin eru góð, fríar tryggingar, tíu greiddir frídagar, kaffitímar, og... ” Hún: „Þetta er dásam- legt að heyra.” Hann: „Ég vissi að þú yrðir glöð. Þú átt að byrja á mánudaginn... ” 25. TBL.VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.