Vikan


Vikan - 21.12.1978, Side 5

Vikan - 21.12.1978, Side 5
17. grein Besta kaffihús í París er sennilega Les Deux Magots við Boulevard Saint- Germain 170, andspænis elstu kirkju Parisar, Saint-Germain-des-Prés, byggðri árin 990-1021, fyrir nærri þúsund árum. Þetta er eitt líflegasta hornið á vinstri bakkanum. Engum þarf að leiðast að hanga þar nokkrar klukku- stundir og horfa ýmist á kirkjuna eða fólksflauminn. Les Deux Magots er fremur dýr, en vandur að virðingu sinni. Hann er eina kaffihúsið í Paris, sem býr til súkkulaði á gamla, góða mátann, úr plötum af svissnesku átsúkkulaði. Tveggja bolla skammtur kostar þó ekki nema 6,50 franka. Þetta er líka sennilega eina húsið, sem sýnir þér viskíflöskuna, áður en hellt er I glasið. Á öðrum stöðum er komið með glasið innan úr eldhúsi. Þarna eru líka enn notaðir bakkar og áhöld úr silfri. Heimsfrægar stofur hlið við hlið Viðskiptavinirnir eru fremur menningarlegir, margir djúpt sokknir í lestur le Monde og aðrir I hörðum pólitískum samræðum. Enn menningarlegri eru viðskiptavinirnir við hliðina, á númer 172, þar sem heitir Le Flore. Sú kaffistofa er frægust fyrir Paul Sartre og Simone de Beauvoir og Albert Camus, sem sátu þar dögum saman. Enn er Le Flore segull bókmenntasinn- aðra Parisarbúa, bæði existentialista og annarra. Einnig koma þar saman aðrir hugsuðir, leikarar og kvikmyndamenn. Annað heimsfrægt kaffihús er hinum megin við götuna á númer 151 við Boulevard Saint-Germain. Það er Brasserie Lipp. þar sem fina fólkið i Paris hittist, sumt á degi hverjum. Stjórnmálamennirnir Mitterand og Robert Fabre eru þar tíðir gestir, svo og sendiherrar erlendra rikja. Þar halda einnig til Jacques Chazot, Jean-Pierre Soisson, Michel Guy og ekkja Auriol Frakklandsforseta, svo að örfá dæmi séu nefnd og ekki minnsl á 5 5 rl & '3 •3 ' a i• a 2 I II I ' i ú minni háttar fólk á borð við Melinu Mercouri. í Lipp eru skemmtilegar innréttingar frá 1900. Maturinn þar er ekkert sér- stakur, enda kemur fólk þangað aðallega til að vera fínt fólk eða til að horfa á fina fólkið. Ekkert sérstaklega vel er tekið á móti ókunnugum og fá þeir verstu borðin. Elsta kaffihús í heimi Fjörlegasta horn Parisar er sennilega þar sem búluvarðarnir Saint-Germain og Saint-Michel mætast. Segja má, að þar sé hjarta vinstri bakka Parisar. Café de Cluny er þar vel I sveit sett á bláhorninu, ekkert sérlega dýr kaffi- stofa. Annað kaffihús á góðum stað er Café du Trocadéro við torgið Place du Trocadéro andspænis Chaillot-höll. Frá kaffihúsinu er beint útsýni að Eiffel- turni. Elsta kaffihús i heimi er sagt vera La Procope á númer 13 við Rue de l’Ancienne-Comédie. Það mun vera nærri 300 ára gamalt og hefur margur sögufrægur maðurinn gengið þar um garð. Nú er þar margt um rithöfunda og blaðamenn, háskólakennara og siðhærðar tiskusýningardömur, bissniss- menn og túrista. Virðist mönnum almennt liða vel á Le Procope. Parísarbúar eru öfundsverðir Þessari upptalningu mætti endalaust halda áfram, þvi að kaffihúsin í Paris skipta mjög mörgum þúsundum. Við látum þó rúmsins vegna staðar numið hér. Þar sem þetta er síðasta veitingahúsa- greinin frá París, verður samt ekki hjá Og hér er frægasta kaffihúsið á fjörlegasta horni hægri bakkans, Café de la Paix við óperuna. því komist að lýsa öfund í garð Parísar búa að eiga matarhús og kaffihús, sem eru hundruðum og þúsundum saman mörgum gæðaflokkum ofan við nokkuð það, sem við klendingar þekkjum heima. Jónas Kristjánsson Það kostar 10 pund að borða á besta veitinga- húsi í London. — Sjá grein í næstu Viku. Sl.tbl. Vikans

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.