Vikan


Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 42

Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 42
Wishbone Ash Hljómsveitin Wishbone Ash er fyrst og fremst þekkt fyrir mjög gott samspil tveggja aðalgitarleikara. fyrst Andy Powell ogTed Turner, siðan Andy og Laurie Wisefield. Byrja má sögu Wishbone Ash með þvi að minnast á fyrri hljómsveitir trymbilsins Steve Upton og bassagitarleikarans Martin Turner. Upton fæddist í Wrexham 24. mai 1946. Hann byrjaði að leika i hljóm- sveitum 16 ára og fyrsta hljómsveitin hét Scimitars. Síðan stofnaði hann blúshljómsveit ásamt bassaleikaranum, og þeir héldu til Hamborgar, þar sem hljómsveitin leystist upp. Næsta hljómsveit var ömurleg þjóðlaga- hljómsveit, en eftir það gekk hann í hljómsveit, sem hét Blue Sounds. Þaðan var hann svo rekinn eftir fjóra mánuði. Skömmu siðar buðu bræð- urnir Martin og Glen Turner honum i hljómsveit sína, en Upton hafði þekkt þá lauslega áður. Martin Turner fæddist i Torquay 1. október 1947. Hann hafði byrjað að leika i hljómsveitum 15 ára gamall ásamt yngri bróður sinum Glen. Flestar hljómsveitirnar, sem þeir höfðu leikið I, voru trió, Martin á bassa- gitar, Glen á gítar og trommuleikarar, en þeir skiptu oft um þá. Þeir höfðu prófað mörg nöfn, þar á meðal Torinoes, Tacky og Turner Broth- ers, og þegar Upton byrjaði, hétu þeir Entpty Vessels. en þeir breyttu þvi síðar I Tanglewood. Tanglewood var í raun upphafið af Wishbone Ash, þar sem helming- ur þeirra var þar þegar saman kominn. Skömmu áður en Glen Turner ákvað að hætta I Tanglewood, höfðu þeir félagar kynnst Miles Copeland, sem átti eftir að verða umboðsmaður þeirra. Miles bauðst til að hjálpa þeim að finna eftirmann Glens og kostaði fyrir þá auglýsingu I Melody Maker og lánaði þeim kjallarann sinn til að æfa sig í. Nokkur hundruð svara bárust við auglýsingunni, og einn af þeim, sem bauð sig fram, var Ted Tumer, fullu nafni David Alan Tumer. Ted Turner fæddist i Birmingham 2. ágúst 1950. Þóað hann væri val- inn úr þessum stóra hópi hafi hann enga reynslu í hljómsveitum að baki sér. En einhvem veginn var hljómsveitin ekki nógu pottþétt, svo þeir ákváðu að auglýsa á ný. Þá kom Andy Powell, fæddur I Stepney 8. febrú- ar 1950, með sinn gitar, og ákveðið var, að hann yrði fjórði meðlimurinn. þrátt fyrir hugmyndir um að bæta frekar við hljómborðsleikara. Andy Powell hafði leikið I ýmsum hljómsveitum frá fimmtán ára aldri. Meðal þeirra voru nöfn eins og Sunsets, Decoys og Sugarband. Wishbone Ash byrjaði að leika opinberlega rúmlega mánuði eftir stofn- un og var komin á samning tæpu ári síðar hjá MCA. En áður en svo varð, höfðu þeir félagar tekið upp „prufuplötu” mefi hjálp hins þekkta hljóðupptökumanns Eddie Offord. Fyrsta breiðskífan kom út í desember 1970 og þótti efnileg. Meðal laga, sem þóttu merkilegust, voru „Blind Eye” og „Error Of My Way”. 1971 héldu þeir i sina fyrstu ferð til Bandaríkjanna, og i maí sama ár tóku þeir upp aðra breiðskífu sína, „Pilgrimage". Hún kom út í september, en þá höfðu Iesendur blaðanna Sounds og Melody Maker þegar valið Wish- bone Ash sem efnilegustu hljómsveit ársins. „Pilgrimage” hlaut mjög góðar viðtökur, bæði hjá kaupendum og gagnrýnendum, og með henni náðu þeir mun almennari athygli. Stillinn var orðinn ákveðnari og lögin betri, en meðal þeirra voru t.d. „The Pilgrim”, „Vas Dis” og „Lullaby”. Þess má geta. aðTed Turner leikur lika á kassagitar í „Crippled Inside” á „Intagine” plötunni hans John Lennon. „Argus” platan þeirra I Wishbone Ash kom út i april 1972, en hafði verið tekin upp í janúar-febrúar það ár. Sú plata hækkaði enn frekar álit þeirra, og sem dæmi má nefna, að um haustið völdu bæði lés- endur Melody Maker og Sounds plötuna bestu plötu ársins, sem segir mikið. Það er erfitt að tina eitthvert lag út úr sem