Vikan - 22.06.1978, Síða 43
Dæmd fyrir morð
Heill og sæll draumráðandi.
Mig langar til að biðja þig að ráða
fyrir mig eftirfarandi tvo drauma, sem
mig dreymdi nýverið, hvorn á eftir
öðrum, en sinn hvora nóttina. Mig
dreymdi, að ég væri dæmd í 10 ára
þrælkunarvinnu fyrir að drepa mann,
sem ég vissi reyndar, að ég haföi ekki
gert. Eg vissi, hver framdi morðið, en
ekki, hver var myrtur, og hugsaði mér
að hefna mín duglega á þeim, er komu
þessu morði yfir á mig, þegar og ef ég
losnaði, áður en ég hætti að hata.
Næst fannst mér ég vera búin að vera
I fangelsi í rúman mánuð og fannst
hryllingur að hugsa til þess að eiga
aídrei eftir að sjá borgarlífið næstu / 0
árin. Draumurinn endaði síðan á þá
leið, að ég var náðuð eftir aðeins
tveggja mánaða fangelsi, og þá var
hefndin allsráðandi í huga minum. —
Seinni draumurinn var á þá leið, að ég
og tvær aðrar stúlkur vorum staddar á
bóndabýii, þar sem amma mín og föð-
urbróðir eiga heima. Ég sá aldrei
ömmu í draumnum, en ég myrti hana
samt, því mér fannst hún verafyrir
okkur stelpunum, en ekki skildi ég þá,
af hverju það var. Þegar ég kom úr
leiðangrinum við að fela líkið (aldrei sá
ég líkið), fór ég beint upp í herbergi,
þar sem stelpurnar biðu mín brosandi,
og ég fór strax að klæða aðra þeirra úr
fötunum. (Þá rann upp fyrir mér
ástæðan fyrir morðinu, amma varfyrir
okkur við iðju okkar, að lesbíast). En
þegar ég var hálfnuð við verk mitt, sá
ég, hvar lögreglubíll kom akandi upp
heimkeyrsluna. Við fiýttum okkur út,
ein háf ber, en ég þurfti að snúa við
og ná I eitthvað (ekki veit ég hvað), og
þegar ég kom niður aftur, var of seint
fyrir mig að hlaupa út á eftir hinum
stelpunum, en þær hurfu út I móa.
Lögregluþjónarnir, sem voru tveir,
börðu að dyrum (sem aldrei eru notað-
ar i daglegu lífi, en mér fannst vera
notaðar núna), og gengu síðan inn eftir
svolitla stund. Þá læddist ég út bak-
dyramegin og hljóp beint að hesti, sem
stóð úti á hlaði, og hentist á bak og
þeysti af stað, en allt í einu vorum við
orðnar tvær, sem vorum að fiýja á
hestum, en þar var komin fjórða stúlk-
an, sem ég haföi aldrei séð áður í
draumnum. Draumurinn endaði á þá
leið, að ég hugsaði með mér, að við
kæmumst aldrei undan á hestunum, af
hverju í ósköpunum við hefðum ekki
farið á bílunum. (Þá ratm uppfvrir
mér, að við komum á tveimur bílum).
Mig
drejmdi
Aðeins einu sinni sá égföðurbróður
mínum bregðafyrir, þá á hestbaki á
leið eitthvað burt. G.J.I.
Báðir þessir draumar eru þér fyrir góðu,
þó nokkur slæm tákn slæðist þarna inn
í. Fyrri draumurinn boðar þér aukið
frelsi og aukna gleði í lífinu. Líklegast
ferðu í ferðalag innan skamms, eða
hlotnast frídagar, sem þú nýtur í ríkum
mæli. Þín bíður mikil farsæld, en þó
muntu verða fyrir einhverri niðurlæg-
ingu, sem þú kemst samt yfir, og þú
munt sigra í deilum, sem þú lendir í inn-
an tíðar. Síðari draumurinn er að mestu
leyti góður, en þó koma þar tákn, sem
boða þér erfiðleika og áföll, og einnig
muntu fá slæmar fréttir. Að myrða
konu í draumi er yfirleitt fyrir glötuðum
tækifærum. Tvö tákn þarna boða gift-
ingu, og hestarnir boða þér gott gjaforð,
svo sennilega verður ekki langt að bíða,
að þú gangir i það heilaga. Þú munt
njóta .virðingar, og heiður og upphefð
bíða þín á næstunni. Mikil hamingja og
gæfa ríkir í kringum þig, og þér mun
takast allt vel, sem þú tekur þér fyrir
hendur.
