Vikan


Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 34

Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 34
Lítil saga um dstina brögð? Hún þekkti hann í rauninni ekk- ert. — Ég er með ibúð á Fróðagötu, sagði hann, og henni fannst hún vera að leika í einþáttungi eftir Hjálmar Söder- berg. 1 huganum var hún strax komin í lyftu með honum i stóru dimmu húsi, hún sá hvernig þau stóðu þétt saman og lágu síðan nakin saman í rúminu. Loftið var rykmettað, og umferðin suðaði eins ogbýfluga í blómi — þarna valttmalbik- ið yfir hana og þaut framhjá. Umferðin lenti í hnút, sem herti að hálsinum, og þegar hún rankaði við sér aftur, sat hún á miðri götunni og tíndi saman dótið sitt, lykla, buddu, myndir, persónuskil- rikiogvaralit. — Hvernig ekurðu eiginlega! hrópaði eldri maður, sem stóð við hlið hennar og reiddi stafinn sinn að unglingsstrák, sem skjögraði út úr sportbílnum sínum og gerði heiðarlega tilraun til að hjálpa henni á fætur. Henni fannst hún svo gömul. Hægt litaðist hún um — var hún búin að tína allt upp? Hún strauk höndinni yfir hárið og reis þunglega upp. Svo beygði hún sig niður og tók upp veskið. Og svo stóð hann hjá henni og tók fast utan um hana: — Elsku góða — elskan min, sagði hann, — nú fór illa. Ertu slösuð? Ertu óbrotin? Eigum við að fara á slysa- varðstofuna? — Við skulum tylla okkur á bekkinn þarna, ég jafna mig, sagði hún og tók eftir, að hann leit sem snöggvast á klukkuna. Matartíminn var að verða bú- inn, og þau urðu fljótlega að snúa aftur i fundarherbergið. Þau sáru þögul hlið við hlið. Dúfurnar kroppuðu upp brauðmylsnu á götunni. Gosbrunnurinn niðaði. Hún leit eftir hattinum hans. — Hvarer hatturinn þinn? — Hann lenti undir bílinn. Það er engin eftirsjá að honum. — Nei, hann klæddi þig sérlega illa. Mig langaði til að taka hann af þér. Já, mig langaði til að klæða þig úr öllu. — Komdu, sagði hann Það er hálf- timi eftir. Haltu í mig, og ekkert skal hindra okkur. Hún byrjaði að gráta. — Þetta er ákvörðun, sagði hún, eitthvað, sem við ræðum. Fyrst voru það bara tilfinning- ar, eitthvað ósjálfrátt, eðlilegt og sjálf- sagt. Við létum leiðaokkur. — Þú hefur fengið taugaáfall, sagði hann. — Komdu, ég á viskí heima. Eða viltu heldur eitthvað að borða? — Ég held, að ég vilji fá frí það sem eftir er dagsins og fara heim, sagði hún. Mér finnst ég svo skelfilega barnaleg og heimsk. Ég veit, að ég á eftir að iðrast. Að ég fer heim, á ég við. — Já, en komdu þá, sagði hann i þriðja skiptið. Hann var ákafur og eftir- væntingarfullur. En hún kyssti hann létt á kinnina, á sama hátt og hún myndi framvegis kyssa hann í hvert sinn sem þau hittust eða skildust. Hún stöðvaði leigubil og fór heim. Hún sá eftir öllu saman um leið og hún stóð á tröppunum og leitaði eftir íyklunum. Veskið var rykugt og hafði rispast. þegar það datt i götuna. Næst þegar þau hittust við fundar- borðið, fann hún, hvernig hjartað sló ör- ar og fiðringurinn í maganum magnaði upp löngun og þrá eftir honum. En þau settust andspænis hvort öðru og luku skýrslunni. sem þau höfðu unnið að, og auk þess lofaði hann að hringja til henn- ar, þegar hann væri búinn að orða betur viðbótargrein, sem þau sömdu. Ekkert meira. Svo hittust þau í veislu tveim mánuð- um siðar, og nú var þrá hennar aðeins bergmálið af tilfinningum þeim, sem hún hafði borið til hans. Og þegar þau af tilviljun hittust i flugvél til London vorið eftir, var minningin eins og lagstúfur, sem hún gat ekki munað. Einn og einn tónn ómaði, en ekki öll laglinan. Hana dreymdi oft gönguferðina og ískrandi hljóðið frá bremsum bílanna. Hún minntist þess, hve likaminn var þungur og hreyfingarnar klossaðar, þeg- ar hún stóð upp, eins og þegar maður kemur i land eftir langan sundsprett og þarf að bera allan likamsþungann uppi. Þegar hún vaknaði upp af þessum draumum, vissi hún, að hún gat hringt til hans, að þau bjuggu i sömu borg, að ekkert var ómögulegt. Þó var það ómögulegt. Það var of seint. Ef hún gleymdi setningu i fyrsta þætti, var til- gangslaustaðhrópai þeim siðasta. Svo var allt gleymt og grafið. Kynni án eftirmála. Byrjun án endis. Endir. Eftir stutta þögn bætti hann við, hress í bragði: „Sólin skín. Ertu laus i dag? Hvað segirðu um að fá þér bita i Windsor Castle og fara svo i bilferð?” Maggie var i þann mund að þiggja boð hans, þegar dyrabjallan hringdi aftur. Hún ætlaði að fara að kalla: „Frú Bates, ætlarðu að svara fyrir mig?” en þurfti ekki að hafa fyrir því, því ræst- ingakonan var þegar á leiðinni niður stiganna. Þau heyrðu karlmannsrödd spyrja aðeinhverju. „Nú, ég veit það ekki," gall í ringlaðri frú