Vikan - 22.06.1978, Síða 30
w
Norskir Ijósmyndarar
Undirritaður drap niður fæti í
Osló fyrir skömmu og sá þá
meðal annars sýningu á ljós-
myndum eftir norska Ijósmynd-
ara, „Fotografisk Várutstilling”,
en þetta er í annað skipti sem
efnt er til slíkrar vorsýningar.
Það er félagsskapurinn „Frie
Fotografer”, sem stendur fyrir
þessari sýningu.
í sýningarskrá segir m.a.:
„Við vinnum að því að auka
áhuga og skilning á frjálsri ljós-
myndalist og bæta skilyrði slíkr-
ar starfsemi, Við getum gert það
með því að efna til sýninga með
vissu millibili, auka möguleika á
að gefa út ljósmyndabækur, eða
í stuttu máli sagt auka samband-
ið milli almennings og skapandi
Ijósmyndara...”
Persónulega fannst mér þessi
sýning góð og hressileg. Á sýn-
ingunni voru nær 300 myndir
eftir 80 ljósmyndara, sem ýmist
eru lærðir eða ólærðir í iðninni.
Allar myndirnar voru verðlagð-
ar, flestar kostuðu 200—300
krónur norskar (9—15 þúsund
krónur) og ýmist var tala seldra
mynda takmörkuð við 10 til 25
stykki sömu gerðar, eða ótak-
markaður fjöldi.
Þessi sýning brýtur blað, þvi
að Listasjóðurinn norski keypti
allmargar myndir á sýningunni,
og er það í fyrsta skipti, sem
hann viðurkennir Ijósmyndun
sem listgrein til jafns við aðrar
listgreinar.
Hér á síðunni birtum við
myndir frá sýningunni, og eru
myndirnar teknar úr vandaðri
sýningarskrá, sem gefin var út í
2000 eintökum í tilefni sýningar-
innar. s.J.