Ekki með miða
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi fjóra, stutta drauma,
sem gaman vœri að fá ráðningu á. Sá
fyrsti er svona: Mér fannst ég vera að
fara til útlanda. Ég átti enga peninga
og engan farseðil og fann ekkert af
eigum mínum, hvernig sem ég leitaði.
Ég var alveg úrræðalaus, en samt varð
ég að fara, hvernig sem á öllu skÉði.
Annar draumurinn er á þessa leið: Ég
var stödd I gangi, og vinstra megin við
mig var lokuð hurð að herbergi, sem
ég ætlaði inn I, en fyrirframan mig
stóð maður, sem ég þekki, og sagði:
„Þú ferð ekki inn”. „Af hverju ekki?"
spurði ég. „Af því að X er þarna inni.
Hann er með konu, sem er einstök,
því hún bragðar ekki áfengi. ” Eannst
mér það skrítið, því það sama mætti
segja um mig. Ég gekk I burtu og sá
sjátfa mig ganga út, heldur kindarlega.
(X er maður, sem ég þrái). Hárið á mér
var síðara en það er í raun og veru. Þá
hugsaði ég um sjálfa mig: „Mikið
getur maður verið sorgmæddur á
svipinn stundum”. Þriðji draumurinn
er svona: Ég og maður, sem ég þekkti í
draumnum, læddumst inn á kvik-
myndasýningu og fengum okkur sæti
hægra megin í salnum. B.B. og C.
Chaplin voru að leika saman I mynd,
og fannst mér það ansi sniðugt. Eftir
sýninguna, þegar allir gestirnir voru
farnir, gekk eldri maður um salinn I
dyravarðarbúningi og lagði sætin upp,
en skildi sætin, sem við vorum I eftir,
og sagði ég við manninn (sem ég
skynjaði, en sá ekki): „Því skyldi hann
ekki snerta sætin okkar, eða vissi
hann, að við höföum enga miða?”
Fjórði draumurinn er svona: Ég stóð
fyrir framan vegg með gríðarlega stóru
málverki af Gulfossi (fossinum). Ég
dáðist að því, hve hann var hrikalegur
og tignarlegur. Til vinstri handar var
minni mynd, og ísaumsmynd haföi
verið tyllt ofan á hana. Ég tók
ísaumsmyndina af veggnum, og I Ijós
kom myndaf regnboga, sem haföi
skekkst af hinni myndinni, og fannst
mér það broslegt, hvernig boginn kom
í laginu, en I honum voru allir
hugsanlegir litir. Síðan kom ég ísaums-
myndinni vinstra megin við mig, þar
sem hún passaði vel inn I.
Með fyrirfram þökk. SÓ.
Fyrsti draumurinn boðar þér breytingu
á högum þínum, sem þú sættir þig ekki
alveg við í fyrstu, en kemst síðan að
raun um, að sé þér fyrir bestu. Annar
draumurinn táknar, að hjartfólgið
áhugamál muni misheppnast, og þú
kemur til með að syrgja glötuð tækifæri.
Þú verður fyrir fjárhagslegum gróða.
Þriðji draumurinn boðar þér skemmti-
lega tíma, sem þú átt í vændum, og fjöl-
skyldulífið verður einstaklega gott. Þó
áttu á hættu, að einhver svíki þig í mál-
efni, sem skiptir þig töluverðu. Síðasti
draumurinn boðar þér ferðalag, sem þú
munt fara í innan skamms, og rósamt og
gifturikt líf biður þín. Annars boða mið-
ar í draumi yfirleitt seinkun á fréttum,
sem valda því, að eitthvað hindrar ráða-
gerðir þínar varðandi framtíðina.
25. TBL.VIKAN 43