Bates. „Ég veit hreint ekki, hvort þaðerheppilegt!” ÞAÐ var það ekki. Maggie leit af sloppnum sínum og á kæruleysislegan klæðnað Steve, brosti sauðarlega og sagði: „Þetta er maðurinn minn.” „Ross? Ég vona, að hann fari ekki að draga neinar ályktanir. Á ég að fela brauðhnifana?” Það var kimniglampi i augum Steve, en það var ekki meiri tími til að skiptast á orðum, því nú kom Ross inn, náfölur og öskureiður. Maggie gekk til hans og vafði hand- leggjunum róandi um háls honum. Þau höfðu reyndar skilið I illu, en hún var mjög ánægð yfir að sjá hann aftur. „Ástin mín, þetta er ekki eins og það líturútfyrir að vera.” „Sannfærðu mig um það.” sagði hann þurrlega og lagði handleggi hennar aftur niður með hliðum hennar. „Steve Rennie.erekki svo?” „Rétt er það,” sagði Steve og renndi sér niður af stólnum. „Við hittumst síðast í brúðkaupi ykkar. Það er liklega best, að ég fari og láti ykkur um að ræða málin ykkar á milli. En Maggie er annars að segja sannleikann. Þetta er ekki eins og það litur út fyrir að vera. Við höfðum siðgæðisvörð allan timann. Spyrðu frú Bates." Þegar Steve var farinn, varð löng þögn, og Maggie hélt niðri i sér andan- um. Loks sagði Ross: „Þú getur byrjað á þvi að útskýra, hvers vegna þú sagðir mér ekki frá því, að Anna og Edward Maxwell búa i húsinu okkar." „Ég ætlaði að hringja. Ég var bara ekki búin að því. Við töluðumst varla við. þegar þú fórst. Þú hafðir ekkert samband við mig, ekki einu sinni til að láta mig vita, að þú værir kominn heill á húfi til Amsterdam. Og nú ertu kominn aftur. Hvaðertu aðgera í London?" „Þegar ég kom til Brighton í gær," sagði Ross, „fræddi Anna mig á þvi, að þú værir hér. Ég hringdi, en enginn svar- aði.” Maggie kinkaði kolli og svaraði: „Við Donna vorum báðar úti.” Hún leit með óbeit í kringum sig i herberginu, sém frú Bates var enn ekki búin að taka til i, og sagði: „Komum inn í eitthvert annað herbergi.” Þegar þau fluttu sig til, heyrðu þau ræstingakonuna syngja fullum hálsi við vinnu sina, og Ross spurði: „Getur Donna sofið á meðan á öllu þessu geng- „Donna erekki hér.” „Ætlarðu að segja mér ...?” byrjaði Ross. Honum flaug ýmislegt i hug og ekki laust við, að það stæði i sambandi við nærveru Steve þá um moiguninn, en Maggie greip gröm fram í fyrir honum: „Ég skal segja þér allt af létta, þegar frú Bateserfarin.” Eiginmaður hennar fór og leit út um gluggann. „Á Steve Rennie búðina þarna?” spurði hann. „Forngripasöl- una?" „Já.” „Það eru snotrir viðskiptavinir, sem hann hefur. Ljóshærð stúlka í rauðum sportbíl." „Vinkona hans,” útskýrði Maggie, en fann skyndilega til leiða yfir að hafa kastað af sér góðu spili, þegar hún tengdi þau Steve og Avril. Ross átti enn eftir að gefa skýringar. Hvers vegna kom hann til dæmis svona snemma heim? En maður hennar hafði orðið: „Það er athyglisvert, að þegar ég fór, þá varstu of önnum kafin til að koma með mér. Hvað kom fyrir alla viðskiptavini þína?” „Þeir fengu flensu. Ég fékk fjórar af- boðanir, svo að ég greip tækifærið til að eyða nokkrum dögum í bænum. Þetta er allt mjög hreint og beint.” „Mér finnst samt, að þú hefðir átt að hringja i mig," nöldraði Ross. „Vissulega. Kannski hefði ég átt að gera það.” Frú Bates var glettin á svip, þegar hún kom þjótandi út úr eldhúsinu. „Ég er að fara, svo þið verðið eftir ein,” sagði hún, og það vantaði ekki annað en að hún dræpi tittlinga til þeirra. „Og hvað hefurðu svo verið að gera, síðan þú komst í bæinn?” spurði Ross. „Verið að þvælast um með Donnu?” Maggie hristi höfuðið. „Nei, Donna er mjög tímabundin. Hún var ekki hér, þegar ég kom, en birtist skömmu síðar. Hún var að koma frá París — og dreif sig beint í rúmið til að sofa úr sér veislu eða eitthvað í þá áttina. Hún var dauð- uppgefin.” Á þessu stigi málsins, gat ekkert feng- ið hana til að segja honum frá Bernie og Gash. Ross rumdi. „Hvað er Donna núna?" „I Flórens.” „Sú þvælist um," sagði hann þurrlega. „Já. Hún sagði, að hún ætlaði til Flór- ens, en ég veit það ekki vel ... Nú er komið að þér að koma með skýringar." Maggie brá i brún, þegar maður henn- ar hóf mál sitt. „Það er löng saga að segja frá þvi. Anna tók að sér stúlkuna, sem ég kom með, og til að allrar siðsemi væri gætt, var ég á „Lambinu” um nótt- ina. Stúlkan fékk herbergið okkar." „Hvaða stúlka?” spurði hún og varð ringlaðri með hverju andartakinu sem leið. „Margriet van Goyen, sextán ára gömul og allt of vernduð dóttir eins for- stjóra okkar i Amsterdam. Hún kom með mér vegna flensufaraldurs — það var lika einn slíkur á ferðinni i Amster- dam.” 34VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.