betra en annað, en nefnd skulu t.d. „Blowin Free”, „Warrior”, „The King Will Come” og „Time Was”. Tónlistin var lýriskari en á fyrri plötum, fleiri lög sungin. „Wishbone Four” var aftur á móti tekið mun kuldalegar en hinum fyrri, þó ekki í Bandarikjunum, en ástæðan mun líklega hafa verið sú, að öll vinna plötunnar virtist mun hrárri, bæði blöndun, spil og söngur. í júni voru nokkrir hljómleikar teknir upp á hljómbönd, sem voru gefin út i desember á tvöfaldri plötu, „Live Dates”. Á þessari plötu, sem telst vera góð hljómleikaplata, er að finna flest bestu lögin þeirra af 4 fyrstu plötun- um, auk gamla Everly Brothers lagsins. „Baby What You Want Me To Do”. Eftir jólin 1973 héldu þeir I þriggja vikna reisu til Bandaríkjanna, sem átti eftir að verða sú síðasta með Ted Turner I hljómsveitinni. Eftir túrinn var æft upp nýtt prógramm og undirbúin ný plata, en í byrjun maí 1974 tilkynnti Ted félögum sinum, að hann hygðist hætta. Ástæðan var aðal- lega sú, að hann vildi breyta til, enda var Wishbone Ash hans fyrsta hljómsveit. Fyrst i stað urðu miklar vangaveltur um það, hvernig skyldi fylla i skarðið. Hugmyndir eins og að fá píanóleikara eðtf söngvara, eða jafnvel hvort tveggja, komu sterklega til greina. En að lokum ákváðu þeir að at- huga, hvort einn góðvinur þeirra, Laurie Wisefield, sem hafði fengið gott orð fyrir gitarleik sinn í Home, væri ekki til i að prófa sig. Laurie Wisefield var ekki beint nýgræðingur í hljómsveitaheiminum. Þær hljómsveitir, sem hann hafði leikið i á undan Wishbone Ash, voru Inquest, Four Fabies, Sugar, Stormy Mondey og Home, en hann lék inn á þrjár breiðskifur með þeim. Home hætti, nokkru áður en Ted Turner hætti I Wishboné Ash, og Laurie starfaði sem gítarleikari i hljómsveit Als Stewart (sem gerði lagið „The YearOfTheCat” vinsælt fyrir tveim árum). Næst hélt hljómsveitin til Miami til að taka upp sjöttu plötuna undir leiðsögn Bill Szymczyk, sem er þekktur fyrir störf sín fyrir Eagles, J. Geils og Joe Walsh m.a. Platan kom út i nóvember 1974, og þótti mun meiri kraftur í henni en fyrri plötunum, er bæði kom frá Bill og Laurie. Annars fékk hún nokkuð sæmilegar viðtökur. Eftir þessa plötu settust þeir að i Bandaríkjunum og heimsækja Bretland sjaldan til þess að leika þar. Þeir hafa flúið undan sköttum, sem er orðið afar algengt um breska tónlistarmenn. Siðan hafa þeir gefið út fjórar plötur, flestar með góðum árangri, þó sérstaklega tvær síðari. Þær eru „Classic Ash”, sem er, eins og nafnið gef- ur til kynna, samansafn bestu laga þeirra, og „Front Page News”. Þess má geta i sambandi við plötulistann, að „Live From Memphis” er illfáanleg plata, sem var gefin út i nokkrum eintökum til blaða- og úl- varpsmanna sem kynningarplata og þykir ekkert sérstök, en á henni eru lögin „Jail Bait”, „The Pilgrim” og „Phoenix”. Einhverjir af þieim, sem fengu hana gefins, hafa komið henni i verð hjá nokkrum plötubúðum i London ogá fleiri stöðum. Plötulisti: WISHBONEASH (MCA MCG3507) UK 1970 PILGRIMAGE (MCA MCG 3504) UK 1971 ARGUS (MCA MCG35I0) UK1972 WISHBONE FOUR (MCAMCG3503) UK 1973 LIVEDATES (MCA MCSP254) UK1973 THERESTHERUB (MCA MCF 2585) UK 1974 MILESTONES (PIL- GRIMAGE& ARGUS) (5C184 50373/4) HOLLAND 1974 LIVE FROM MEMPHIS (MCA PROMO SPECIAL) UK1974 MASTERS OFROCK (5C054 96269) ÞÝSKALAND 1975 LOCKEDIN (MCA MCF 2750) UK 1976 NEW ENGLAND (MCA MCG 3523) UKI976 CLASSIC ASH (MCA MCF 2795) UK1977 FRONT PAGE NEWS (MCA MCG 3524) UK 1977 LITLAR PLÖTUR: 1) BLIND EYE/QUEEN OFTORTURE 1971 2) NO EASY ROAD/BLOWIN' FREE 1972 3) SO MANY THINGS/ROCK N ROLL WIDOW 1973 4) HOMETO WN/PERS- APHONE 1974 5) SIL VER SHOES/PERSA PHONE 1975 6) OUTWARD BOUND/L ORELEl 1976 7) PHOENIX/BL OWIN’ FREE 1977 8) FRONTPA GE NEWS 1977 8) GOODBYE BABY HELLO FRIEND 1977 42VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.