Vikan


Vikan - 22.06.1978, Side 28

Vikan - 22.06.1978, Side 28
Er sumarið komið yfir sæinn... Þó svo að íslendingar sæki mikið sundlaugar all- an ársins hring, þá er það nú svo, að þegar sólin fer að hækka á lofti og óskin um brúnan lit á kroppinn er sem heitust, þá eykst aðsóknin í þær um helming. Og ef sumarið í ár ætlar að verða eins vætusamt og þau síðustu, má fastlega reikna með því, að barist verði um þær sólarlandaferðir, sem enn eru i boði. En þeir, sem spóka sig á þessum stöðum, eru nú ekki allir jafn sáttir við að íáta sjá sig í hverju sem Silfurlitu bikinibaðfötin, sem sjást á þessari mynd, eru er, því duttlunga tískunnar má finna á ótrúlegustu einnig fáanleg í gullit og kosta 6.025 kr. stöðum. Einu sinni synti fólk í heilum bolum með skálmum, síðan minnkuðu þessir bolir á alla kanta, og úr varð sundbolur. En það leið ekki á löngu, þangað til einhver uppgötvaði, að það var mögulegt að ná brúna litnum á stærri hluta líkamans, ef sundbolurinn var tvískiptur, þ.e. svokölluð bikini. Bikinibaðfötin hafa orðið minni og minni með hverju ári, þangað til það kom jafnvel fyrir, að fólk sleppti þeim bara alveg! Þessar myndir, sem hér sjást, voru teknar í „Læragjánni” á dögunum, og öll baðfötin, sem stúlkan er í, eru frá enska fyrirtækinu Silhouette og fást í Ócúlus, Austurstræti 7. Þessi líflegu bikini-baðföt, sem einnig eru fáanleg í blágrœnu, kosta 5.700 kr. Spegillinn, sem stúlkan heldur á, kostar 635 kr, en gleraugun 3.500 kr.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.