Vikan


Vikan - 22.06.1978, Síða 45

Vikan - 22.06.1978, Síða 45
Nautabuffsteik fyllt með gráðaosti (sjá uppskrift). að skila ]eið og við? Fyllt innbakað lambalæri. Þennan rétt hefur einhverjum sýningar- gesta litist svo vel á, að hann hvarf fyrsta sýningardaginn. Og til að girða fyrir hugsanlegan mis- skilning, skal tekið fram, að það var bannað að koma með hunda á sýninguna. Hér má sjá, hvað hægt er að gera úr 5 tegundum af fiski, en sporður- inn er úr pædeigi. Landinn á það til að standa sig vel í keppni á er- lendri grund, og það gerðu þeir einmitt, mat- reiðslumennirnir þrír, sem kepptu í matargerðarlist í Kaupmannahöfn á dögunum. Eftir að hafa œft sig á hverjum sunnudegi í hálft ár, staðið heilan dag við gerð heitra rétta og unnið síðan í 26 tíma striklotu við tilbúning kaldra rétta, stigu þeir á verðlaunapall til að taka við 4. verðlaunum í keppninni. Og nú geta lesendur Vikunnar spreytt sig á sömu réttum og færðu þeim félögum svo góðan árangur. Landslið íslands skipuðu þeir Gísli Thor- oddsen yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ, Sigurvin Gunnarsson yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu og Hilmar B. Jónsson veit- ingastjóri á Hótel Loftleiðum. Þeir eru allir félagar í Klúbbi matreiðslumeistara, sem stofnaður var árið 1972 og hefur verið í norrænum samtökum frá upphafi. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslendingar taka þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni, en slíkar keppnir eru algengar erlendis, og flestir þátttakenda að þessu sinni höfðu áð- ur tekið þátt í mörgum slíkum, gera jafnvel ekki annað en æfa og keppa. Það má 25. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.