Vikan - 22.06.1978, Side 46
Sigurvin, Gísli og Hilmar með
verðlaunagripina, sem þeir hlutu í
keppninni.
agfiski, sem við birtum uppskriftir af hér á
eftir.
Aðalkeppnin var hins vegar fólgin í mat-
reiðslu sex heitra rétta, þar sem undirstað-
an var fiskur, skelfiskur, fuglakjöt, kálfa-
kjöt, nautakjöt og grænmeti, og svo skyldu
matreiddir sex kaldir réttir og hvert fat hafa
að geyma mat fyrir 8 manns. Keppendur
urðu að leggja til allt hráefni sjálfir, og sam-
kvæmt reglunum áttu þeir að matreiða allt
á staðnum.
Hver hópur fékk 24 tíma í eldhúsi, og ís-
lendingarnir notuðu sinn tíma svikalaust og
raunar tvo tíma i viðbót, eða allt þar til rétt-
irnir voru teknir úr höndunum á þeim og
stillt út á sýningunni. Þeim kom óneitan-
lega á óvart að sjá vinnubrögð hinna kepp-
endanna, sem komu með mikið af matnum
tilbúinn og gátu nostrað við skreytingarnar
í rólegheitum, enda sögðu þeir, að þeim
hefði legið við að pakka saman og gefast
upp á staðnum áður en þeir yrðu sér til
skammar, þegar þeir sáu, hvernig í pottinn
var búið. En þeir tóku þann kostinn að bíta
á jaxlinn — og sjá ekki eftir því.
Svisslendingarnir, sem deildu með þeim
eldhúsi, horfðu mikið yfir til íslendinganna
og undruðust greinilega vinnubrögð þeirra.
Mikil vinna, mikil vinna, tautuðu þeir, og
svo heyrðu þremenningarnir, að einn sagði
við annan: „Ætla þeir að skila á sama tíma
og við?” íslendingarnir voru einu keppend-
urnir, sem unnu allt sitt sjálfir á staðnum.
Má nærri geta, að þeir félagar voru orðn-
ir all þreyttir eftir 26 tíma törn í eldhúsinu,
en þeir létu þó ekki eftir sér að hvílast, held-
ur fylgdust með viðbrögðum sýningargesta
fram eftir degi. Og þar með erum við komin
að því gildi, sem þátttaka í slíkri keppni hef-
ur. Ekki þarf að velta vöngum yfir þvi, að
auðvitað er slik keppni þátttakendunum
mikli uppörvun og þjálfun i starfi, en þó
vildu þeir félagar leggja aðaláherslu á þá
landkynningu, sem hún hefði í för með sér.
Sýningargestir stöldruðu yfirleitt lengi við
borð íslands, og i heild vakti þátttaka ís-
lendinga mikla athygli, ekki sist þegar þeir
náðu 4. sæti og vantaði raunar aðeins 6 stig
til að ná3.sæti.
Átta landslið tóku þátt í öllum greinum
keppninnar. Norðmenn urðu hlutskarpast-
ir (Dönum reyndar til nokkurrar undrunar,
þvf Norðmenn hafa ekki haft orð á sér fyrir
matargerðarlist), Austurríkismenn í 2. sæti,
þá Svisslendingar, íslendingar, Danir, Vest-
ur-Þjóðverjar, Svíar og Ungverjar.
Vikan óskar þeim Hilmari, Sigurvini og
Gísla til hamingju með árangurinn og
þakkar þeim fyrir uppskriftirnar, sem les-
endur geta nú spreytt sig á. K.H.
kannski segja um matreiðslulandsliðið okk-
ar, eins og um íþróttamennina, að þeir þre-
menningarnir hafi verið einu áhugamenn-
irnir!
Þessi matreiðslukeppni fór fram í tengsl-
um við viðamikla vörusýningu í Bella Cent-
er í Kaupmannahöfn, Hotel og Restaurant
78, sem haldin var 4.—9. apríl sl. Þegar
þátttak'a íslendinga var ákveðin og keppnis-
stjórn hafði samþykkt tillögur þeirra að
réttum, hófust þeir handa við undirbúning-
inn. Þeir byrjuðu að æfa sig í september 77
og æfðu svikalaust á hverjum sunnudegi
upp frá því, þar til að keppninni kom. Fyr-
irtækin, sem þeir starfa hjá, kostuðu allt
hráefni til æfinga, Hótel- og veitingaskól-
inn lagði til húsnæðið, S.Í.S. styrkti þá fé-
laga, gegn þvi að þeir notuðu hráefni frá
Sambandinu, og SVG, Samband veitinga-
og gistihúsaeigenda, styrkti þá einnig til
þátttökunnar.
Þeir litu hver á annan og hlógu, þegar ég
spurði þá, hvernig æfingarnar hefðu geng-
ið, og það var auðheyrt, að það hafði geng-
ið á ýmsu. Aðaltíminn fór í að reyna hug-
myndir og leita að réttu útfærslunni, og
miklu var hent, áður en yfir lauk. Einn
rétturinn var þeim sérlega óþægur, og þeir
voru eiginlega búnir að ákveða að hætta
við hann, þegar þeir duttu ofan á lausnina,
og út kom lundafatið, sem varð stigahæsta
fatið í allri keppninni!
Á sýningunni var rekið veitingahús,
Vært og Gæst, þar sem gestir gátu valið úr
réttum keppenda, en hvert landslið lagði til
tvo rétti, fiskrétt og kjötrétt. Keppendur
mættu kl. 8 að morgni og útbjuggu sína
rétti, sem voru dæmdir og settir á matseðil
dagsins, og siðan matreiddu meistararnir
eftir pöntunum gesta til kl. 5 um daginn.
Veitingahúsið lagði til hráefni i 100
skammta af hverjum rétti, og íslendingarn-
ir komu vel út úr þessum hluta keppninnar,
þar sem þeirra réttir seldust nálega upp.
Það voru réttirnir Goðalamb og Steikt heil-
Borðin voru
ákaflega
fallega
skreytt, jafn-
vel blóm-
in voru í
fánalitunum.
46VIKAN 25. TBL.